Entries by Ómar

Strandaberg – Bergsendastígur – Háahraun – Hellnastígur

Ætlunin var að ganga niður frá Litlu-Eldborg um Litlahraun vestan Krýsuvíkurhrauns að Bergsenda (eystri). Fylgja átti Bergsendastíg á Strandabergi ofanverðu neðan Klofninga, framhjá Keflavík, neðan Fjárskjólshrauns og að Háahrauni. Þar var ætlunin að koma við á Skyggnisþúfu og Hraunþúfu. Á báðum eru vörður. Á leiðinni átti að skoða hinar fjölskrúðugu bergmyndanir ofan bergsins. Til baka var ætlunin að fara Krýsuvíkurhraunið skágengið […]

Gengu fram á óþekktar minjar – Óli Kristján Ármannsson

Í Fréttablaðinu árið 2012 er umfjöllun;  „Gengu fram á óþekktar minjar„, eftir  Óla Kristján Ármannsson. Fjallað er um minjar í og við Eldvörp ofan Grindavíkur. „Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, telur að mannvistarleyfar í Eldvarpahrauni við Grindavík kunni að vera enn eldri en talið er. Í félagi […]

Geldingatjarnarsel

Samkvæmt afsölum var Geldingatjörn á Mosfellsheiði fyrrum í landi Mosfells. Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með […]

Stigið varlega til jarðar í virkjunarframkvæmdum

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 135 MW jarðvarmavirkunar á Bitru, Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Af úrskurðarorðunum að dæma myndu sömu rök og hér eru notuð gilda og um öll önnur fyrirhuguð jarðvarmavirkjunarsvæði á Reykjanesskaganum. „Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé […]

Þingvallabæir, götur og vegir

Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlu vegum. Hinar gömlu götur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil. sem vert er að gefa, a.m.k. svolítinn, gaum. Í Skógarkoti var […]

Reiðskarð – Hellirinn (Skútinn)

Stapinn geymir ýmislegt ófyrirséð. Þegar FERLIR var á ferð þar nýlega, hafði gengið hina gömlu þjóðleið upp Reiðskarðið og beygt áleiðis yfir í Kvennagönguskarð, sló sólarblett á stóra grassyllu undir ofanverðu hamrabeltinu. Augljóst mátti telja að þarna hefði verið fjárathvarf fyrrum. Þegar komið var inn á sylluna kom í ljós lítill en aflangur skúti inn […]

Aldargömul Íslandslýsing

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um hraunin við Herdísarvík og Krýsuvík undir fyrirsögninni „Aldargömul Íslandslýsing„. „Hinn 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess „að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornum og nýjum, sem lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum […]

Helghóll – huldufólkskirkja

Innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur eru fjölmörg örnefni er minna á álfatrú og huldufólkssögur. Eftirminnileg dæmi er álfhóllinn á vinnsluplani „Risikó“ (Þorbjörn) ofan við Svíragarð, sem fékk að halda sér þrátt fyrir þörfina á athafnarými við vinnslustöðina. Segja má því með sanni að hóllinn sá sé virðingarverð afstaða hlutaðeigandi til slíkra minja. Enn einn huldufólkshóllinn í Grindavíkurlandi […]

Urriðakot – Vesturmýri – Vesturvik – IKEA

Gengið var um vestan- og norðanvert Urriða[kots]vatn. Fylgt var gömlum upplöðnum akvegi að rás norðvestan við vatnið. Vegurinn var rofinn á vaði svo ganga þurfti með mýri, Vesturmýri, og sæta lagi við að komast yfir hana til norðurs utan Vesturviks. Annars var forvitnilegt að virða fyrir sér nýtt útsýni þarna til norðvesturs, ólíkt því sem […]

Úr sögu Arnarhóls – Árni Óla

Arni Óla skrifar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1958 um „Úr sögu Arnarhóls„: „Nú er byrjað að grafa upp gömlu traðirnar í Arnarhólstúni. Er því ekki úr vegi að rifja upp gamlar minningar frá þessum stað. Arnarhóls er fyrst getið í Landnámu, ekki sem jarðar, heldur sem örnefnis. Ingólfur Arnarson varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð, er […]