Entries by Ómar

Skipsstígur – Þorbjörn – Títublaðavarða – Silfra

Gengið var suður Skipsstíg frá hitaveituveginum út að Eldvörpum, litið á flóraða uppgerða kaflann norðan Lágafells (sennilega atvinnubótavinna og undanfari Grindarvíkuvegarins um Gíghæð, sem lagður var á árunum 1914-1918) og komið við í Dýrfinnuhelli. Segir sagan að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín eftir komu Tyrkjans 1627 og hafst þar við um tíma […]

Ölkelduháls – Reykjadalur – Hveragerði

Gengið var af Ölkelduhálsi, sunnan Ölkelduhnúks, niður um Klambragil í Reykjadal, komið við í Dalaseli og dalurinn síðan rakinn um hlíðar og gil (Djúpagil) niður með Rjúpnabrekkum til Hveragerðis (að Varmá í Ölfusdal). Um er að ræða einstaklega fallegt umhverfi. Spáð hafði verið rigningu á göngutímanum, en henni hafði verið flýtt. Samt sem áður var […]

Keltneskt landnám

„Þegar fyrstu norrænu landnemarnir komu til Íslands hittu þeir keltnesku papana fyrir í landinu. Frásögn heilags Brendans (um 486-578) er athyglisverð í þessu sambandi. Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í riti sínu Navigatio (Sjóferðunum) greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem […]

Óttarsstaðafjárborg – Óttarstaðasel

Gengið var að Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarborg). Borgin er mjög heilleg. Hún var hlaðin af Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum ásamt vinnumanni hennar, Guðmundi Sveinssyni, árið 1870. Skammt austan við hana er Smalaskálahæðir. Í þeim rauðamölshóll í djúpri hraunkvos (Smalaskálakeri). Á hólnum stóð eitt sinn listaverk eftirmyndlistamanninn Hrein Friðfinsson er hann nefndi Slunkaríki, en er nú niðurnítt. Gengið […]

Seldalur – Núpasel

Tómas Jónsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, ættaður og trjáuppræktandi í gegnum árin á Þóroddsstöðum í Ölfusi, nú búsettur á Selfossi, hafði samband. Tómas er mikill áhugamaður um örnefni og minjar á svæðinu. Í framhaldinu mætti FERLIRsfélaginn á hlaðið á Þoroddsstöðum daginn eftir á umsömdum tíma. Tómas og sonur hans, Hjalti, skipuðu móttökunefndina. Viðfangsefnið var örnefnið […]

Keltnesk örnefni

Heimildir um landnámið Töluvert er vitað um landnám Íslands enda gefa ritheimildir frá 12. og 13. öld, á borð við Landnámu, Íslendingabók og Íslendinga sögur, auk fornleifa, örnefna og erfðarannsókna gleggri mynd af uppruna íslenska landnámsfólksins en þekkist víða annars staðar. Ritheimildum ber yfirleitt saman um að landnáminu hafi verið stjórnað af norrænu fólki, í […]

Þórkötlustaðarétt I

 Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923). Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni […]

Kuml í Garði

Um er að ræða 12 síðna greinargerð þar sem fjallað er um kuml eða fornmannagrafir í Garði en hún fylgdi jafnframt tillögu að fornleifarannsókn á þeim og umsókn um styrki til að standa straum af kostnaði við grunnrannsóknir. Kuml eru einstakar fornleifar frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar. Þau eru meðal helstu heimilda okkar um landnámsmennina og […]

Hvaleyrarvatn – tóttir – sel – borgir

Hvaleyrarvatn er í kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu; Vatnshlíð að norðanverðu, Húshöfða að austanverðu og Selhöfða að sunnanverðu. Selhraun lokar fyrir afrennsli vatns að vestanverðu. Vatnssveiflur eru jafnan að mestu háðar veðurfari. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hóf uppgræðslu við vatnið árið 1956. Nú er svæðið orðið kjörið útivistarsvæði. Göngustígar liggja um skóginn og í […]

Brennisteinsfjöll III

Gengið var um Kerlingarskarð með stefnu upp í Brennisteinsfjöll. Ætlunin var m.a. að koma við í Kistufellsgíg, Jökulgeimi, Kistuhellum, skoða flugvélaflak sunnan í Kistufelli og skoða námusvæðið í Fjöllunum. Á Reykjanes-skaganum má rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í […]