Entries by Ómar

Múli – Múlasel?

Landnámsbæjarins „Múla“ er getið í 11. kafla Landnámubókar. Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum […]

Þórsvagninn við Straum

Fyrir utan fyrrum Listamiðstöðina í Straumi stendur myndarlegt listaverk úr ryðfríu stáli; Þórsvagninn. Höfundurinn er Haukur Halldórsson, en hann fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrir stuttu. Í Straumi er nú í gangi þróun og vinnsla geysimikilla hugmynda um heim goðafræðinnar, s.s. bygging módels af EDDUGARÐINUM, möglegum fróðleiks- og skemmtigarði sem byggir á goðafræði. Af af yrði þyrfti garðurinn […]

Hraun

Hraun á Íslandi taka yfir 120 fermílur. Þau eru einkum um miðbik landsins, en hvorki á Austfjörðum né Vestfjörðum. Hraun eru öll fram komin við eldgos; af sumum hafa menn sögur, hvenær þau mynduðust, en flest hafa brunnið fyrir landnámstíð. Flest eru gróðurlítil eða gróðurlaus. Þau er myndast hafa síðan land byggðist eru flest enn […]

Innstidalur – útilegumannahellir

Stefnan var tekin á Innstadal í Hengli. Ekki var genginn hinn hefðbundni stígur upp Sleggjubeinsskarð syðst í dalinn heldur haldið niður af norðvesturbrúnum (Vesturása) Skarðsmýrarfjalls, um gönguskarð, sem þar er og fáir fara að jafnaði um. Þaðan er hið ágætasta yfirsýn yfir gjörvallan dalinn sem og umlykjandi fjöll, auk þess sem ekki tekur ekki nema […]

Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar. Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á „Móbergshnúka“ í Morgunblaðinu árið 1982: „Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2019

Vestan Hvaleyrarvatns – Selhóll Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar […]

Bieringstangi – Grund – Vorhús – Klapparholt – Hausthús – Hvammur

Gengið var með Magnúsi Ágústssyni í Halakoti (f: 1922) og Hauki Aðalsteinssyni um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd. Ætlunin var m.a. að skrá helstu minjar sem þar eru enn sýnilegar á Tanganum. Reyndar er nafnið Bieringstangi ekki gamalt því hann er kenndur við Moritz W. Bjering, verslunarstjóra í Flensborgarversluninni í Keflavík er tók yfir og réði um […]

Ísólfsskáli – hellir

Eftir að sagt var frá opinberun  hellisgýmalds ofan Bjalla við Ísólfsskála, sem að öllum líkindum hefur verið þarna um tugþúsundir ára, þar af síðasta árþúsundið undir fótum manna og dýra, (örskammt inn undir Bjallabrúninni vestan Bólsins vottar reyndar fyrir þröngri rás inn undir móbergsstandinn og er munninn þakin kindabeinum – afurð fyrrum tófuveitinga), barst FERLIR […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2012

23. Híðið – Hrútagjárdyngjuhrauni Híðið er einn lengsti og merkilegasti hraunhellirinn í Hrútargjár-dyngjuhrauninu. Hann fannst 18. júní 1989. Hellismunninn er lítill og þröngur, en þegar inn er komið þarf að finna lag til að komast niður í meginrásina. Í allt er hellirinn um 155 m langur og lágur lengstum, hæstur er hellirinn þó um tveir […]

Helsta gönguferðin á góðum sunnudegi

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1972 er umfjöllun með yfirskriftinni „Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?“ þar sem nokkrir valdir einstaklingar eru spurðir svara: „Enga íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auðvelt að iðka og gönguferðir — og þær eru sannarlega ekki síður skemmtilegar að vetri en sumri. Til þeirra […]