Entries by Ómar

Þorsteinshellir – Dimmir

Lýsing á Þorsteinshelli og Dimmu (Dimmi) var sú að hellarnir ættu að vera norðaustan við Hólmsborgina (Sauðaborgina) í Hrossabeinahæð sunnan Hólmshlíðar og austan Gráhryggjar. Þeir, sem einhvern tíma hafa komið á svæði, vita að þar er eitt hraunhaf svo langt sem augað eygir. Þrjár fyrri ferðir á svæðið hafa reynst árangurslausar. Því var ákveðið að […]

Sigurður og geirfuglarnir

Sigurður K. Eiríksson, bóndi í Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi utan við Sandgerði á utanverðum Reykjanesskaganum, er á níræðisaldri. Honum er ýmislegt til lista lagt. Auk þess að verja æðarvarpið fyrir varginum með nýstárlegum aðferðum hefur hann m.a. dundað sér við að tálga eftirmyndir af fuglum í smækkaðri mynd. Þó hafa a.m.k. tvö verka hans fengið að […]

Njarðvík

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir hafa nú runnið saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag. Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna […]

Undirhlíðahellir – hinn nýi

Nýlega kom í ljós op í námunni í Undirhlíðum (við Bláfjallaveginn) þegar unnið var við að færa til efni úr hlíðinni. Uppistaðan er bólstraberg eins og glögg má t.d. sjá í giljunum milli Sveifluhálsar og Kaldárhnúka. Við athugun kom í ljós u.þ.b. 30 metra langur hellir. Skömmu eftir að hellirinn uppgötvaðist var hann skoðaður og […]

Ber í móa

Þegar gengið er um móana má, ef vel er að gáð, sjá fyrir fótum nokkrar berjategundir, s.s. bláber, krækiber, hrútaber og skollaber. Bláberjalyngið er sumargrænn smárunni. Blöðin eru breytileg að gerð og lögun. Blómin, sem nefnast sætukoppar, eru nokkur saman efst á árssprota fyrra árs. Fullþroska eru berin dökkblá að utan en grænleit að innan […]

Hausthellir – Magnúsardys – Sjónarhólshellir

Leitað var að og skoðaðir Grænhólsskjól og Hausthellir í landi Lónakots og Sjónarhólshellir í landi Óttarsstaða. Sjónarhólshellir eru nálægt mörkum jarðanna og Grænhólsskjól nálægt mörkum Hvassahrauns, en Hausthellir skammt vestan við heimatúnið í Lónakoti. Því hefur verið haldið fram að Sjónarhólshellir hafi einnig verið nefnt Smalaskálaskjól, en það er norðvestan í Smalaskálahæð, sbr. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Vestan við […]

Skógarnefsgata

Þegar gengið var upp fyrir Hvassahraunssel sást hvar forn gata lá upp í hraunið, til austurs áleiðis að Skógarnefi. Götunni var fylgt eftir frá tveimur vörðum í jaðri gamla Afstapahraunsins. Nánar að gáð sást hvar eldri gata lá á milli varðanna í sömu stefnu. Gatan, sem eftirleiðis verður nefnd Skógarnefsgata (af skiljanlegum ástæðum því hún […]

Smalaholt – áletrun (mynd)

Valdimar Samúelsson fann „tvær holur upp á Smalahól/hæð fyrir ofan Garðabæ og norðan við Vífilstaðavatn. Önnur var á bergi undir steini sem var auðsjáanlega grunnur ásamt öðrum steinum af ókláraði vörðu en hin var austan til í hæðinni sem snýr að radíómöstrunum. Hjá þeirri holu var auðsjáanlega mjög gömul meitluð mynd að krjúpandi meyju í […]

Hvatshellir

Í sjálfsævisögunni „Himnest að lifa“, fyrsta bindi, lýsir höfundurinn, Sigurbjörn Þorkelsson, ferð hans og þriggja félaga í göngufélaginu Hvatur úr Reykjavík í Hvatshelli í lok ágúst 1906. Þann 6. sept. fór hann með Friðriki Friðrikssyni í hellinn með það fyrir augum að rannsaka hann og mæla. Í ljós kom 100 m langur hellir með tveimur […]

Skúlatún

Gengið var að Skúlatúni frá Bláfjallavegi. Þangað er innan um tíu mínútna gangur. Stígur liggur úr suðri að suðurhorni hólsins, en Skúlatún er stór gróin hæð umlukin helluhrauni. Sléttur stígurinn liggur með austurhlið hólsins og áfram áleiðis að Helgafelli. Annar eldri stígur liggur til norðvesturs frá hólnum. Hann er mjög þúfóttur og ómögulegt að greina […]