Entries by Ómar

Ómarkviss vinnubrögð og ósamræmd

Í nágrenni Stóru Eldborgar undir Geitahlíð hefur verið komið fyrir fjórum skiltum. Það stærsta er við bílastæðið neðan við Eldborgina, annað minna er við bílastæðið nálægt Litlu Eldborg, þriðja við dysjar Krýsu og Herdísar neðst í Kerlingardal og það fjórða efst á Deildarhálsi við gömlu Herdísarvíkurgötuna. Skiltin fjögur virðast vera á vegum Umhverfisstofnunar (óskilgreind staðsetning […]

Stjörnugerði í Heiðmörk – skilti

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins. Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins. „Þetta er sett upp eins […]

Eldborgir undir Geitahlíð – skilti

Við bílastæði Stóru Eldborgar við gamla Herdísarvíkurveginn undir Geitahlíð er skilti með yfirskriftinni „Eldborgir undir Geitahlíð“ og eftirfarandi upplýsingum: „Stóra og Litla Eldborg eru syðstu eldvörp á yfirborði í Brennisteinsfjallakerfinu. kerfið hefur verið virkast af eldstöðvakerfum Reykjaness á nútíma (síðustu 12.000 ár). Eldborgrinar eru myndarlegir gjallgígarr sem mynduðust í skammvinnum gosum á hringlaga gosopum eða […]

Litla Eldborg – skilti

Við bílastæði nálægt Litlu Eldborg undir Geitahlíð, neðan gamla Herdísarvíkurvegarins er skilti. Á því eru eftirfarandi upplýsingar: „Litla Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti 1987. Hér er ekki bara einn gígur, heldur 350 m long röð gjall- og klepragíga sem nær upp að Geitahlíðum. Talið er að gosið hafi verið fyrir um 5000 árum. Hraunið úr […]

Dysjar – skilti

Við dysjar Krýsu og Herdísar við Herdísarvíkurgötuna undir Geithlíð, neðst í Kerlingadal,  er skilti með eftirfarandi upplýsingum: „Í þjóðsögum er talað um systurnar Herdísi og Krýsu sem bjuggu á bæjunum Herdísarvík og Krýsuvík. Þær áttu í illdeilum, m.a. um landamerki og veiðihlunnindi á svæðinu. Svo langt gengu þessi illindi að þær heittust við hvo aðra […]

Ýmislegt frá Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1944 er grein um „Ýmislegt frá Krýsuvík„. Fyrst segir frá Krýsuvík hinni fornu: „Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum […]

Landareign Krýsuvíkur I og II

Í blaðinu Reykjanes árið 1943 eru tvær greinar um „Landareign Krýsuvíkur„: „Grein þessi, um „Landareign Krýsuvíkur“, sem hér birtist, er ætlast til að sé Nr. 1. í greinaflokkinum um Krýsuvík, en greinin sem birtist í 6. tbl. Reykjaness verði Nr. 2. Í næsta blaði mun koma þriðja greinin undir fyrirsögninni „Ýmislegt frá Krýsuvík“. Í embættisbókum […]

Aðrar Dimmuborgir – í Ögmundarhrauni

„Suðurhluti Reykjanesskaga er ekki í alfaraleið. Þjóðbrautin liggur tugi kílómetra frá, og því hefur svo verið lengi að fáir ferðamenn hafa lagt leið sína til þessa landshluta. Það verður að teljast miður, ef höfð er í huga sú merkilega en jafnframt hrikalega náttúrufegurð sem þar gefst að skoða. Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án […]

Hjáleigur Krýsuvíkur

Í blaðinu Reykjanes birtist árið 1943 frásögn um „Hjáleigur Krýsuvíkur„: „Þar sem nú er í ráði að sýslufélag vort eignist nokkurn hluta af Krýsuvíkurlandareign, sem afréttarland, virðist ekki úr vegi að blað vort flytji nokkurn fróðleik um þá víðlendu jarðeign. Höfum vér aflað oss nokkurra gagna um þetta mál hjá vel kunnugum manni, og munum […]

Ögmundarhraun

Krýsuvíkureldar voru tímabil stöðugrar eldvirkni í sprungusveim sem kennt er við Krýsuvík á Reykjanesskaga. Eldarnir hófust um miðja 12. öld, líklega árið 1151 og benda ritaðar heimildir til þess að þeim hafi lokið árið 1188. Hraun sem runnu í Krýsuvíkureldum eru Ögmundarhraun, Mávahlíðahraun og Kapelluhraun. Fjórir aðskildir hraunflákar mynduðust smám saman í Krýsuvíkureldunum þótt hraunið […]