Hrútagjárdyngja

Þegar FERLIR var á gangi um Hrútagjárdyngjuhraun nokkru austan svæðis ofan brúna í Almenningi er liggur milli Óttarsstaðasels og Lónakotssels, virtist mikið ganga á.
Mosavaxin varða við forna leiðGengið hafði verið upp gleymdan fornan stíg vestan við Rauðamelsstíg (sennilega Skógargötuna), í gegnum Óttarsstaðasel og áleiðis upp í Skógarnef. Þyrla hafði lent við litla flugvél, sem hafði hrapað í gróið hraunið efts og austasr í Skógarnefinu, og snúist á bakið. Flugvélin bar einkennistafina TF-OND, Cessna 152, og virtist talsvert skemmd. Tveir menn sem verið höfðu í flugvélinni sakaði lítt. FERLIRsfélagar höfðu ekki verið sjónarvottar að aðdraganda óhappsins, en reyndu í framhaldinu að forvitnast svolítið um hann.
Í frétt MBL um málið sagði síðan: “Tilkynning um að lítil, tveggja sæta Cessna-152-flugvél með tveimur mönnum innanborðs hefði hrapað í hrauninu suður af álverinu í Straumsvík barst til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar kl. 19.09 í gærkvöldi.
Á vettvangiLögreglubíll frá Hafnarfirði var strax sendur á vettvang og var kölluð til þyrla, sem flutti mennina á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss en erfiðlega gekk að komast að vélinni þar sem hún lenti í Kapellu- eða Selhrauni um 6 km frá veginum.
Að sögn vakthafandi læknis voru mennirnir afar brattir miðað við óhappið en í gærkvöldi var ekki gert ráð fyrir að þeir yrðu lagðir inn heldur útskrifaðir eftir frekari rannsóknir. Ekki var talið að mennirnir þyrftu á áfallahjálp að halda. Þeir vildu ekki ræða við fjölmiðla.
Rannsókn á tildrögum slyssins hófst strax í gærkvöldi og mun standa yfir næstu daga.”
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu fóru lögreglumenn á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar Á vettvangiþar sem ökutæki varð ekki fært um hraunið. Höggið er flugvélin lenti á jörðinni hefði verið töluvert því jarðvegur hafði rifnað upp, nefhjólið brotnað af og skrokkur vélarinnar verið aflagaður. Fulltrúi Rannsóknarnefndar flugslysa var með í för og hélt hann rannsókn sinni áfram þegar flugmaðurinn, nemi, og kennari úr vélinni voru fluttir á slysadeild til skoðunnar. Þeir hefðu verið að æfa hægflug í u.þ.b. 1000 feta hæð; dregið af vélinni og sett flapsana út til að geta flogið hægt. Þegar þeir hafi tekið eftir að flugvélin var að missa hæð reyndu þeir að gefa vélinni inn, en hún þá farið að halla á hliðina. Við það fór flugvélin niður og gat áhöfnin ekki komið í veg fyrir að hún hafnaði í jörðinni í beygjunni. Vélin lenti á nefinu og rann þannig stuttan spöl áður en hún fór yfir sig og hafnaði á hvolfi. Áhöfnin hafi síðan komist af sjálfdáðum út úr vélinni.
Að sögn flugmanna, sem rætt var við, er svæðið þar sem Á vettvangióhappið varð, hluti af aðalæfingasvæði flugnema. Slík atvik séu sem betur fer svo fátíð að sérhvert slíkt verður að teljast til einstakra tíðinda. Hér hafi verið um mannbjörg að ræða og það skipti öllu máli. Rannsókn á óhappinu myndi væntanlega upplýsa nánar um ástæðu þess. FERLIR minnist þess ekki að sambærilegt óhapp hafi áður orðið á þessu svæði – þrátt fyrir hina miklu flugumferð um langt skeið.
Í fréttum fjölmiðla af slysinu var staðsetning þess eitthvað á reiki, ýmist nefnd Afstapahraun, Kapelluhraun eða Selhraun. Ef vel er að gáð gefur gróðurinn í hraununum nokkuð góða mynd af aldri þeirra. Hrútadyngjuhraun er elst sjáanlegu hraunanna neðan móbergshálsanna (sem urðu til í gosum undir ísaldarjökli), um 5000 ára, enda grónast og með fjölbreytilegastri flóru. Selhraunin fjögur, neðanverð, eru yngri, en Afstapahraunið eldra er runnið hefur þvert á þau gæti verið Sveppur við Óttarsstaðaselum 4000 ára. Kapelluhraun, öðru nafni Nýjahraun eða Bruninn, rann árið 1150, enda nær eingöngu þakið mosa (hraungambra). Hrútadyngjuhraunið er upprunnið úr dyngju, enda umfangsmest, en hin komu úr gjóskugígum. Á meðfylgjandi myndum er augljóslega um dyngjuhraun að ræða.

Það sem vakti annars sérstaka athygli í þessari ferð voru hinir myndarlegustu sveppir víðast hvar í hraununum. Þeir höfðu greinilega náð að þroskast því þeir virtust í góðum blóma.
Gangan frá Óttarsstaðafjárborginni upp í ofanvert Skógarnefið tók u.þ.b. klukkustund. Flugvélaflakið er því nálægt 6 km ofan við Reykjanesbrautina. Frábært veður.

Skógarnef

Þyrla hífir vélina upp.