Entries by Ómar

Skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps – Árni Óla

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Árni Óla um „Skilnað Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps“ í sögulegu samhengi. Spurning Árna er hvers vegna, þrátt fyrir allar tilfæringarnar á landamerkjum, geti landnámið Vík ekki verið í dag eitt og hið sama. „Upphaflega var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, […]

Þórkötlustaðahverfi – örnefna- og söguskilti

Ætlunin var að afhjúpa örnefna- og söguskilti í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Á árinu 2006 var afhjúpað sambærilegt skilti í Járngerðarstaðahverfi með sérstaka áherslu á sögusvið „Tyrkjaránsins“ 1627. Austustu einingu þeirra þriggja stoða er Grindavík hefur byggt afkomu sína á í gegnum aldir verður nú gerð skil í máli og myndum. Markmiðið er að áhugasömum bæjarbúum og gestum […]

Fjara rísandi sólar

Fjaran er jafnan spennandi athugunar- og viðfangsefni þeirra er kunna að líta sér nær. Fyrir utan margsmáþætt dýralífið er umhverfið í heild ekki síður áhugavert; ólíkar steinafurðir Ægis frá mismunandi bergmyndunum í tímans rás, endurspeglun litbrigða himinsins, ásýnd sólar, innskot gróðurs og margvíslegar leifar mannanna – allt skapar þetta síbreytilega, en jafnframt forvitnilega, ásýnd hversdagsins… […]

Miðfellsfjárhellir – Ródólfsstaðir

Á loftmynd má sjá gróna flöt vestarlega á svonefndum Mosum ofan við Miðfell í Þingvallahreppi. Að flötinni liggur forn gata upp frá bænum. Auk hennar má sjá nokkrar aðrar götur er liggja ýmist til norðurs og suðurs eða austurs og vesturs. Í Friðlýsingaskránni frá 1990 stendur m.a. þetta um friðlýstar minjar ofan við Miðfell: „Miðfell. […]

Geldinganes II

Minjar má finna á nokkrum stöðu í Geldinganesi. Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: „Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. Meðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og […]

Um hraun og ása – Árni Óla

Árni Óla skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1946 „Um hraun og hálsa“: „Fyrir sunnan og austan Hafnarfjörð oru nokkrir dolerításar með stefnu frá norðvestri til suðausturs og dalir á milli. Í grjótinu í ásum þessum er mikið af „olivirí“, gulum krystöllum, og heldu útlendingar lengi vel, að hjer væri um sjerstaka tegund af grjóti að […]

Geldinganes I

Geldinganesið er og hefur verið vanrækt sögu- og minjasvæði. Ástæðurnar eru sennilega af tvennum toga, annars vegar þeirri að Nesið hefur verið lítt aðgengilegt og hins vegar að minjar hafa þar lítt verið skráðar að einhverju marki.  Eina skráningin, sem átt hefur sér stað, er vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar og þeir aðilar er þar hafa verið […]

Ögmundarhraun, Hellnahraun, Óbrinnishólahraun og Kapelluhraun

Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu grein í Jökul árið 1991 um „Kapelluhraun og gátuna um aldur Hellnahrauns„: „Fjórir aðskildir hraunflákar mynduðust í Krýsuvíkureldum. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó. Næst norðan við það er lítið hraun sem mnnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. […]

Vallasel

FERLIR hefur áður leitað og verið með tilgátur um staðsetningu Vallasels í Ölfusi (Hveragerði). Þar sem Hengladalsá fellur niður af fjallinu norðan við Kamba rennur hún á mótum hrauns og fjalls og fellur í allháum fossi niður í Nóngil en það er gljúfur, sem skorist hefur djúpt niður í berglögin. Ofan við fossinn koma fram […]

Vatnsleysuheiðarbrú (Svívirðingin) – Reykjavík að Vogum 1890

Eftirfarandi lýsing á leiðinni milli Reykjavíkur og Voga birtist frá vegfarenda í Ísafold árið 1890 undir fyrirsögninni „Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa“. Nefnir hann „Eiríksveginn“ svonefnda á Vatnsleysu- og Flekkuvíkurheiði „Vatnsleysuheiðarbrú“ eða „Svívirðinginn“ öðru nafni. „Ég las um daginn í Ísafold um póstveginn í Árnessýslu; og datt mér þá í hug, að einnig mætti […]