Entries by Ómar

Á fornum slóðum – Gísli Sigurðsson

Gísli Sigurðsson skrifaði grein í Fjarðarfréttir árið 1969 undir fyrirsögninni „Á fornum slóðum„: „Eftir að Gvendur góði hafði um árabil verið barinn til bókarinnar, gerðist hann prestur. Hann gerðist andheitari öðrum kennimönnum og ölmusubetri, svo að fáir fóru tómhentir af hans fundi. Hann fór víða um land og vígði björg og vöð, sem hættuleg höfðu […]

Bláfjallafólkvangurinn, lega hans, stærð og mörk

Fjallað er um „Bláfjallafólkvang“ í Morgunblaðinu árið 1983. Þar segir m.a. um fólkvanginn, legu hans, stærð og mörk: „Þess verður vart, þegar menn ræða sín á milli um fólkvang þennan, að þeir gera sér ekki fyllilega grein fyrir því svæði sem hann nær yfir. Um þetta efni er stuðst við fyrrnefnda grein Kristjáns Benediktssonar í […]

Grindavík – breytingar á 80 árum

Í grein í ritinu ÆGIR árið 1929, eða fyrir nákvæmlega 80 árum, má sjá hvernig útgerð báta var og hafði verið háttað í Grindavík allt til þess tíma. Síðan eru ekki liðin svo mörg ár, en þrátt fyrir það muna fáir núlifandi Grindvíkingar tímann fyrir hafnargerð (um 1930). Segja má að skrásetjari hafi verið að setja á blað […]

Bláfjöll – gígaröð

Gengið var upp með vestanverðu Stóra-Kóngsfelli austan við hraungíginn Eyra. Stefnt var að því að komast í Litla-Kóngsfell, en í því vestanverðu er Dauðsmannsskúti þar sem maður varð úti. Haldið var á bratt hraunflæmið þar sem það kemur í breiðum fossi fram af hlíðinni norðvestan við fellið. Nokkur myndarleg op eru í hlíðinni og líklegt […]

Hafnir – landnámsskáli

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni. Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til […]

Stekkjarkot

Bærinn Stekkjarkot er við Njarðvíkurfitjar, milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur. Stekkjarkot var síðasti torfbærinn í byggð, í Njarðvík. Bærinn var að miklu leyti reistur úr torfi og grjóti. Búið var á bænum í um þrjátíu ára skeið en þó með hléum, á árunum 1857 til 1924. Stekkjarkot var þurrabúð og þar lifði fólk á sjósókn. Þurrabúð […]

Núpastígur – Núpasel – Skógarvegur – Valhnúksskarð

Núpar eru önnur af tveim landnámsjörðum í Ölfusi, samkvæmt Landnámu. Þar var kirkja um tíma. Segja sumir að enn móti fyrir henni í hlíðinni ofan bæjanna. Ormur hinn gamli nam neðsta hluta Grafnings og efsta hluta Ölfuss. Mörk milli landnáma Orms og Álfs egzka voru um Varmá, sem er framhald Hengladalsár. Landnám Álfs hefur náð […]

Kross og kapella

„Suður í hinum kaþólsku löndum Evrópu eru sums staðar litlar kapellur við vegi, einkum í fjöllum eða þar sem torleiði þykir. Þessar kapellur eru til þess ætlaðar, að vegfarendur geti farið þar inn og beðizt fyrir. Sums staðar eru látin nægja lítil ölturu eða jafnvel krossar einar. Allt þetta hefur líka verið tíðkað hérlendis. Enn […]

Býjasker – Bæjarsker?

Í Faxa 1980 spyr Skúli Magnússon „Hvort er réttara; Býjasker eða Bæjarsker?„ „Halldóra á Bæjarskerjum sendi Faxa pistil um örnefnið Bæjarsker, sem birtist í 2. tbl. 1980. Hallaðist hún jafnvel að því að kalla eigi jörðina Býjasker. Vitnar hún þar í nokkrar heimildir frá seinni tímum máli sínu til stuðnings. Meðal annars til ritgerðar eftir […]

Esjan – leiðir og saga

Um var að ræða FERLIRsferð nr. 1500. Ákveðið var að ganga mögulegar leiðir upp og niður Esjuhlíðar, auk hinnar alþekktu gönguleiðar með Mógilsá á Þverfellshorn. Fyrst verður fjallað svolítið um þá síðastnefndu, bæði vegna hversu vinsæl hún er og fjölfarin, en jafnframt ofmetin í ljósi annarra möguleika. Um er að ræða gönguleið frá bílastæðinu við […]