Entries by Ómar

Mosfell – Þrælapyttur

Á Mosfelli bjó að sögn Egils sögu höfðinginn Grímur Svertingsson, kvæntur Þórdísi stjúpdóttur Egils Skalla-Grímssonar og bróðurdóttur. Egill fluttist þangað eftir dauða konu sinnar, varð gamall maður og síðast með öllu blindur. Sagan segir (297-98), að eitt sinn þegar Grímur var á Alþingi og Þórdís í seli sínu, skipaði Egill kveld eitt tveimur þrælum sínum […]

Garðar á Álftanesi – Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson skrifar um „Garða á Álftanesi“ í Alþýðublað Hafnarfjarðar 1972: „Lengi hefur það verið rnér undrunarefni, hve fáskrúðugar eru sagnir úr landnámi Ingólfs Arnarsonar hér við Faxaflóa. Segja þó bækur, að Ingólfur hafi verið frægastur allra landnámsmanna. Verður og ekki annað sagt um þá frændur, en þeir hafi frægir orðið: Þorsteinn sonur hans stofnar […]

Miklar breytingar á skömmum tíma…

Á 20. öldinni urðu miklar breytingar á mannlífi, híbýlum, verfærum og atvinnuháttum á Íslandi. Um aldamótin 1900 voru t.d. u.þ.b. helmingur húsa í Reykjavík úr torfi og grjóti, önnur hús voru úr timbri sem og einstaka steinhlaðin. Bílar og dráttarvélar þekktust ekki. Fólk ferðaðist um á milli staða fótgangandi, á hestum eða hestvögnum undir lok […]

Eldvirkni á Reykjanesskaga

Á Vísindavefurinn er fjallað um „Eldvirkni á Reykjanesskaga“: „Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun. Sniðgengin eru minni […]

Reykjanesskagi – eldstöðvar og jarðsaga

Á vefnum Eldey.is má lesa eftirfarandi um „Eldstöðvar og jarðsögu Reykjanesskagans„, auk annars: „Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld. Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir […]

Áhugaverðir staðir í Reykjanesfólkvangi

Í Faxa árið 1998 fjalla nemendur FS á Suðurnesjum um „Áhugaverða staði í Reykjanesfólkvangi„. Frásögnin er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að nemendurnir hafa að öllum líkindum lítið kynnt sér vettvangsaðstæður sem og hina fjölmörgu möguleika, sem Reykjanesskaginn hefur upp á bjóða innan fólkvangsins, en taka þarf viljan fyrir verkið því það er jú […]

Draumurinn um eimreið austur í sveitir – Pálmi Eyjólfsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 22. ágúst 1998 mátti lesa; „Draumurinn um eimreið austur í sveitir“ eftir Pálma Eyjólfsson. „Á árunum eftir aldamótin var farið að tala um sjálfrennireiðar eða mótorvagna, en stóri draumurinn var járnbraut oq tvær eimreiðir til að draqa 20 opna 6 smálesta vagna, en þar að auki yrðu 10 lokaðir vagnar og 5 […]

Var munkurinn draugur?

Í Morgunblaðiðinu 1967 er grein, sem segir frá „Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni„, Eyjólfi J. Eyfells og Jóhannesi Kolbeinssyni af ferð þeirra á Seltanga. „Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um […]

Fagradalsfjall og Slaga – Jón Jónsson

Í Morgunblaðinu 1991 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur m.a. um „Fagradalsfjall og Slögu ofan Ísólfsskála„. „Næstkomandi sunnudag verður farinn þriðji áfangi raðgöngu Ferðafélagsins um gosbeltið suðvestanlands. Brottför verður frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, kl. 10.30 og 13. Hér á eftir er stiklað á stóru í jarðfræði þess svæðis sem farið verður um. Sé gengið frá Bláa lóninu austur […]

Dysjar hinna dæmdu III – Þorgauts-/Þorgarðsdys

Í uppgraftarskýrslu um „Dysjar hinna dæmdu – uppgröftur á Þorgauts-/Þorgarðsdys á Arnarnesi„, sem fram fór árið 2019, má t.d. lesa eftirfarandi: Útdráttur Grafið var í meinta dys, Þorgautsdys/Þorgarðsdys, á Arnarnesi í Garðabæ í júlí 2019. Uppgröfturinn var hluti af rannsóknarverkefninu „Dysjar hinna dæmdu“. Markmið uppgraftarins var að ganga úr skugga um hvort um dys væri […]