Entries by Ómar

Kópavogur – minnismerki

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Kópavogi: Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662 Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum. Friðrik III Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók […]

Garðabær – minnismerki

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Garðabæ: Alfred Wegener – Landrekskenningin Minnismerki um Alfred Wegener og „Landrekskenningu“ hans er fremst á Arnarnesi .Alfred Wegener setti landrekskenningu sína fram á árunum 1908-1912. Hann hafði veitt því eftirtekt að strendur meginlanda, einkum Afríku og Suður-Ameríku, falla býsna vel hvor að annarri. Hið sama átti […]

Reykjavík – minnismerki

Hér á eftir verður fjallað um helstu minnismerkin í Reykjavík: Reykjavík 200 ára afmæli Þann 18. ágúst 1986 var haldið upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70 – 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra […]

Hnúkar – Hnúkavatnsstæði – tóftir – Hnúkahellir

Gengið var um Hnúkana á Selvogsheiði. M.a. var ætlunin að skoða hellisskúta undir Austurhnúkum, skoða tóftir og mannvistarleifar í skúta við þær, ganga um Hnúkavatnsstæðið og síðan halda suður með Efstahnúk og í sveig að upphafsstað um Neðstahnúk. Hnúkarnir eru eldborgir á háheiðinni og eru í Neslandi. Hnúkar skiptast í Austurhnúka og Vesturhnúka. Austurhnúkar eru […]

Herdísarvík í Selvogi

Eftirfarandi fróðleikur um „Herdísarvík í Selvogi“ birtist í Morgunblaðinu í janúar árið 2000. „Þéttbýlisbúar á Suð-Vesturhorni landsins þurfa ekki að leita ýkja langt til að komast í snertingu við stórbrotið landslag. Að sumarlagi leggja m.a. ýmsir leið sína suður í Reykjanesfólkvang, þar sem hið mikla land, er liggur undir Krýsuvík, laðar til gönguferða og skoðunar. […]

Sólarjólaljós á Reykjanesskaga

FERLIR fékk senda eftirfarandi frásögn skömmu eftir áramót 2012-2013: „Ég sendi lýsingu á ótrúlegri, stórkostlegri ljósadýrð á svæðinu á milli Þorbjarnar og Þórðarfells föstudaginn 14. desember 2012. Það var föstudaginn 14. desember 2012 sem ég var staddur á Grundartanga í Hvalfirði í ákaflega góðu veðri, landið skartaði sínu fegursta með sólina í aðalhlutverki, birtan sérstök, sólin […]

Væringinn mikli; Einar Benediktsson

Gils Guðmundsson ritstjóri hefur tekið saman mikið verk um þjóðskáldið og að hafnamanninn Einar Benediktsson, og nefnist bók hans „Væringinn mikli – ævi og örlög Einars Benediktssonar„. Margt hefur verið skrifað um þennan stórbrotna og fjölhæfa jöfur orða og athafna, sem oft var langt á undan samtíð sinni. Hér er því víða leitað fanga til […]

Fram af Grindavíkurslóð – Gísli Brynjólfsson

Sr. Gísli Brynjólfsson skrifaði um „Grindavíkurhverfin“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1967: „Fljótlega eftir að fólk tók sér bólfestu í Grindavík, hafa þar byggst einar sex sjálfstæðar jarðir auk Ísólfsskála, sem er drjúgan spöl austan við aðalbyggðina. Í rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270 er getið bæði um Járngerðarstaði og Þorkötlustaði. Í landi þriggja þessara jarða hafa svo […]

Eldborgir – Krýsuvíkurhraun

Gengið var upp á Stóru-Eldborg undir Geitahlíð, niður hrauntröð suðaustur úr megingígnum, beygt að Litlu-Eldborg, horft niður um gígopið og síðan gengið niður mikla hrauntröð til suðurs í Krýsuvíkurhraun. Eftir að hafa fylgt tröðinni nokkurn spöl, var gengið yfir hraunið til austurs og síðan norðurs, uns komið var í aðra stóra hrauntröð úr gígunum. Hún […]

Helgistaðir við Hafnarfjörð – saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi

Á árinu 2014 kom út þríritið „Helgistaðir við Hafnarfjörð – saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi„, þ.e. ritverk í þremur bindum saman í öskju. Í aðfaraorðum ritnefndar, skipuð Jóanatni Garðarssyni, Sigurjóni Péturssyni og Gunnþóri Þ. Ingasyni, segir m.a.: „Ritverk það, sem hér liggur fyrir, er samið að tilhlutan sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju í tilefni þess að árið […]