Entries by Ómar

Herdísarvík – gjafarbréf

Gjafabréf Einars Benediktssonar vegna Herdísarvíkur. Skjal, sem stimplað var í fjármálaráðuneytinu 19. ágúst 1939, kveður á um gjöf Einars Benediktssonar, skálds, á Herdísarvíkurlandi til handa Háskóla Íslands. Húsið í Herdísarvíkur er þar undan skilið, skv. skjalinu: „Jeg undirritaður Einar Benediktsson prófessor gef hjermeð Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík í Selvogshreppi í Árnessýslu ásamt öllum gögnum og […]

Hamfarir við Húshólma – Ólafur E. Einarsson

„Nokkuð hefur verið skrifað um Húshólma og þær hamfarir sem þar dundu yfir þegar Ögmundarhraun brann, sem sá er þetta ritar telur að hafi gerst um miðja 16. öld samkvæmt þeim upplýsingum sem finna má í sögu þjóðarinnar og þá ekki síst í ferðabókum Eggerts og Bjarna og fleiri góðra manna frá nefndu tímabili. Ennfremur […]

Klukkustígur II

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna. Enn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn […]

Refagildra innan við Hlíð

Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði. Talið er að fyrstu gerð refagildra hafi komið með norrænum […]

Núpafjall – Hverahlíð – Skálafell – Anson

Á Núpafjalli eru margar herminjar. Fjallið stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður. Fljótlega er komið að vegamótum. Liggur vegur til hægri en rofnar fljótlega og er þar alveg ófært. Vegur þessi lá […]

Írafell / Írafellsmóri – nafnið og þjóðsagan

Í Vísindavef Háskóla Íslands er fjallað um örnefnið „Írafell„: „Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). […]

Hellir – Stóri-Hellir og Litli-Hellir

Gengið var um jörðina Helli ofan við Selfoss. Jörðin hefur að geyma ýmsar áhugaverðar minjar frá fyrri tíð, s.s. götur, brýr, tóftir bæjar og útihúsa, hella o.fl.  Í fornleifaskráningu fyrir jörðina má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik um þessar sýnilegu minjar. Þessi fornleifaskráning er tekin hér sérstaklega fyrir sem dæmi um ágæta skráningu einstakrar jarðar, en […]

Keilir – útsýnisskífa

Í maí 2009 var sett upp útsýnisskífa á Keili – útsýnisfjall Vatnsleysustrandarhrepps. Útsýnisskífa kom á fjallið að frumkvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem áttu veg og vanda að þessu verkefni. Það var Viktor Guðmundsson og fleira áhugafólk úr Vogum sem vakti máls á því við Ferðamálasamtökin fyrir 5 árum að setja upp útsýnisskífu á fjallið til að […]

Sandfell – Hraunssel – Meradalir

Haldið var inn (austur Drykkjarsteinsdal frá Hatti utan í vestanverðri Slögu ofan Ísólfsskála, beygt um Brattháls norður með austanverðum Lyngbrekkum og áfram inn með austanverðum Einihlíðum uns staðnæmst var við sunnanvert Sandfell. Þaðan var gengið til austurs sunnan við fellið og síðan til norðurs með því austanverðu. Ætlunin var m.a. að skoða hvort enn mætti […]

Stóri-Hellir

Við Stóra-Helli ofan við Selfoss, í landi Hella, má sjá eftirfarandi upplýsingar á nálægu skilti: „Í Stóra-Helli þótti reimt, en oft mun hafa sést svipur framliðins manns með bláan trefil. Sagan segir að ungur maður í ástarsorg hafi hengt sig hér í löngum bláum trefli. Í hellinum var áður geymt hey, en fjárhús var framan […]