Entries by Ómar

Blóðberg

Blóðberg (fræðiheiti: Thymus praecox) er lítil sígræn fjölær þófaplanta, af sömu ættkvísl og timian, sem vex í þurru mólendi, holtum og sandi um alla Evrópu. Blóðberg er nýtt sem sígræn þekja í garða og í matargerð sem kryddjurt. Á Íslandi er blóðberg (ssp. arcticus) mjög algengt um allt land og finnst bæði á láglendi og […]

Selvogsgata – Stakkavíkurvegur

Lagt var af stað eftir Selvogsgötu (Suðurfararvegi) til norðurs frá Útvogsskála[vörðu] vestan við Strandarhæð. Varðan er vandlega hlaðin, ferköntuð, enda ætlað að verða ferðafólki áreiðandi leiðarmerki á ferð um þessa gömlu þjóðleið. Ætlunin var að fylgja götunni upp Selvosgheiði, um Strandardal, Hlíðardal, Litla-Leirdal og allt upp að Hvalsskarði í Hvalhnúk. Þaðan var ætlunin að ganga […]

Íslenski fáninn – 90 ára

Fáninn er tákn lands og þjóðar. Íslenski fáninn minnir okkur á himinblámann, snæviþakta jökla og eldinn í iðrum jarðar. Íslenski fáninn hefur þó ekki alltaf litið út eins og hann gerir í dag. Þegar Jörundur hundadagakonungur tók hér völd árið 1809, gaf hann tilskipun um, að Ísland skyldi hafa sérstakan fána. Segir í augslýsingu Jörundar, […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2017

1. Mógrafarhæð. Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Bláberjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti. 2. Selhóll. Við austanvert Hvaleyrarvatn má sjá tættur tveggja […]

Þverárdalur – flugvélaflak

Í Þverárdal hefur verið sagt að væri flugvélabrak. Þar áttu að vera leifar af breskri Hawker Hurricane flugvél er farist hafði átt þarna árið 1941. Sögunni fylgdu upplýsingar um að leifar flugvélarinnar væru neðst við fjallsræturnar í vestanverðum dalnum, dreifðar yfir allnokkurt svæði og að erfitt væri að koma auga á það. Aðrir hafa sagt […]

Móbergsfjöll og -hryggir

Eitt af sérkennum Reykjanesskagans er móbergsmyndunin. Hún er jafnframt eitt af sérkennum Íslands og um leið einkennandi fyrir bergtegundina hvert sem litið er á hnettinum. Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst í vaxandi mæli að móbergsmynduninni hér vegna þess að sitthvað þykir benda til þess að slíkar myndanir sé að finna á reikistjörnunni Mars. […]

Hvassahraunssel

Gengið var upp frá Óttarsstaðafjárborginni að Alfaraleið, henni fylgt til vesturs, að mótum Lónakotsselsstígs (tvær vörður), honum fylgt spölkorn til suðurs uns komið var að gamalli sauðfjárveikigirðingu á landamörkunum, en þegar varðan á Skorás ofan við Lónakotsselið blasti við í suðaustri var stefnan tekin til suðurs á Hvassahraunssel undir Selásnum. Tvær vörður á honum austanverðum […]

Elliðakot – heiðin

FERLIR hafði áður skoðað tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti, sem eru á ási norðan Nátthagavatns. Nú var ætlunin að skoða heiðina ofan bæjarins. Ljóst var að fenginni reynslu, þrátt fyrir nokkrar dýrar fornleifaskráningar og -kannanir vegna vega- og virkjunarfram-kvæmda, að hvergi væri þar allra sýnilegra minja getið. Svo virðist sem fornleifafræðingar hafi við þá vinnu […]

Konungsvegurinn 1907 I

„Í sumar [2007] eru liðin 100 ár frá Íslandsferð Friðriks VIII Danakonungs ásamt 200 manna fylgdarliði. Aldrei fyrr hafði verið haft jafn mikið við vegna komu erlendra gesta enda sjálfur þjóðhöfðingi Íslendinga á ferð. Friðrik og félagar höfðu brunch í Djúpadal á leið til Þingvalla. konungur og fylgdarlið hófu ferðina við Lærða skólann ferðina 1. ágúst 1907. Meðalhraðinn […]

Vífilsfell

Vífilsfell er bæði áberandi fell ofan höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem mótun þess vekur gjarnan áhuga og ákafa fjallafólks. Stallur er austur á fellinu, stundum nefndur Litla-Sandskeið vegna þess hversu sléttur hann er. En hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli? Vífilsfell er í raun arfleifð bermyndana frá tveimur jökulskeiðum. Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái […]