Entries by Ómar

Lýsing Ölveshrepps 1703 – Hálfdán Jónsson

Í Andvara 1936 fjallar Hálfdán Jónsson um „Lýsingu Ölveshrepps 1703„. Lýsingin er ekki síst áhugaverð hvað örnefni varðar: „Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prentuð eftir AM. 767 4to. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af […]

Skógarkotshellir (Hallshellir)

Eins og fram hefur komið í öðrum lýsingum af Skógarkotshelli, öðru nafni Hallshelli, þótti fundur hans sérstaklega merkilegur á sínum tíma – skömmu eftir aldarmótin 1900. Hafa ber í huga að þá voru einungis örfáir hraunhellar þekktir hér á landi. Hefur fundur sem þessi því verið verulega í frásögu færandi, einkum staðsetningin – enda vakti […]

Fjárborgargata – Skógargata – Hraunagata – Sjávargata

Fjórar götur lágu út frá eða nálægt Óttarsstöðum í Hraunum. Nyrst var sjávargatan ofan strandar áleiðis að Lónakoti, Skógargatan (Óttarstaðaselsstígur) lá til suðurs að Óttarsstaðaseli og Fjárborgargatan lá til suðausturs upp að Fjárborginni vestan við Smalaskálahæð. Fjórða gatan, Hraunagatan (Hraunavegur, studdum nefndur Óttarstaðavegur) lá svo frá Straumi áleiðis vestur að Hvassahrauni, ofan Óttarsstaða og Lónakots. […]

Hraunagata I

Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna. Við götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist hafa […]

Borgarvíkurhellir – Brynkasteinn – refagildra

Stefnan var tekin að Úlfljóstvatni með það fyrir augum að skoða nokkra staði er getið er um í heimildum, s.s. Brynkastein, Borgarvíkurhelli (fjárskjól), refgildru og gamlar leiðir í nágrenni við bæinn. Norðan við Heiðartjörn sunnan Úlfljótsvatns er stór steinn á heiðinni skammt frá fornri þjóðleið, sem enn sést glögglega í móanum. Tveir aðrir minni steinar […]

Bautasteinar

Bautasteinar eru ekki margir hér á landi. Til forna þótti þó tilhlýðanlegt að reisa höfðingjum slík minnismerki að þeim látnum. Bautasteinar voru einnig notaðir sem leiðarmerki og gegndu sama hlutverki og vörður hér á landi, eða til minningar um tiltekinn atburð. Legsteinar hafa og verðir gerðir sem bautasteinar. Þá er það jafnan haft fyrir sið að […]

Hraunhólar – Stórhöfðastígur nyrðri – Moshellar

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir. Ætlunin var að skoða nyrðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur […]

Svartiklettur – Svíri og Bakka-Oddur

Örnefndin Svartiklettur og Svíri hafa verið til í Grindavík og þá sem mið á Járngerðarstaðasundið. Ætlunin var að reyna að staðsetja klettinn í fjörunni. Meðferðis var höfð gömul ljósmynd frá því í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Járngerðarstaði segir m.a.: „Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var […]

Sauðahellir í Sveifluhálsi

Þeir eru margir sauðahellarnir og sauðaskjólin á Reykjanesskaganum. Til var þó einn slíkur er bar það nafn; Sauðahellir. Hann var og er á Sveifluhálsi sunnan Sandfellsklofa. Um er að ræða sérstaklega fáfarið svæði því gamla þjóðleiðin, Undirhlíðaleið, lá undir vestanverðum hálsinum, en mjög fáir fóru þá með honum ofanverðum. Gömul gata upp á hálsinn frá […]

Stapinn – þjóðsagnakenndur staður

Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðru vísi við. Vogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann […]