Entries by Ómar

Þríhnúkar og nágrenni

Haldið var að Þríhnúkum með það fyrir augum að skoða gíginn og næsta nágrenni. Bönd voru með í ferðinni, en þegar á hólminn var komið reyndust þau óþörf því Björn „bergrisi“ í „Þríhnúkum“ reyndist betri en nokkurt reipi.  „Þríhnúkar“, eða „Insidethevolcano“ hafa verið með ferðir fyrir ferðamenn í Þríhnúkahelli. Lyftubúnaði hefur verið komið fyrir yfir opinu […]

Grindavíkurkaupstaður 20 ára – Höfuðbólið og hjáleigan – Jón Þ. Þór.

Fyrirlestur Jón Þ. Þórs, fluttur í tilefni af 20 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar 10. apríl 1994. (Birtist í Árbók Suðurnesja 1994, VII. árangi). Í almennum ritum um sögu Íslands á fyrri öldum eru þrír staðir nefndir öðrum oftar: Skálholt, Hólar og Þingvellir. Í sömu ritum er okkur tjáð, að biskupsstólarnir hafi verið mestu menningarsetur landsins og […]

Prestastígur – frá Höfnum

Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þegar þessi forna þjóðleið er farin frá Höfnum liggur leiðin […]

Bolasteinn

Í sögunni um Skeiða-Otta segir að „Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan […]

Vogur í Höfnum – landnámsbær

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni. Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til […]

Meradalir

Fjallað er um örnefnið „Meradali“ á Vísindavefnum: „Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir. Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti […]

Keilisnes

Keilisnes er nes milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Flestum núlifandi er það ferskast í minni vegna umræðna um væntingabyggingu álvers á síðasta árattug er gufaði upp jafnskjótt og hún hafði kviknað. Efst á nesinu, skammt frá gamla þjóðveginum, er varða sem Stefánsvarða heitir, á hæð sem við hana er kennd.  Þaðan er mikið útsýni yfir Faxaflóa. […]

Búrfellsgjá – skilti

Þegar gengið er að Búrfellsgjá frá sunnanverðri Vífilsstaðahlíð má lesa eftirfarandi texta á tveimur skilti, annars vegar skammt frá akveginum (bílastæðinu) og hins vegar skömmu áður en komið er að Vatnsgjá og Gjáarrétt. Á hinu fyrrnefnda stendur: „Búfellsgjá er syðst í svonefndu Hjallamisgengi sem nær frá Vílfilsstaðahlíð að elliðavatni.  Austan gjárinnar eru Hjallarnir, fallegar og […]

Hrútagjárdyngjuhraun – hrauntröð – skúti

Í Hrútagjárdyngjuhrauni er gígur í gígaröð og falleg hrauntröð út frá honum. Heimildir herma að í hrauntröðinni sé lítill hellir eða stór skúti. Í honum er hlaðið undir bæli. Mosagróin hrossabein eru við opið. Ætlunin var m.a. að finna staðinn – og kíkja á gíginn. Hrútadyngjuhraun varð til í Hrútagjá fyrir u.þ.b. 5000 árum síðan. […]

Flugvélaflak í Hrútagjárdyngjuhrauni I

Þegar FERLIR var á gangi um Hrútagjárdyngjuhraun nokkru austan svæðis ofan brúna í Almenningi er liggur milli Óttarsstaðasels og Lónakotssels, virtist mikið ganga á. Gengið hafði verið upp gleymdan fornan stíg vestan við Rauðamelsstíg (sennilega Skógargötuna), í gegnum Óttarsstaðasel og áleiðis upp í Skógarnef. Þyrla hafði lent við litla flugvél, sem hafði hrapað í gróið […]