Entries by Ómar

Akurgerði – Garðar

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 segir svo um lönd Akurgerðis og Garða: „Akurgerði hjet jörð inst í Hafnarfirði og var hún eign Garðakirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garðakirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauðkollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eyddist smám saman af sjávargangi, […]

Arnes Pálsson – útileguþjófur II

Oscar Clausen ritar um Arnes útileguþjóf í Lesbók Morgunblaðsins árið 1941: „Frá Arnesi útileguþjóf er sagt í þætti Gísla Konráðssonar [Lbs. 1259 4to.] af Fjalla-Eyvindi, Höllu og fjelögum þeirra, en af því að Arnes er eiginlega sögulegasta persónan í þessu fjelagi, að Eyvindi undanskildum, er ekki úr vegi að segja nokkuð sérstaklega frá honum. Arnes […]

Grænadyngja

Gengið var á Grænudyngju. Keilir (379 m.y.s.) er áberandi fjall á Reykjanesskaganum. Trölladyngja (375 m.y.s.) er hins vegar áhugaverðari margra hluta vegna. Áhugaverðust er þó Grænadyngja (393 m.y.s. (reyndist vera 402 metrar er upp var komið)), nágranni hennar. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og […]

Minni-Vatnsleysubrunnur – Stóri-Vatnsleysubrunnur

Gengið var um Minni- og Stóru-Vatnsleysu í fylgd Sæmundar bónda með það fyrir augum að skoða það, sem ekki hafði verið litið sérstaklega á í fyrri ferðum um svæðið. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sögð vera 4 vættir fiska. 1703 er Minni-Vatnsleysa konungseign. Ein eyðihjáleiga er […]

Ströndin – Sr. Gísli Brynjólfsson

„Af Íslands næstum 5 þúsund kílómetra löngu strandlengju eru það ekki nema tiltölulega stuttir kaflar í ýmsum landshlutum, sem bera heitið strönd og gefin eru sérstök nöfn: Hornstrandir, Barðaströnd, Svalbarðsströnd o.s.frv.  Sumstaðar heitir önnur hliðfjarðanna strönd — hin ekki: Hvalfjarðarströnd, Berufjarðarströnd. Á það vitaralega sínar orsakir þótt ekki verði þær hér raktar. Og ekki er […]

Arnarfellslabbi

„Í Arnarfelli skammt frá Krýsuvík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur. Var hann svo kallaður af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsuvíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu […]

Krosshólar (Kirkjuhólar) – Árnastekkur

Gengið var um Knarrarnesland og skoðaðar minjar, sem ekki hafði verið litið á áður í fyrri FERLIRsferðum. Þessarra minja er getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Fjóla Jóhannsdóttir (72 ára) dvelur nú í húsi skammt sunnan við Stóra Knarrarnes. Hún hefur verið tengd svæðinu í yfir hálfa öld, en hún er gift Guðmundi Viggó Ólafssyni […]

Leiðir og lendingar

Í bókinni „Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I“ frá árinu 1890 eftir Odd. V. Gíslason er m.a. sagt frá kyndilmessubæn, sjómannabæn, drukknun og leiðum og lendingum á helstu hafnir á sunnanverðu landinu, s.s. við Vestmannaeyjar, Eyjafjallasandi, Rangársandi, Landeyjarsandi, Stokkseyri (Stokkseyrarsund og Músarsund), Eyrabakka (Rifsós, Einarshafnarsund og Bússa), Þorlákshöfn (Suðurvör og Norðurvör), Selvogi (Nesós og […]

Kirkjuholt – Vatnsskersbúðarbrunnur – Grundarbrunnur

Gengið var um Kirkjuholt í Vogum undir leiðsögn Voktors og JóGu. Hús þeirra stendur utan í norðaustanverðu holtinu. Í örnefnaskráningu Ara Gíslasonar segir um Kirkjuholtið: „Það sem myndar Aragerði að austan er holt sem heitir Kirkjuholt, en þar liggur vegurinn niður í Voganna.“ Þar á hann trúlega við Strandarveginn eins og hann er í dag. […]

Flekkuvíkurstekkur – Kirkjuhólar

Gengið var um Flekkuvík og nágrenni. Tilgangurinn var að skoða minjar, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið. Þannig var t.a.m. ekki litið á Flekkuleiðið að þessu sinni, varirnar eða annað það er einnig gæti talist merkilegt í og við Flekkuvík. Flekkuvík var Kálfatjarnarkirkjueign árið 1703. Árið 1379 átti kirkjan á Kálfatjörn […]