Örfirisey

Laugardaginn 12. maí 2007, kl. 10:35, mátti sjá eftirfarandi bókin í Dagból lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: “Útkall, óskaði P.G. útivarðstjóri eftir aðstoð TD vegna tilkynningar um fundar á hugsanlegum mannabeinum við olíutankana við Granda. Tilkynnandi vísaði okkur á staðinn sem merktur er á minjaskrá Árbæjarsafns og um var að ræða eitt langt og mjótt bein sem stóð út úr hól. Beinið aflaga og tilheyrir ekki skepnu sem gengur upprétt. Ekki frekari aðgerðir af hálfu lögreglu.”

Hóllinn í Örfirisey

Í framhaldi af því var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn til Árbæjarsafnsins: “Getur þú sagt eitthvað um nefndan stað – hvers vegna hann er á minjaská Árbæjarsafns?” Anna Lísa Guðmundsdóttir svaraði f.h. safnsins: “Þarna eru skráðar bergristur sem eru á klöppunum. Ef þetta eru dýrabein þá er örugglega eitthvað meira þarna í hólnum.” Með fylgdu nánari upplýsingar úr SARPI: “Í minjaskrá Árbæjarsafns er getið um 3-4 m háa klöpp, um 100 m2, er skagar út í sjó norðan við olíugeymanna í Örfirisey. Þær eru frá ýmsum tímum og eru víða á klöppinni og nokkrum stórum steinum. Margar þeirra eru nú máðar af ágangi sjávar. Risturnar eru mjög misdjúpt ristar. Hér er ekki getið nafna eða ártala rista eftir síðustu heimsstyrjöld, en þær eru allmargar. Um 6-7 m. sunnan við flæðamálið er rista: HSH – 1828.”

Beinið í hólnum

Jafnframt kom fram að svokallaður Apótekarasteinn á að hafa verið fluttur á sínum tíma frá Örfirisey til Árbæjarsafns. Er hann við húsið Þingholtsstræti 9 á Árbæjarsafni. Á steininn er klappað HCB. A 1?91. Í Safni til sögu Reykjavíkur 1786-1836, bls. 64-65, er getið um Mimore Morti-steininn, en hann var fluttur úr Örfirisey í Árbæjarsafn 1977 og stendur nú vestan við Vopnafjarðarhúsin í safninu. Árið 1981 töldust 10-20 ristur vera á klöppunum í Örfirisey, en 1994 höfðu fundist a.m.k. 43 slíkar.
Þegar staðurinn var skoðaður nánar kom í ljós að honum hafði verið hlíft einhverra hluta vegna. Mikill sjóvarnargarður er með allri ströndinni, nema á stuttum kafla ofan við klappirnar. Í garðlínunni er gróinn lágur hóll með grasi efst og mold undir. Í hann er rekinn fótur með skilti frá Árbæjarsafni. Í moldinni vottar fyrir hleðslum að austanverðu. Bein stóð út úr hólnum, sem sjórinn hefur náð að naga.

Ristur á klöpp

Myndir voru teknar á vettvangi og ein þeirra send starfsmanni á Keldum með spurningu um af hvaða dýri beinið gæti verið.
Líklegt má telja að sléttur klapparhóllinn eigi sér einhverja sögu, auk þess sem gömul lending virðist vera þarna skammt austar. Önnu Lísu voru því sendar myndir af vettvangi með von um nánari upplýsingar. Þær komu líka um hæl: “Þetta var næstvestasta eyjan í Kollafirði, nú tengd með land fyllingu. Talið er að Örfirisey hafi allsnemma orðið sjálfstæð jörð en litlum sögum fer af henni framan af. Þess er þó getið í heimildum frá 1397 að Víkurkirkja hafi átt þar ,,landsælding” og selalátur. Bendir hið fyrrnefnda til að kornyrkja hafi þá verið í eyjunni því landslæðingur mun þýða akurland. Örfirisey var eign klaustursins í Viðey en þó ekki fyrr en tiltölulega skömmu fyrir siðaskipti eftir því sem best er vitað. Síðan varð eyjan konungseign eins og aðrar klausturjarðir. Í Jarðarbókinni frá 1703 eru, auk aðalbýlisins sem stóð norðarlega á eyjunni, taldar fjórar hjáleigur. Þar kemur fram að vatnsból sé í ,,…lakasta máta, þrýtur bæði sumar og vetur og þarf þá að sækja vatn til lands á skipum að sækja eður sæta sjávarfalla að þurr megi ganga um fjörurif það sem kallað er Grandi”( Árni Magnússon og Páll Vídalín 255). Nokkru seinna eru býlin í Örfirisey orðin níu… Þegar hafnar gerðin Apótekarasteinninnhófst 1913 var lagður grjótgarður eftir Grandanum út í eyjuna. Var grjótið flutt á járnbraut sem lögð var sérstaklega í þessu skini frá Öskjuhlíð að Granda.”
Gróni hóllinn á klöppunum er ekki stór og væri tilvalið viðfangsefni fyrir fornleifafræðing að skoða hann nánar.
Elsta og fallegasta áletrunin er sennilega rituð af Hendrik Handsen sem var verslunarmaður í Örfirisey á dögum Kóngsverslunarinnar. Hendrik þessi hafði áður verið kaupmaður á Básendum en hraktist þaðan eftir sjávarflóðið 1799. (Skv. Árna Óla – Gamla Reykjavík)

Reykjavík

Skólavörðuholt og eyjarnar utan Reykjavíkur.