Entries by Ómar

Burknar

Sá/þeir/þau er ganga um hraunin utan og ofan Hafnarfjarðar að sumarlagi komast vart hjá því að sjá stóra og fallega burkna í hraungjótum og sprungum. Tófugrasið, eitt afbrigðið, má einnig sjá í sérhverju fjárskjóli. Á Íslandi vaxa um 37 tegundir af byrkningum. Til byrkninga teljast burknar, elftingar og jafnar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Byrkningar mynda engin […]

Ketillinn í Katlahrauni

Katlahraun er vestan Ögmundarhrauns á suðurströnd Reykjanesskagans, vestan Seltanga. Hraunið hefur runnið í sjó fram og þá myndað kyngimagnaðar borgir, skúta og súlur. „Ketillinn“ er afmarkað jarðfræðifyrirbæri skammt ofan við ströndina. Hann er skjólgóður og í honum er að finna ótal hraunmyndanir. Katlahraun er talsvert eldra en Ögmundarrraun. Mikil hraunflæmi einkenna það, sérkennilegar hrauntjarnir og […]

Stórkonusteinar – Háuhnúkar

Gengið var spölkorn eftir Selvogsgötunni áleiði supp í Kerlingarskarð. Áður en síga tók í var vent til hægri, niður slóða til vesturs undir Lönguhlíðum. Komið var m.a. við hjá Stórkonusteinum, gengið um Stórahvamm, framhjá Leirhöfðaatnsstæðinu, upp á Móskarðshnúka norðan Háuhnúka, niður Markrakagil og síðan til norðurs með Undirhlíðum, um Stóra-Skógarhvamm og að Gígbrekkum við Bláfjallaveg. […]

Þættir úr jarðfræði Hellisheiðar – Þorleifur Einarsson

Í Náttúrufræðingnum 1961 eru birt skrif Þorleifs Einarssonar um „Þætti úr jarðfræði Hellisheiðar„: Þættir úr jarðfræði Hellisheiðar „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði, at jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða.“ Vart mun sá maður til vera á Íslandi, að hann kannist ekki við þessa stuttu frásögn Kristnisögu […]

Laufhöfðavarða – Fornaselsvarða – Steinninn – Klofaklettsvarða – Fjallsgrensvarða

Gengið var í gegnum trjáræktarsvæði Skógrækar ríksins sunnan við Hrauntungur með beina stefnu að Laufhöfðavörðu ofan við Laufhöfða, norðvestan Gjásels. Vörður greina Hrauntungustíginn þarna í gegnum norðaustanverðan Almenning, sem nú hefur náð að ala af sér birkikjarr að nýju. Þá var gengið upp í Gjásel og síðan að Steininum sunnan Hafurbjarnarholts, Klofaklettsvörðu, Fjallgrensvörðu, síðan niður […]

Jaðar – sagan

Í Skýrslu nefndar um „Könnun á starfsemi vistheimilisins Silungapolls 1950-1969, vistheimilisins Reykjahlíðar 1956-1972, og heimavistarskólans að Jaðri 1946-1973″, þann 31. ágúst 2010 má lesa eftirfarandi um heimavistaskólann að Jaðri: „Reykjavíkurbær hóf starfsemi heimavistarskóla að Jaðri í Elliðavatnslandi hinn 5. febrúar 1946. Þingstúka Reykjavíkur hafði þá nýlega lokið við byggingu sumardvalar- og félagsheimilis að Jaðri og […]

Þorbjarnastaðir ofanverðir

Gengið var upp með vestanverðum Þorbjarnarstaðatúngarðinum með það fyrir augum að skoða Straumsstíg (Straumsselsstíg) upp í Tobbuklettaskarð, rekja síðan markavörður með hraunbrún til suðurs, fara niður í Grenigjá og fylgja gjáargötunni inn á Straumsselsstíg og síðan til baka. Meðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnastöðum lá Straumsstígurinn. Honum var fylgt norður með tvöfalt hlöðnum túngarðinum. Var þá fyrst […]

Húsatóptir – Þorbjarnarfell

Gengið var frá Húsatóptum (-tóftum, -tóttum) yfir að Þorbjarnarfelli um hinn forna Árnastíg og hinn nýja Reykjaveg. Á leiðinni var staðnæmst við ýmislegt, sem fyrir augu bar, en það er reyndar fjölmargt á ekki lengri leið. Hlélaust tekur gangan u.þ.b. 2 klst, en með því að staldra við og skoða það er markverðast getur talist, […]

Baggalútar

Baggalútar eru bergtegund, litlar kúlur sem stundum eru samvaxnar, oft 0,5-2 cm. Þeir eru oftast rauðbrúnir eða gráleitir. Baggalútar myndast þegar nálar af kvartsi og feldspati vaxa inn í gasbólur sem orðið hafa innligsa í kvikunni.  Séu þeir brotnir sjást oft sammiðja hringir. Þeir eru harðari en bergið umhverfis og verða því eftir þegar það […]

Straumsselsstígar

Stefnan var tekin í Straumssel um vestari Straumsselsstíg (Mosastíg). Ætlunin var m.a. að skoða selið og fjárskjólin ofan við selið. Í lýsingum er talað um tvær götur upp í Straumssel. Straumsgatan liggur frá Straumi að vestanverðu til suðurs, skammt austan við Straumsréttina. Frá götunni liggur stígur, hér nefndur Straumsstígur, upp á hraunstallana vestan Þorbjarnarstaða. Þar […]