Entries by Ómar

Húshólmi – ferð með umhverfisráðherra

Haldið var sem leið lá í gegnum Grindavík með stefnu á Húshólma í Ögmundarhrauni. Staðurinn er einstakur í sinni röð; fornar tóftir, garðar, borg, grafreitur og fleira frá upphafi Íslandsbyggðar. Upplifunin við að heimsækja Húshólma er slík að sérhver, sem það gerir, gleymir henni ekki svo glatt. Þarna er t.d. forn skáli, sem Ögmundarhraun umlukti […]

Árbær og nágrenni – sagan

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur 2017 er fjallað um „Borgarhluta 7 – Árbæ„. Þar segir m.a.: Staðhættir og örnefni Svæðið sem hér er til umfjöllunar einkennist af holtum og ásum, árhólmum og ísaldaráreyrum. Á milli Árbæjar- og Breiðholts er Elliðaárdalur og um hann falla Elliðaárnar. Þær eiga upptök sín í Elliðavatni og falla til sjávar í […]

Krýsuvík – vinnuskólinn I

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garða-kirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benedikts-syni bréf í janúar 1933 og […]

Hálshögg í Straumi

Í bókinni „Neistar – úr 1000 ára lífsbaráttu íslenskrar alþýðu“ eru ýmsir mannlífsþættir. Einn fjallar um afleiðingar af aftöku Jóns Arasonar og tengist Straumi. Textinn er tekinn upp úr Grímstaðaannál. Jafnan hefur því verið haldið á lofti að kapellan í Kapelluhrauni hafi tengst því atviki, en þar er um misskilning að ræða. Í Þjóðsögum Jóns […]

Útilegumannabústaðir í Lækjarbotnum og í Engidal

Í Lækjarbotnum er hellir skammt ofan við tóftir Örfiriseyjasels. Þar munu þau Margrét Símonardóttir og Eyvindur Jónsson hafa hafst við um tíma á ofanverðri 18. öld. Þau höfðu verið strýkt veturinn fyrir og látin þá laus, en tóku sig saman, þá voraði og lögðust á nýju á fjöll segir í Setbergsannál, ÍA IV, 119-1220.  Dauðadómurinn […]

Frá Valahnúk til Seljabótar – Guðsteinn Einarsson II

Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax. Draumurinn var á […]

Merkinessel – Miðsel – Möngusel

Í örnefnalýsingu Merkiness segir m.a.: „Upp frá Merkineslægðum og sunnan Arnarbælis hækkar landið ört , og austur undir mörkum rísa nokkrir brattir hólar gróðurlausir, sem nefndir eru Norður-Nauthólar. Í suðvestur frá þeim, miðja vegu að merkjum, er graslendi nokkuð, þar sem landið er einna hæst.  Þar mót norðvestri má sjá tóftir, sem nefndar eru Merkinessel.  […]

Sellátur

Örnefnin „látur“ og „sel“ eru víða við Reykjanesskagann, s.s. Selsker, Selhella og Sel[ja]vogur] og Selhelluvogur í Ósum, Selsker við Sandgerði (Fuglavík), Selvík við Hólmsberg, Látrar og Láturtangar við Hvassahraun, Selatangar austan Ísólfsskála, Selalátur á Selatöngum, Látur og Litla- og Stóra-Látraflöt fremst á Þórkötlustaðanesi, Selaklettar við Garð að auðvitað að Selvogi ógleymdum. Örnefnin Selsker og Selatangar […]

Grímastaðir (Grímsstaðir) – Litla-Hrauntún – Hrafnabjörg

Ofan við Þingvallaskóga er getið um tvö býli; Litla-Hrauntún og Hrafnabjörg. Litlar sögur fara af býlum þessum er þó er hið síðarnefnda talið miklu mun eldra eða allt frá fyrstu tíð. Ætlunin var að leita að og skoða hið gamla bæjarstæði Litla-Hrauntúns og fornbýlistóftir Hrafnabjarga undir samnefndu fjalli norðaustan Þingvalla. Tóftunum var síðast lýst skömmu […]

Ólafsvarða

Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, millum hennar og Stóru-Aragjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring, ólík hinum. Hún sést ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin […]