Burknar
Sá/þeir/þau er ganga um hraunin utan og ofan Hafnarfjarðar að sumarlagi komast vart hjá því að sjá stóra og fallega burkna í hraungjótum og sprungum. Tófugrasið, eitt afbrigðið, má einnig sjá í sérhverju fjárskjóli. Á Íslandi vaxa um 37 tegundir af byrkningum. Til byrkninga teljast burknar, elftingar og jafnar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Byrkningar mynda engin […]