Entries by Ómar

Hellisgerði – upphaf

Við innganginn í Hellisgerði í Hafnarfirði er skilti með eftirfarandi upplýsingum: „Sögu Hellisgerði má rekja aftur til miðvikudagsins 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdarstjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Í framsögunni svaraði hann spurningunni játandi með að koma upp skemmti- og […]

Suður með sjó – Erlendur Magnússon

Eftirfarandi, „Suður með sjó„, er byggt á óbirtu handriti er Erlendur Magnússon frá Kálfatjörn (f: 1892) skyldi eftir sig. Um er að ræða handrit á stílabókarblöðum er urðu eftir undir berum himni er eyðibýlið Norðurkot var flutt með nútímatækjum yfir að Kálfatjörn. (Svo virðist sem að hér sé um að ræða erindi, sem Erlendur hélt […]

Hvassahraun – Hraunsnes – Lónakot

Girðingu austan Hvassahrauns var fylgt til norðurs frá Skyggni. Skammt undan hólnum er gamla Hvassahraunsréttin, fallega hlaðin í hraunkvos. Girðingin, eða öllu heldur undirhleðslan, endar niður við sjó skammt austan við Stekkjarhól. Gengið var austur með ströndinni, Hvassahraunsbót. Gatan er að mestu gróin og auðvel yfirferðar. Grjótkampurinn er mikið til sérkennilegt grágrýti, sem ber þess […]

Bláfjallafólkvangur

Í Sveitarstjórnarmál 1980 fjallar Kristján Benediktsson um „Bláfjallafólkvang„. „Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólkvangsins, og með auglýsingu í Stjórnartíðindum tveimur mánuðum síðar má segja, að hann hafi verið orðinn að raunveruleika. Þau sveitarfélög, sem í upphafi stóðu að Bláfjallafólkvangi, voru Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogur. Síðar bættust í hópinn Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík. […]

Þingvallavegurinn I

„Lagning gamla Þingvallavegarins hófst árið 1886 og var að fullu lokið árið 1891. Þessi þjóðvegur gegndi því hlutverki í rúmlega 40 ár að greiða mönnum leið yfir langa og oft torsótta heiði, þegar farartækin voru eigi önnur en fætur manna og hesta, og síðar á bifreiðum, en telja verður því lokið eftir alþingishátíðina árið 1930. […]

Reykjanesbær – þróun byggðar

Reykjanesbær. Reykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994. Í desember árið 2005 búa í Reykjanesbæ 11 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Keflavík, Njarðvík og Hafnir byggðust í kringum sjósókn og fiskverkun sem var meginstoð atvinnulífsins. Keflavík. Mikil verslun var stunduð í […]

Borgarkotssvæðið – Bakkastekkur – refagildra

Gengið var frá Stefánsvörðu, um Borgarkotsstekk, að hlaðinni refagildru ofan við Borgarkotstúnið. Þaðan var gengið að Hermannavörðunni, fallinni og raskaðri á hól við austurlandamerki Borgarkots, stórgripagirðingunni gömlu er liggur við hann áleiðis upp frá ströndinni og síðan þaðan til veturs í átt að Kálfatjörn. Henni var fylgt niður að Þjófabyrgi og síðan vestur með ströndinni […]

Skógfellavegur ofan Grindavíkur

Gengið var eftir gamla vagnveginum er lá úr Járngerðarstaðahverfi framhjá og ofan við Hóp að Þórkötlustaðahverfi og áfram að Hrauni. Sunnan vegarins má enn sjá hina fornu götu er lá á milli hverfanna. Ofan við Klöpp/Teig var gömlu þjóðleiðinni frá Þórkötlustöðum fylgt upp á Skógfellastíg (-veg/Vogaveg). Þar sem gatan kemur inn á veginn skammt sunnan […]

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum. Reykjanesskaginn er umorpin eldsumbrotum frá fyrri tíð. […]

Hveragerði – ullarverksmiðjan í Varmá

Þorpsmyndun hófst í Hveragerði árið 1929, Hveragerðishreppur var stofnaður 1946 og varð bæjarfélag 1987. Í árslok 2021 eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.982. Hveragerði byggðist í landi Vorsabæjar í Ölfusi en nafnið var upphaflega á hverasvæði því sem er í bænum miðjum, sunnan og vestan kirkjunnar. Hveragerði er fyrst skráð í Fitjaannál laust fyrir 1700 þar sem […]