Entries by Ómar

Selatangar – verbúðarlíf

Eftirfarandi fróðleik um „Verbúðarlífið á Selatöngum“ birtist í Dagblaðinu-Vísi 1983: „Rústir sjóbúða er að finna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem minna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á […]

Þingvellir – Skötutjörn

Eftirfarandi saga um Skötutjörn á Þingvöllum birtist í Unga Ísland árið 1938: „Við hittum umsjónarmanninn í Þingvallabænum — bærinn var byggður fyrir Alþingishátíðina 1930 — og fáum hjá honum leyfi til að tjalda. Líklega vísar hann okkur á tjaldstað austur í hrauninu. Við ætlum nefnilega að búa í tjaldi og vera sjálfum okkur nógir. Það […]

Grindavíkurstríðið 1532 – III. hluti

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta: “Grindavíkurstríðið” III. hluti – 17. mars 2004. […]

Öxará

Eftirfarandi fróðleikur um Öxará er finna má bæði í Sturlubók og Landnámu birtist í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1889: „Á eftir fer orðrjettur útdráttur úr Íslendingabók hinni yngri um þá feðga Ísleif og Gizur og Teit Ísleifsson. Alveg tilsvarandi kafli er í Landnámu vorri, og það vill líka svo vel til, að ættartala Ketilbjarnar, […]

Þingvellir – friðun og verndun

Eftirfarandi áætlanir um friðun Þingvalla og undirbúning Alþingshátíðarinnar árið 1930 birtist bæði í Ísafold og Lögbergi árið 1925: „Friðun og verndun Þingvalla – Nauðsynleg mannvirki sem gera þarf. Friðun skógarins. Eftir viðtali við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð. Er Matthías Þórðarson kom frá Þingvöllum í vikunni sem leið, hittum vjer hann að máli og spurðum hann um […]

Grindavíkurstríðið 1532 – II. hluti

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta: “Grindavíkurstríðið” II. hluti – 10. mars 2004. […]

Suðurnesjaalmenningur

Þegar gengið var um Lónakot og Svínakot í Hraunum voru rifjaðar upp eftirfarandi upplýsingar um gömlu bæina og Suðurnesjaalmenning þar fyrir ofan í hraununum: Í Jarðabók ÁM og PV 1703 er eftirfarandi lýsing: “ Það sem Suðurnesjamenn kalla Almenning tekur til suður við Hvassahrauns land og Trölladyngjur, gengur svo norður eftir fyrir ofan lönd allra […]

Rauðhóll II

„Fast sunnan undir Hvaleyrarholti stóð til skamms tíma lítill hóll að mestu úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál í kolli. Hann hét Rauðhóll. Nú er lítið eftir af Rauðhól. Í hans stað er komin stór malargryfja. Um 1940 var farið að taka þarna mikið af rauðamöl í vegi og fleira. Nú er hún upp […]

Þingvellir – þjóðgarðurinn

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni […]

Sjóslys undir Kinnabergi

Í Alþýðublaðinu árið 1965 er sagt frá sjóslysi undir Kinnabergi á Reykjanesi undir fyrirsögninni „VÉLBÁTURINN Þorbjörn RE 36 fórst í fyrrinótt“ við svokallað Kinnaberg skammt frá Reykjanesvita: „Einum manni af sex manna áhöfn bátsins,  Atla Mikaelsen, var bjargað á síðustu stundu áður en allt brotnaði ofan af bátnum, en þá hafði félögum hans fjórum skolað […]