Entries by Ómar

Álfar

„Álfatrúin hefir hvervetna átt játendur á Íslandi. Enn þótt hún sé nú, að kalla, dauð með flestum þeim, er trúað hafa tilveru álfa, eru þó nokkrar menjar hennar eptir, bæði í sögum þeim, sem síðar koma, og í nöfnum, sem af álfum eru dregin, t. d. álfar, álfafólk,  álfakyn, álfatrú, álfkona, auk mýmargra örnefna, sem […]

Brennisteinsfjöll I

Lagt af stað kl. 8.00 að morgni í göngu á Brennisteinsfjöll í blíðskapar veðri með tjöld, svefnpoka og vistir til tveggja daga. Bílnum lagt við Bláfjallaveg og haldið upp Grindaskörð, Draugahlíðum fylgt austan megin og stefnan tekin á Gráfeld. Gráfeldur er fallegur rauðleitur gígur við vesturenda Draugahlíða, úr honum er Selvogshraun runnið, yngsta hraunið á […]

Tröll

„Orðatiltækin tröll ög tröllkona eru næsta yfirgripsmikil; því þau tákna allar þær verur, sem meiri eru en menn að einhverju, og sem eru meir eða minna illviljaðir, t. d. drauga og jafnvel galdramenn. Samt sem áður eru þessi orðatiltæki  eiginlega höfð um þá tegund, sem hið risalega er einkennilegast við. Þó eru til fleri nöfn […]

Lábarningur

Sjávarkambur, sem einnig er nefndur malarkambur, myndast einkum í stórbrimi þegar aldan brotnar með boðaföllum og kastar möl og grjóti upp í fjöruna og jafnvel hátt á land. Á sumum fjörum Reykjanesskagans má sjá hvar Ægir hefur skilað á land hinum fjölmörgu lábörðum leikföngum sínum; hnöttóttum misstórum steinum. Steinar þessir hafa áður tekið á sig […]

Reykjanesskaginn – gjóskulög

„Efsta gjóskulagið víðast hvar á Reykjanesskaganum er Kötlulag sem talið er vera frá lokum 15. aldar (Guðrún Larsen 1978). Þetta lag hefur gjarnan verið nefnt K-1500 og er þykkast gjóskulaga á svæðinu frá því eftir landnám. Næstefsta lagið er orðið til við gos í sjó skammt undan Reykjanesi á þriðja áratug 13. aldar, sennilega árið […]

Villuvörður

Eftirfarandi skrif „um fjallvegu, vörður og sæluhús“ má lesa í tímaritinu Mána 1880: „Til þess að greiða samgöngur og tryggja félagsskap milli sveita og héraða má fyrst telja þjóðveguna. Félög vor og samtök eru lítil, og kemur það víst að nokkru leyti til af því, að land vort er strjálbyggt og örðugt yfirferðar, en vegir […]

Prestastígur um Prestahraun og Kræklur

FERLIR hafði fyrir skömmu hnitsett Hrafnabjargagötuna milli Hlíðargjár og fornbæjarins Hrafnabjarga. Nú var ætlunin að rekja Prestastíginn, gleymda þjóðleið frá Barmaskarði um Hrafnarbjargaháls að Ármannsfelli. Þá var og tilgangurinn að rekja efri (nyrðri) hluta Hlíðarstígs milli Hrafnarbjargagötu og Prestastígs. Á milli þeirra gatna liggur síðan Hrafnabjargavegur áleiðis að Hrauntúni. Prestastígur lá um Litla-Hrauntún og átti […]

Krýsianar

Í ritinu „Brísingamen Freyju“ skrifar Skuggi (Jochum Eggertsson) nokkrar greinar. Í þeim er m.a. fjallað um landnámið og Reykjanesið: „En laust eftir aldamótin 700, þegar norrænir víkingar, er þá og síðar vóru yfirleitt nefndir „danir„, tóku að herja og ræna vestur á bóginn frá aðalbækistöð sinni á meginlandinu er enn heitir Normandí í Frakklandi, var […]

Garður – til forna

„Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar eru nefndir í fornum rekaskrám Rosmhvalaness, svo og Miðskálaós og Útskálaós. Miðskálar eru einnig nefndir Miðskálagarður, sem mun eiga að merkja heimajörð með hjáleigum. Í óprentuðu riti eftir séra Sigurð B. Sívertsen á Útskálum hefi eg séð það, að bærinn á Miðskálum heiti nú í Vörum og Miðskálaós Varaós, en Útskálaós […]

Bæir í bænum – Magnús Jónsson

Magnús Jónsson skrifaði um „Bæi í bænum“ í Alþýðublað Hafnarfjarðar árið 1962: „Í flestum eða öllum tungumálum veraldar munu finnast dæmi þess að sama orðið geti haft fleiri en eina merkingu. Sem kunnugt er, er þessu þannig farið hjá okkur með orðið bœr. Getur það t.d. merkt bæði kaupstað og sveitabýli. Einnig er þetta orð […]