Entries by Ómar

Hlöðnu húsin í Hraunum – Jónatan Garðason

Jónatan Garðarsson skrifar um „Hlöðnu húsin í Hraunum“ á vef Hraunavina árið 2002: „Rétt vestan við Straumsvík var nokkuð þéttbýlt um aldir enda var búið á einum 12 smábýlum þegar mest var. Jarðirnar báru ekki mannmörg heimili en þar var engu að síður gott að búa á meðan fólk gat sinnt búskap og sjósókn jöfnum […]

Básendar – letursteinar II

Básendar var verslunarstaður fyrr á öldum. Nú virðist við fyrstu sýn fátt sem minnir á verslunina, en ef betur er að gáð má sjá ýmislegt henni tengdri, t.d. áletranir á klöppum. Nefndar áletranir eru flestar í Arnbjargarhólma, vestan Básendahafnar (Brenntorfuvíkur). Á háhólmanum má bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel er leitað, má sjá slíkar […]

Kálfsdalur – Hákinn – Rauðhamar

Félagar í Starfsmannafélagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengu gamla leið á Esjuna, áleiðis upp á Þverfellshorn. Núverandi göngleið liggur frá bílastæðinu undir Esjuhlíðum, upp í gegnum Þvergil og áfram um Einarsmýri, en gamla leiðin lá í gegnum Skógræktina, skógsvæðin í Kálfsdal er skiptist í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal og áfram upp grónar brekkuskriður. Heitir sú brekka Hákinn. […]

Búri I

Fyrir tólf árum [skrifað 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrásina og skoðaði hann vel og vandlega, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað […]

Þorbjarnarfell – Camp Vail

Eftirfarandi um ratsjárkampinn á Þorfjarnarfelli ofan Grindavíkur má lesa í bók Friðþórs Eydals „-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950„: „Vegalagning upp á Þorbjörn hófst í byrjun október 1941. Þar voru að verki liðsmenn byggingarsveitar flughersins bandaríska, þeirra sömu og síðar starfaði við lagningu flugvallanna við Keflavík, og heimamenn í Grindavík sem ráðnir voru til […]

Búri – Gjögur – Fjallsendahellir – Árnahellir

Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli. Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs […]

Búri – fyrsta sinni

Fyrir tólf árum [skráð 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrás mikils jarðfalls og skoðaði hann það vel og vandlega, bæði til norðurs og suðurs, en ekki var að sjá að framhald væri á […]

Ingólfur útvegsbóndi I

Eftirfarandi um „Upphaf útgerðar í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1986: „Ingólfur útvegsbóndi bóndi í Vík hefur ekki getað komizt með yfir hafið þann kvikfénað, sem nægt gæti heimilisfólki hans og því hefur það verið hans fyrsta verk að senda þræla sína á sjó á eftirbátnum, en svo hétu þeir bátar, sem landnámsmenn og landafundamenn […]

Hellisgerði – Jónatan Garðarsson

Jónatan Garðarsson skrifaði eftirfarandi um „Hellisgerði“ á vef Hraunavina árið 2002: „Hellisgerði er skrúð- og skemmtigarður Hafnarfjarðar vestan Reykjavíkurvegar, norðan Hellisgötu og sunnan Skúlaskeiðs. Hellisgerði er nefnt eftir Fjarðarhelli sem er fyrir miðju garðsins. Þegar bændur úr Ölfusi og Selvogi komu í kaupstað til Hafnarfjarðar fyrr á öldum áttu þeir það til að slá upp […]

Ingólfur útvegsbóndi II

Eftirfarandi frásögn um „Sjósókn í Reykjavík“ birtist í Sjómannadagsblaðinu árið 1991: „Ósagt skal látið hvernig skipakostur var til sóknar við Flóann á Þjóðveldisöld, þegar bændur voru öflugir og gátu efnt til stærri skipa en á svörtu öldinni, sem heimildir ná til. Litlar heimildir eru um sjósókn úr Reykjavík fyrri alda, sem var spildan frá Rauðará […]