Katlahraun

Katlahraun er vestan Ögmundarhrauns á suðurströnd Reykjanesskagans, vestan Seltanga.
Hraunið hefur runnið í sjó fram og þá myndað kyngimagnaðar borgir, skúta og súlur. “Ketillinn” er afmarkað Súlajarðfræðifyrirbæri skammt ofan við ströndina. Hann er skjólgóður og í honum er að finna ótal hraunmyndanir. Katlahraun er talsvert eldra en Ögmundarrraun. Mikil hraunflæmi einkenna það, sérkennilegar hrauntjarnir og hellar, þ.á.m. Smíðahellirinn og Sögunarkórinn, sem síðar verður fjallað um.
Katlahraun er á náttúruminjaskrá frá árinu 1996. Því má hvorki raska né spilla á nokkurn hátt, nema með sérstöku samþykki, sem varla mun fást þótt eftir væri leitað.
Á Selatöngum er gömul verstöð. Minjarnar, sem þar má sjá nú, eru væntanlega frá því á 19. öld, en verið lagðist að mestu af um 1880, en alveg skömmu eftir aldarmótin 1900. Lengst af var róið þaðan frá Ísólfsskála, en vestasta sjóbúðin, sem enn sést, af þremur er á hans landi.
SúlaÖgmundarhraun er talið hafa runnið árið 1151 og þar má sjá húsatóttir sem hraunið rann upp að og yfir. Fallegar og óvenjulegar hraunamyndanir eru þar, sem fyrr segir. Helstu ógnir jarðmyndananna eru vegagerð og akstur utan vega. Við fyrirhugaða lagningu nýs Suðurstrandarvegar á þessu svæði þurfti að huga vel að því að skaða ekki hrauna- og gígamyndanir. Góðar forsendur eru fyrir varanlegri vernd hraunsins vegna fjölbreytni jarðminja. Auk þess er þetta óvenjulegar og fágætar gerðir slíkra minja, þær eru viðkvæmar fyrir röskun og hafa verulegt vísindalegt, efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt gildi.

Smíðahellir

Hraunið sem rann þegar Ketillinn myndaðist kom frá eldgosi í Moshól (sem nú hefur verið spillt með vegagerð) fyrir um 2000 árum og hefur það verið verulegt hraungos. Ketillinn eru staðsetturr ofan strandarinnar og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í sjó fram og smám saman náð undir sig svæðinu með bráðnu hrauni. Hraðskreið hrauná hefur líklega fyllt stóra dæld ofan strandarinnar. Hraunið bullaði og sauð í þessum nornapotti þegar lofttegundir hraunkvikunnar ruku úr því. Á meðan þessu stóð tók yfirborð hraunsins að storkna og sumstaðar storknaði það til botns og myndaði þá hraunstólpa sem fólk sér þegar það gengur um svæðið í dag. Storkið hraunið myndaði nokkurskonar þak ofan á bráðinni kvikunni en á endanum braust hraunið fram og tæmdist undan þakinu. Við þetta veiktist þakið svo að það hrundi niður og eftir varð það einstæða landslag sem flestir þekkja í dag sem Ketilinn (Borgina).

Refagildra

Landslag þar er sjá má í Katlahrauni hlaut að gefa tilefni til þjóðsagnar. Sú tilgáta þekkist t.d. að Ketillinn hafi verið dansstaður trölla, þau hefðu eitt sinn gleymt sér í svallinu og dagað uppi. Ketillinn er nokkurs konar hraunbóla í Katlahrauni, hlaðin upp úr þunnum hraunskánum. Hraunbólan er næstum hringlaga og um 300 m í þvermál. Tvær skýringar eru á þessu; í fyrra tilvikinu bólgnar hraunið upp vegna þess að hraunbráð streymir að gúlnum undir storkinni skán, eða eftir hraungöngum, og lyftir þannig yfirborðinu. Jón Steingrímsson lýsti því hvernig storkið hraun bólgnaði upp í Skaftáreldum – líkt og blaðra sem blásið er í – við það að bráð streymdi að undir storknuðu hraunyfirborðinu. Þetta ferli er alþekkt  – að hraun þykkni þannig „neðan frá“.

Minjar

Um Ketilinn lá Vestari rekagatan, milli Selatanga og Ísólfsskála. Hún er enn greinileg, einkum inn í Ketilinn, upp úr honum og síðan um Skollahraun áleiðis að Skála. Ofan Mölvíkur verður stígurinn ógreinlegur vegna ágangs sjávar og sands. Upp með Katlahrauni austanverðu lá Vestari vergatan. Auðvelt er að fylgja henni enn í dag þar sem hún liggur um slétt helluhraun. Austari vergatan (rekagatan) liggur síðan upp með vesturbrún Ögmundarhrauns, einnig á sléttu helluhrauni. Báðar liggja göturnar upp á Suðurstrandargötuna þar sem hún lá undir Núpshlíðarhorninu, annars vegar um Méltunnuklif og ofanvert Skála-Mæifell og Slögu að vestan og hins vegar um Ögmundarhraun að austan (Ögmundarsígur) til Krýsuvíkur, en bæirnir þar höfðu í veri á Selatöngum móti Skála og Skálholti, allt frá því á ofanverðri 12. öld að talið er.

Nokkrir kunnir hellar eru á og við Seltanga og í Katlahrauni. Má þar t.d. nefna Smiðjuna, Sögunarkór, Smíðahelli og Nótarhelli. Síðasnefndi hellirinn er vestan við Seltangafjöruna, undir brún Katlahrauns. Þar drógu Skálamenn nót yfir vík til selaveiða. Í Smiðjunni var járnsmíðaaðstaða við austustu sjóbúðina (sennilega frá Krýsuvík). Í Sögunarkór var sagaður rekaviður, hugsanlega til notkunar í Smíðahelli, sem þar er skammt frá. Í hann fóru vermenn í landlegu og dunduðu við að smíða nytsama hlyti til viðskiptanota, s.s. spænir, hrífur, aska o.fl.
KetillEkki mátti vitnast um notkun þeirra á rekaviðnum því hann tilheyrði öðrum, s.s. Kálfatjörn um tíma.

Refagildrur eru við Seltanga og í Katlahrauni, a.m.k. 4 að tölu. Eflaust leynast þar fleiri slíkar því tilhneigingu hafa þær til að hverfa inn í umhverfið, enda gerðar úr efni þess. Allar eru refagildrurnar heillegar, utan einnar. Fallhellur eru fyrir opum og gangar óraskaðir.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Katlahraun

Kaltlahraun – Selatangar fjær.