Entries by Ómar

Selvogur – örnefnaskilti sett upp við Strandarkirkju

Minja- og örnefnaskilti var afhjúpað við Strandarkirkju í blíðskaparveðri í dag að viðstöddum sóknarbörnum og fróðleiksfúsum ferðamönnum. Um var að ræða skilti þar er gefur að líta bæjarnöfn, örnefni og minjar í Selvogi. Kortið var gert með dyggri aðstoð heimamanna, þeirra Þórðar Sveinssonar, Þórarins Snorrasonar og Kristófers Bjarnasonar heitins og endurspeglar sögu þessa fjölmenna og merka útvegsbændasamfélags í […]

Selvogur og Selvogsleiðir

Eftirfarandi grein um „Selvog og umhverfi“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1938: „Í góðviðriskaflanum í sept. 1.1.fór jeg til Selvogs, í erindum fyrir fjelag hjer. í Reykjavík. Jeg fór með bíl, sem leið liggur að Hveragerði í Ölfusi. Þaðan hafði jeg hugsað mjer að flytjast á hinum meðfæddu flutningatækjum. Heiðríkja og blíðskaparveður var þá, og […]

Rányrkja á Reykjanesskaga

Árni Óla, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifaði eftirfarandi grein (Rányrkja á Reykjanesskganum) í Lesbók Morgunblaðsins. Hún birtist 15. sept. 1957 eða fyrir u.þ.b. hálfri öld. „Gullbringusýsla er einkennilegasta sýsla landsins. Hún nær yfir meginhluta Reykjanesskaga, um 60 km á lengd og 16-33 km á breidd. Þessi miklu skagi er með öllu óbyggilegur nema með ströndum fram. […]

Oddnýjarlaug – þjóðsagan?

„Einu sinni bjó tröllskessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll. Þau áttu son sem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd. Eina nóttina leggur Oddný af stað […]

Herdísarvík – frásögn

Eftirfarandi frásögn um sjóróðra frá Herdísarvík birtist í Alþýðublaðinu 1946: „Vetrarvertíðina 1919 var ég ráðinn til sjóróðra í Herdísarvík. Þar sem ég hafði aldrei farið til sjávar fyrr, beið ég þess með mikilli eftirvæntingu að komast í verið, enda svo litið á almennt, að þá fyrst væri hægt að telja unglingana menn með mönnum, er […]

Leiðir og slóðar á Reykjanesi

Fagradalsfjall Fagradalsfjall á Reykjanesi blasir við vegfarendum sem um Reykjanesbrautina fara ef horft er til suðurs og er þá vestan við Keili að sjá. Ef ekið er til Fagradalsfjalls frá Grindavík er beygt til vinstri af aðalveginum inn í bæinn við vegvísi sem á stendur Krýsuvík. Síðan er beygt aftur til vinstri og ekið eftir […]

Brunatorfur – leiðir

Skoðaðar voru tvær varðaðar leiðir um Brunatorfur (Brundtorfur/Brunntorfur), annars vegar frá Þorbjarnarstaðaborginni á suðausturjarðri Háabruna (frá vörðu á háhæðinni austan borgarinnar) og yfir að stórri vörðu við Stórhöfðastíg, og hins vegar frá henni eftir vörðum í gegnum Brunatorfur, að brún Háabruna norðaustan fjárborgarinnar og með henni inn á Stórhöfðastíg. Þarna virðist vera um að ræða […]

Krýsuvík – Arnarfell

Gengið var um hinn óaðgengilegustu hluta Krýsuvíkur, skv. fréttalýsingum a.m.k. Haldið var austur eftir vörslugarðinum við Krýsuvíkurbæina undir Bæjarfelli, framhjá Ræningjahól og tóftum Suðurkots og áleiðis yfir að Arnarfelli. Fljótlega kom í ljós að starfsmaður Fornleifaverndar ríkisins hafði farið um svæðið og rekið niður áberandi hæla þar sem vænta mátti fornleifa. En alls ekki við […]

Kistuhraunshellir

Eftir ferð FERLIRs upp í Brennisteinsfjöll um Fagradal á dögunum kom í ljós að hellarás sú, sem skoðuð var í leiðinni, gæti verið með þeim lengstu á landinu, eða u.þ.b. tveggja til þriggja km löng. Enn og aftur var haldið eftir gömlu götunni í vestanverðum Fagradal, gengið upp hraunsneiðinginn innst í dalnum og upp á […]

Brennisteinsfjöll – verðmæti

Þegar horft er til Brennisteinsfjalla (sem sjást vel víðasthvar af Reykjanesskaganum) má með sanni segja að sjaldan hafi jafn merkilegu svæði verið jafn lítill gaumur gefinn. Á svæðinu er að finna merkar gosminjar sem nánast eru ósnortnar, t.d. gígar, hraun, sprungur og hellar. Í Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði sem er nánast ósnortið. Náttúrustofa Íslands telur að […]