Kinnaberg

Í Alþýðublaðinu árið 1965 er sagt frá sjóslysi undir Kinnabergi á Reykjanesi undir fyrirsögninni “VÉLBÁTURINN Þorbjörn RE 36 fórst í fyrrinótt” við svokallað Kinnaberg skammt frá Reykjanesvita: “Einum manni af sex manna áhöfn bátsins, 

Atli Michaelsen

Atla Mikaelsen, var bjargað á síðustu stundu áður en allt brotnaði ofan af bátnum, en þá hafði félögum hans fjórum skolað út hverjum eftir annað og varð hann að fara frá þeim fimmta látnum í stýrishúsinu.
Tildrög þessa hræðilega slyss eru í stuttu máli þau, að vélbáturinn Þorbjörn var að veiðum út af Reykjanesi í nótt. Veður var vont, norðvestan stormur og mikill sjór. Veiðarfæri bátsins lentu með einhverjum hætti í skrúfunni og rak hann stjórnlaust til lands. Báturinn sendi frá sér neyðarkall og hafði samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík. en mikil og afdrifarík mistök urðu á að senda björgunarsveitir á staðinn. Mun hafa sést frá báti þar úti fyrir, að gúmbátur fór frá Þorbirni til lands og talið víst, að mennirnir væru allir í honum, þannig, að vitavörðurinn og synir hans gætu gengið að þeim vísum. Mennirnir voru hins vegar allir um borð í hinum strandaða báti og höfðu misst gúmbátinn frá sér, áður en nokkur komst í hann.”
“BLAÐAMENN Morgunblaðsins fóru suður á Reykjanes þegar í gærmorgun eftir að kunnugt varð um hið hörmulega sjóslys, er vélbátuKinnaberg-1rinn Þorbjörn frá Reykjavík strand aði og fimm menn fórust. Bátinn hafði hrakið upp í þverhnípt björg í þröngri vík í nánd við Reykjanesvita, þar sem Kinnaberg heitir. Þar á staðnum blasti við hryggileg sjón. Flakið af Þorbirni var að brotna niður undan þungum sjógangi við stórgrýtta ströndina. Rétt fyrir utan bátsskrokkinn hékk stýrishúsið á grynningum, og spýtnabrak úr bátnum barst upp að ströndinni. Þá voru staddir við Kinnaberg nokkrir menn úr björgunarsveitinni frá Grindavík.
Þeir gátu ekkert aðhafzt 
lengur í beljandi norðanáttinni. Öll von var úti um að bjarga fleiri mannslífum. Þeir gátu aðeins freistað þess að ná líkum hinna látnu sjómanna á land.
Thorbjorn-flakHér á eftir fara samtöl við björgunarmennina, vita vörðinn í Reykjanesvita og formann björgunarsveitar-innar í Höfnum.
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við vitavörðinn í Reykjanesvita, Sigurjón Ólafsson, en hann kom fyrstur á strandstaðinn ásamt 3 sonum sínum og dóttur. Sigurjóni sagðist svp frá:
— Á þriðjudagskvöldið var auglýst, að rafmagnið yrði tekið af í Höfnum og þar með af Reykjanesvita. En hér er varamótor fyrir radíóvitann og Ijósvitann og setti ég hann í gang fyrir miðnætti. Beið ég svo ásamt syni mínum í radíó husinu eftir því, að rafmagnið yrði tekið af og gerðist það um kl. 12.20.
— Ég sagði syni mínum að vaka yfir mótornum til öryggis og vekja mig, ef eitthvað kæmi fyrir.
— Þegar klukkuna vantaði ca. 5 mínútur í 2 hringdi síminn. Það var loftskeytastöðin og var sagt, að bátur væri strandaður norðvestan við Reykjanes. Ég spurði, hversu margar gráður frá vitanum, en loftskeytastöðin sagði, að það hefði bara verið nefnt kennileiti. Ég taldi þá upp ýmis kennileiti, m. a. Kinnaberg, og sagði loftskeytastöðin, að það væri staðurinn.
— Ég hélt svo á strandstað ásamt 3 sonum mínum og dóttur og vorum við komin þangað um kl. 2.30. Gátum við ekið á bíl á móts við strandstað, en urðum að ganga um 1 km til sjávar.
— All margir bátar voru fyrir utan strandstaðinn, einir 6 eða 7 a.m.k., og lýstu þeir upp staðinn með ljóskösturum og blysum. Voru þeir mjög nærri, um 100 metra frá bátnum.
— Þorbjörn RE 36 var strsigurjon og sonurandaður nyrzt á Kinnabergi. Hann var ekki byrjaður að brotna, þegar við komum, en sat fastur á skeri um 150 metra frá berginu. Okkur virtist 5 menn vera um borð, en komumst að því síðar að þeir voru sex.
— Undir klettunum var gúmbátur og það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort einhver væri í honum. Gerði það einn sonur minn, en báturinn var mannlaus. Höfðu skipverjar misst hann frá sér áður en nokkur komst í hann.
— Við vorum með línubyssu, 2 rakettulínur og 4 skot. Ég gat skotið einni línu, sem fór milli mastrana á Þorbirni, en vindhviða feykti henni yfir afturmastrið og í sjóinn fyrir aftan skipið. Skipverjum tókst ekki að ná henni. Þegar ég ætlaði að skjóta aftur kom í ljós, að hin skotin þrjú voru óvirk. Ég veit ekki, hvað því hefur valdið. Ef til vill hefur raki komizt að þeim.
— Þegar svona var komið fórum við þrjú heim, en tveir synir mínir urðu eftir. Hringdi ég strax til björgunar-sveitarinnar í Höfnum og bað þá að koma með öll nauðsynleg björgunartæki.
— Björgunarsveitin kom ens fljótt og hún gat, en þá var aðeins unnt að bjarga einum manni. Það hafði hvesst mikið. Álandsvindur var, líklega um 7 vindstig, þegar hvassast var. Brim var mikið, gekk yfir bátinn og bergið líka. Um það leyti, sem maðurinn náðist í land, kom björg unarsveitin frá Grindavík, en henni hafði verið gert aðvart af einum bátnum.
— Synir mínir og menn úr björgunarsveitunum hafa verið á strandstað í dag. Eitt líkanna rak á land í morgun, en gengið hefur verið með fjörum án þess að fleiri fyndust, enda ei útsog mikið við Kinnaberg. Hins vegar hefur mikið brak úr bátnum rekið, svo og trollið.
— Núna síðdegis liggur bát urinn fast upp við bergið og má ganga út í hann. Er hann eins og ristur eftir endilöngu. Hliðin, sem að landi snýr, er nokkuð heilleg, en hin öll brotin, sagði Sigurjón.
MORGUNBLAÐIÐ náði í gær tali af Katli Ólafssyni, Óslandi í Höfnum, en hann er formaður björgunarsveitar Hafnamanna.
Thorbjorn-2014Ketill sagði, að þeir hefðu fengið boð um slysið á þriðja tímanum um nóttina og verið komnir þangað um kl. 3. Vegurinn að Kinnabergi væri mjög slæmur og auk þess hafi þurft að aka vegleysur á strandstað, en þetta hafi allt saman tafið fyrir.
Þegar við komum á strandstað, sagði Ketill, var skipið farið að brotna mikið, en það tókst hjá okkur að skjóta línu yfir bátinn og varð það til að bjarga þessum eina manni.
Ketill kvað allar aðstæður til björgunar erfiðar. Mjög hvasst hafi verið og mikið brim, en Þorbjörn legið fast upp við talsvert háa kletta.
Þá sagði Ketill, að ekki hafi verið gerlegt að skjóta línu á nýjan leik, því mönnunum hafi þá þegar verið skolað fyrir borð og stýrishúsið brotið af.
Ketill sagði, að jeppabíll frá björgunarsveit Grindavíkur, sem þá hafi verið kominn á staðinn, hefði farið með skipbrotsmanninn þegar í stað til Keflavíkur, énda hefði hann verið slæptur og þjakaður, en ekki sýnilega meiddur. Að lokum sagði Ketill, að menn yrðu á strandstað til að reyna að ná líkum hinna látnu á land.”

Heimild:
-Alþýðublaðið, 26. ágúst 1965, bls. 1.
-Morgunblaðið, 26. ágúst 1965, bls. 2.
Kinnaberg