Bolaöldur – Bolavellir – Bolasteinn – Nautastígur
Gengið var um Bolavelli og Nautastígur rakinn að hluta undir rótum Húsmúla. Þá var reynt að staðsetja svonefndan Bolastein, sem virtist hafa „gufað upp“ í minnum manna. Saga er tengd steininum, en hafa ber í huga að sögur verða stundum til vegna kennileita, en ekki þrátt fyrir þau. Nafngiftir tengdar nautahaldi undir Henglinum eru nokkrar, […]