Entries by Ómar

Byrgisbúð

„Alþingisstaðurinn forni á Þingvöllum er mjög mikilvægur vettvangur rannsókna í íslenskri fornleifafræði af því að hann var miðstöð þjóðarinnar á víkingaöld. Þingvellir hafa verið brennidepill rannsókna frá því fyrstu kortin af staðnum voru útbúin á 18. öld til upphafs íslenskrar fornleifafræði á 19. öld sem leiddi til þróaðri fornleifafræðilegri rannsókna og uppgrafta á 20. öldinni. […]

Hausastaðaskóli II

Hausastaðaskóli – fyrsti heimavistarskólinn „Einn fyrsti vísir að reglulegu skólahaldi fyrir börn og ungmenni hér á landi var Hausastaðaskóli í Garðahverfi 1791-1812. Tildrög skólahaldsins voru þau að Jón Þorkelsson, fyrrum skólameistari í Skálholti, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni að eigur hans skyldu renna í sjóð, Thorkilliisjóðinn, og átti hann síðan að standa straum af […]

Íslenskt – bærinn og mannlífið

Þegar landnámsmenn á Íslandi byggðu sín langhús úr torfi og grjóti voru svonefnd stokkhús og bindingsverkshús óðum að ryðja sér til rúms í Scandinavíu, en á Skotlandseyjum færðust hlaðin hús úr steini í vöxt. Þannig áttu Íslendingar eftir að skapa sér sína eigin húsagerð, torfbæinn, sem í raun átti sér ekki sinn líka í nágrannalöndunum […]

Kista – Snjólfur – Fagurrauður

Fregnir höfðu borist af a.m.k. tveimur álitlegum og áður ómeðvituðum götum í Kistu í Brennisteinsfjöllum. Stefnan var því tekin síðdegis upp úr Fagradal, út (austur) með hraunbrúninni ofan hans og inn á slétt helluhraun Eldborgar. Kistan blasti við í langri fjarlægð, mitt á milli Kistufells í norðri og Eldborgar í suðri. Þátttakendur voru léttbyrgðir, enda […]

Kaldársel – staðsetning

Fróðlegt er að sjá skráningu Minjastofnunar á Kaldárseli. Skv. henni var selið vestan við fyrsta hús KFUM og K frá árinu 1925 þar sem fyrrum var hestagerði (stekkurinn). Á gömlum myndum, allt til 1936, sjást selstóftirnar vel austan við húsið. Daniel Bruun bæði teiknaði og ljósmyndaði selið um 1880. Ef vettvangurinn er skoðaður er augljóst […]

Letursteinn 1918

FERLIR barst eftirfarandi ábending frá áhugasömum athugulum lesanda: „Takk fyrir frábæran vef, þvílík fjársjóðskista sem hann er af fróðleik um Reykjanesskagann. Ég var að skoða gamla Njarðvíkurbæinn, sem nú er orðinn hluti af Byggðasafni Reykjanesbæjar og stendur við Innri Njarðvíkurkirkju. Utan  við húsið er steinn með ártalinu 1918. Neðan við ártalið er óljós áletrun. Einar […]

Landnemar í íslenskri náttúru

Í Morgunblaðinu 1986 er fjallað um „Landnema í íslenskri náttúru – 20 tegundir sjaldgæfra fugla hafa reynt varp á seinni árum“ í tveimur greinum: Fuglalíf er allmikið og fjörlegt hér á landi, einangrun landsins veldur því þó að tegundafæð er nokkur miðað við nágrannalöndin. Miklu væri Ísland fátækara án fugla sinna og má hafa af […]

Sel & Ver

Ákveðið hefur verið að undirbúa uppbyggingu einnar dæmigerðrar selstöðu og einnar sambærilegrar verstöðvar á Reykjanesskaganum. Eins og flestu upplýsandi fólki ætti að vera orðið kunnugt voru fjöldi selja á þessu landssvæði, fyrrum landnámi Ingólfs, alls u.þ.b. bil 360 talsins. Fáu fólki er nú kunnugt um þennan mikilvæga þátt búskaparsögunnar er spannar u.þ.b. 1000 ár, eða allt […]

Sandfellshæð – gígur við Lágafell

Hér er ætlunin að geta tveggja merkilegra jarðfræðifyrirbrigða skammt vestan Eldvarpa ofan við Grindavík. Annað er Sandfellshæðargígurinn og hitt er gígurinn austan við Lágafell sunnan Þórðarfells. Hvorutveggja eru verðug skoðunnar, enda aðgengileg þeim er áhuga hafa. Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa komið eftir að jökla leysti á Reykjanes-skaganum, líklega fyrir 12-13 þúsund árum. […]

Völundarhúsið – Rósaloftshellir

Við gömlu Selvogsgötuna undir Tvíbollum eru nokkrir myndarlegir hraunhellar. Má þar nefna Völdundarhúsið, Spenastofuhelli og Rósaloftshellir. Hellarnir eru greinilega í útrásum frá meginrásinni, sem vel má greina af hinum miklu jarðföllum ofar í hlíðinni, norðvestan við gígana. Meginrásin hefur borið mikið fóður frá þeim, en eftir því sem neðar dró hvíslaðist hún í nokkrar minni. […]