Entries by Ómar

Garðatúngarður – löggarðar

Býlin í Garðahverfi liggja svo þétt að kominn er vísir að svolitlu þorpi og var girt í kringum það allt með görðum. Varnargarður lá meðfram sjónum og norðaustan megin teygði sig hinn mikli Garðatúngarður, frá Balatjörn í suðaustri, um Dysjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norðvestri. Garðinn lét séra Markús Magnússon reisa í kringum 1800 […]

Sel vestan Esju

Árið 2007 ritaði einn FERLIRsfélaga BA-ritgerð í fornleifafræði við HÍ; „Sel vestan Esju„… Í inngangi ritgerðarinnar segir: „Viðfangsefni ritgerðarinnar er að safna heimildum um sel og selstöður á landssvæðinu frá vesturhlíðum Esju út að Reykjanestá, vestast á Reykjanesskaganum, bera þær saman, kanna fjölda þeirra, leita þær uppi og merkja inn á uppdrátt, lýsa gerð mannvirkja […]

Í fótspor fjár og feðra

Í Morgunblaðið árið 2008 er fróðleg grein undir fyrirsögninni „Í fótspor fjár og feðra„. Lögreglumennirnir og -konurnar eru ekki á slóðum afbrotamanna, heldur forfeðranna þegar þau ganga á Reykjanesinu. Þar njóta þau líka útiverunnar, lesa í minjar lífs- og atvinnuhátta og kynnast kostum landsins frá nýju sjónarhorni. Hallgrímur Helgi Helgason fór um Reykjanesskagann með göngugarpnum […]

Þorbjarnarstaðaker

Tóftir Þorbjarnastaða eru síðustu heillegu minjar af íslenska torfbænum í umdæmi Hafnarfjarðar (áður Garðahrepps). Bærinn eru hluti af heilstæðu búsetulandslagi Hraunajarðanna ofan og utan Straumsvíkur og í þeim felast því mikil vanmetin menningarverðmæti. Túngarðurinn við Þorbjarnarstaði er hlaðinn tvöfaldur. Ástæðan er tvíþætt; annars vegar er um útfærslu að ræða og hins vegar endurgerð. Bæjartóftirnar eru dæmigerðar […]

Þjóðleiðir – Ratleikur Hafnarfjarðar

Á vefsíðu Fjarðarfétta um Ratleik Hafnarfjarðar má lesa eftirfarandi um „þjóðleiðir„: „Þjóðleiðir eru leiðir markaðar með fótsporum manna og dýra í gegnum aldrinar og víða má enn sjá greinileg ummerki þeirra. Selvogsgata Selvogsgata er þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Ölfusi, um dagleið þegar hún er farin í einum áfanga. Frá Setbergshverfi er Botnalæk fylgt […]

Gróður á Reykjanesskaganum I

Gróður á Reykjanesskaganum er að mörgu leyti líkur gróðri annars staðar á landinu. Af öllum plöntum á landinu má finna á honum rúmlega 60% af þeim. Gamburmosinn er einkennisplantan, enda víða nýlega hraun. Ferskvatnstjarnir í bland við saltan sjóinn er og meðal einkenna svæðisins. Valllendi er víða. Allir þekkja grundir, þurra bala, brekkur og ræktuð […]

Dyravegur

Dyravegur var genginn frá Lyklafelli um Brekkuna, Dyradal og Sporhellu að Nesjavöllum, 18.6 km. Alls er vegurinn frá Elliðakoti að Nesjavöllum um 26 km ef farið er norður fyrir Lyklafell, en um 27 km ef farið er sunnan við Lyklafell.  Dyravegur lá að sjálfsögðu áfram til austurs. Að öllum um líkindum var hér um að […]

Hvalvatn – Arnesarhellir – Skinnhúfuhöfði

Ætlunin var að ganga upp úr Botnsdal utan Glymsgljúfurs, ofan við hæsta foss landsins og að Hvalvatni ofan Hvalfells. Tveir litlir hellar eru á þeirri leið. Annar, sá minni, er í Skinnhúfuhöfða við vatnið austanvert. Segir þjóðsagan að þar hafi tröllkonan Skinnhúfa búið, en um afreksverk hennar fara engar sögur. Hinn er norðaustan í fellinu; […]

Almenningur I

Þær jarðir innan staðarmarka Hafnarfjarðar suð-vestur af kaupstaðnum voru nefndar áður einu nafni Hraun(a)jarðir, vestan Straumsvíkur, nú helsta kennileitis svæðisins. Minna fer nú fyrir minjum og rústum gömlu bæjanna. Þetta voru jarðirnar Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot. Jörðin Hvassahraun var ein af Hraun(a)-jörðunum, en hún var í Vatnsleysustrandarhreppi. Þessar jarðir voru allar í […]

Stakkavíkurvegur – Stakkavík

Ætlunin var að ganga um Selvogsgötu og Hlíðarveg að Stakkavíkurvegi undir Vesturhnúkum. Vegurinn var síðan fetaður um Ása (Svörtu-Ása og Urðarás), niður Dýjabrekkur að Stakkavíkurseli ofan við Selbrekkur. Frá því var selstígurinn genginn um Einstigið niður að Stakkavík. Stakkavíkurvegurinn nær frá Stakkavík í Selvogi langleiðina upp undir Kóngsfell í Grindarsköðrum. Þar mætir vegurinn þvervegi; annars […]