Entries by Ómar

Reykjanes – Hringferð 14 – Vatnsskarð – Straumsvík

14. Vatnsskarð – Straumsvík -Vatnsskarð – fallegur berggangur t.h. og Sveifluháls t.v. Stundum nefnt Markrakagil eða Melrakkagil. Sveifluhálsinn á vinstri hönd og Undirhlíðar á þá hægri. -Malarnám til hvers? Ein af gömlu námunum. Svo virðist sem alltaf þurfi að fara utan í fjöllin á augljósustu stöðunum, en ástæðan er fyrst og fremst aðgengið sem og […]

Reykjanes – Hringferð 03 – Hafnir – Stóra Sandvík

3. Hafnir – Stóra Sandvík Hér kemur flekakennings Alfreds Wegener í góðar þarfir… Flekamót og Flekaskil… Um Ísland liggja flekaskil, þ.e. meginlandsflekarnir reka frá hvorum öðrum. Landið er því að stækka. -Akkeri Jamestown Árið 1881 (26. júní) rak timburskip, Jamestown, upp við við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar í Ósunum gegnt Kotvogi. Það var […]

Reykjanes – Hringferð 10 – Grindavík – Ögmundarhraun

10. Grindavík – Festarfjall – Ögmundarhraun -Haldið frá Grindavík -Þórkatla – þjóðsaga Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. […]

Brú milli heimsálfa

Úti á Reykjanesi er brú, sem komið var þar fyrir. Brúin liggur yfir eina af Kinnagjánum. Brúnin norðan við gjárnar heitir Kinn. Austar er Haugsvörðugjá, þá Hörzl, gígaröð, og Tjaldstaðagjá austan þeirra. Við þessa Kinnargjá er nú bílastæði. Á skilti við brúna stendur: „Samkvæmt plötukenningunni er ysti hluti jarðarinnar – berghvolið – gerður úr 7-8 stórum […]

Örfirisey – áletranir – bein

Laugardaginn 12. maí 2007, kl. 10:35, mátti sjá eftirfarandi bókin í Dagból lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: „Útkall, óskaði P.G. útivarðstjóri eftir aðstoð TD vegna tilkynningar um fundar á hugsanlegum mannabeinum við olíutankana við Granda. Tilkynnandi vísaði okkur á staðinn sem merktur er á minjaskrá Árbæjarsafns og um var að ræða eitt langt og mjótt bein sem […]

Húsin í Reykjavík á 19. öld

Eftirfarandi lýsing á húsum Reykjavíkur birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1949: „Þegar Reykjavík fekk kaupstaðar-rjettindi, fór fram útmæling á verslunarlóðinni, sem var aðeins „Kvosin“, milli sjávar og tjarnar, milli Grjótahæðarinnar og læksins. Auk þess voru henni lögð tún Hólakots og Melshúsa. En aðrar hjáleigur jarðarinnar Reykjavík: Landakot, Grjóti, Götuhús, Stöðlakot og Skálholtskot urðu utan við […]

Sel í fornum ritum

Í „Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju„, er kafli eftir Finn Jónsson undir yfirskriftinni „Bæjarnöfn á Íslandi“. Þar fjallar hann m.a. um hugtökin „sel“ og „stekk„: „sel merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins […]

Gamli-Kaupstaður – Arnarbæli

Gengið var að Kirkjuvogsseli og þaðan að Arnarbæli um Sauðhól. Þá var ætlunin að taka stefnuna til norðausturs að Gamla-Kaupstað. Staðurinn hefir gjarnan verið settur í samhengi við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og að þar kynni að hafa verið áningarstaður. Í norðaustur frá honum átti að vera, skv. örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks […]

Miðdalskot (Borgarkot)

Gengið var um hið gamla bæjarstæði Miðdalskot sunnan við Hafravatn. Gæsaflug og mófuglasöngur gáfu lífvana tóftunum mikilvægt hlutverk í umhverfismyndinni. Grunur hefur verið um að hér sé reyndar um tóftir svonefnds Borgarkots að ræða. Í Jarðabókinni 1703 er, auk Miðdals, á þessu svæði taldar upp jarðirnar Vilborgarkot, Helliskot og næst Miðdal bæirnir Borgarkot, Búrfell og […]

Kastið – Görnin

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli. Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa […]