Entries by Ómar

Bolaöldur – Bolavellir – Bolasteinn – Nautastígur

Gengið var um Bolavelli og Nautastígur rakinn að hluta undir rótum Húsmúla. Þá var reynt að staðsetja svonefndan Bolastein, sem virtist hafa „gufað upp“ í minnum manna. Saga er tengd steininum, en hafa ber í huga að sögur verða stundum til vegna kennileita, en ekki þrátt fyrir þau. Nafngiftir tengdar nautahaldi undir Henglinum eru nokkrar, […]

Þorlákshöfn I

Þegar ekið var að Þorlákshöfn tóku íbúar vel á móti FERLIRsþátttakendum. Fornbílum hafði verið stillt upp við bæjarmörkin, öllum boðið þar í sæti og síðan ekið sem leið lá austur að Ölfusárósum – endamörkum FERLIRssvæðisins á Reykjanesskaganum. Brimaldan lamdi sendna ströndina, en þó ljúfmannlega að þessu sinni. Eftir að góða innöndun sjávarangansins var ekið í […]

Árnarétt

Á Miðnesheiði ofan millum Garðs og Sandgerðis er mikið hringlaga hlaðið mannvirki úr grjóti, u.þ.b. 1 mannhæðar hátt. Veggurinn er um meter á þykkt og innanmálið um 9 metrar. Þetta er Árnarétt eða Árnaborg, eins og hún hefur stundum verið nefnd. Árnarétt var reist af Árna Þorvaldssyni sem fæddist 24. maí 1824 í Stóra-Nýjabæ í […]

Nýjahraun (Kapelluhraun/Bruninn) – hrauntröð

Ætlunin var að ganga upp og niður meginhrauntröð Nýjahrauns, sem myndaðist haustið 1151, frá upptökunum og til baka. Í tröðinni, sem er bæðidjúp og breið á köflum, eru formfagrar hraunmyndanir, auk þess sem landslagið á svæðinu er ægifagurt. Að þessu tilefni var gengið inn í Nýjahraun (Kapelluhraun) við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Norðan gatnamótanna eru […]

Litlahraun – Krýsuvíkurheiði

Lagt var af stað frá timburrétt Hafnarfjarðarfjárbænda undir Stóru-Eldborg. Þar neðan við eru austurmörk beitahólfs þeirra. Miðað við gögn á Þjóðskjalasafninu frá árinu 1941 mun svæðið vera í Grindavíkurlandi því spilda sú er Hafnfirðingum var afhent á silfurfati af þáverandi ráðherra (fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði nær alls ekki svo langt til austurs sem […]

Orrustuhóll – rétt

Haldið var að Orrustuhól. Orrustuhóll er í Orrustuhólshrauni sunnan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Í lýsingu frá árinu 1703 segir að „fyrir austan Skarðsmýrarfjöllin er kallaður Orrustuhóll og þó fyrir vestan ána, er úr Hengladölum fram rennur. Þar undir hrauninu sjást enn í dag glögg merki til fjárrétta, er menn heyrt hafa brúkað hafi í fyrri tíð Ölves […]

Mosfell – bátslag

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, benti FERLIR á athyglisverðar mannvistarleifar á mosagrónum jökulsruðningsmel vestan í Skógarbringum, skammt austan Mosfells. Um er að ræða bátslaga (egglaga) hleðslur á melnum. Hann hafði fyrst skoðað þetta „fyrirbæri“ á níunda áratug síðustu aldar. Lengd og breidd mannvirkisins var ekki mælt að þessu sinni, en innanmálið gæti verið 8×16 metrar. Útlínur eru […]

Helgusel – Bringur

Hér er Helgusel nefnt á undan Bringum til að geta staðsett selið á undan upprunanum – tölvulega séð. Bringum hefur áður verið lýst í annarri lýsingu. Til að dreifa upplýsingunum sem best um vefsíðuna er Helgusel því haft hér á undan Bringum. Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði […]

Stóri-krossgarður – Keflavíkuborg – Árnarétt

Þrátt fyrir dimmviðri lék sólin við Reykjanesbrautina. Ákveðið hafði verið að fara í skoðunarferð um borginar sex sem og nokkra aðra staði við brautina. Byrjað var á því að skoða Vatnaborgina sunnan brautarinnar skammt vestan Kúagerðis. Borgin er á grashól örskammt frá veginum og sést vel. Norðan borgarinnar er hið fallegasta vatnsstæði. Borgin ber þó […]

Másbúðir

„Um jörðina Másbúðir fyrir norðan Hvalnes segir Jarðabók: „Túnið fordjarfast stórkostlega af sands- og sjávargangi, og hefur sjórinn síðustu sjötíu árin (þ. e. frá því um 1630 til 1700) brotið sig gegnum túnið á tvo vegu, þar sem áður var svarðfast land, svo nú stendur bærinn á umflotinni eyju, og fer þetta landbrot árlega í […]