Entries by Ómar

Suðurreykjasel – Húsadalur

Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé „selstaða góð“. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að „norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur. Í Forarmýri sést móta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan […]

Suðurnes á Seltjarnarnesi

Þegar gengið er um Suðurnes norðvestast á Seltjarnarnesi ber margt forvitnilegt fyrir augu. Golfvöllur þarlendra er á Nesinu, en umleikis hann með allri ströndinni er göngustígur sem varinn hefur verið með sjóvarnargarði svo Mar geti ekki gengið upp á völlinn. Á vefsíðu golfklúbssins Ness sést m.a. þetta um svæðið: „Í upphafi var golfvallarstæðið á helmingi […]

Hjallasel I og II

Hjallasel í Ölfusi hafa jafnan reynst áhugasömu fólki erfið leitar og staðsetningar. En fyrst svolítið um „sel“. Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju frá 1856 má lesa eftirfarandi um örnefnið „sel“: „Sel merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á […]

Kúagerði – varða

Þeir, sem fara um Reykjanesbrautina, veita gjarnan reglulega hlaðinni vörðu athygli þar sem hún stendur við Vatnsleysuvíkina ofan við Kúagerði, norðan brautarinnar. Varða þessi var hlaðin að frumkvæði Áhugahóps um bætta umferðarmenningu í byrjun sumars 1990 til minningar um þá sem látist höfðu eða slasast alvarlega í umferðinni á Reykjanesbrautinni. Þessi kafli brautarinnar hafði sérstaklega […]

Stjórnarráðshúsið – byggingarsaga

Á vef Stjórnarráðsins er „Ágrip af byggingarsögu Stjórnarráðshússins“ eftir Þorsteinn Gunnarsson: „Hugmynd um byggingu hegningarhúss á Íslandi mun fyrst hafa komið fram árið 1734, þegar stiftamtmaður bauð amtmanni að reifa málið á alþingi í framhaldi af konungsbréfi um fangavist í stað líflátshegningar áður. Amtmaður taldi það annmörkum háð að koma hér á fót slíkri stofnun, […]

Þórkötludys – Klöpp

Eins og fram kom í lýsingu í FERLIR-822 (Klöpp) var gengið fram á slökkviliðsstjórann í Grindavík á Klappartúninu með fornleifaskrá fyrir Þórkötlustaðahverfi undir höndum. Þegar að var gáð stóð þar á einum stað um dys Þórkötlu; „Á túninu austan við bæinn [Klöpp] er hóll; Þórkötludys. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hún er“. Kunnugt er að […]

Mela-Seljadalur – Melasel – Tindstaðadalur – Tindstaðasel

FERLIR hefur þegar fundið í heimildum og staðsett 250 selstöður í fyrrum landnámi Ingólfs. Ekki er þar með sagt að láta skuli staðar numið. Ekki eru nema 3 ár síðan eitthundraðasta selstaðan var staðsett svo ýmislegt hefur áorkast síðan – aðallega vegna þrautseigju og dugnaðar þátttakenda. Ljóst er og að ekki eru enn öll kurl […]

Tóftin á Háleyjum

Í sunnanverðri Háleyjabungu, ofan Háleyja á sunnanverðum Reykjanesskaga, milli Krossavíkur (Krossavík/Krossvík) og Sandvíkur, milli Grindavíkur og Reykjaness, er tóft. Hún er um 180×420 að innanmáli, hagalega hlaðin úr grjóti. Í dag er tóftin að mestu leyti fallin saman, en þó mótar enn fyrir rýminu og útlínum hennar. Dyr eru mót suðri. Elstu menn muna eftir […]

Nýjasel – Pétursborg – Ara(hnúks)sel – Gjásel – Vogasel – Brunnastaðasel – Hlöðunessel – Hólssel

Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels. Nýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur […]

Hafnarfjörður – síðari hluti 19. aldar

„Um aldamótin 1900 byggði framfærsla flestra sem bjuggu í námunda Hafnfijarðar á sjósókn og búskap. Allt framundir seinustu áratugi 18. aldar reru menn til fiskjar á opnum bátum, en Bjarni Sívertsen hafði gert út þilskip frá Hafnarfirði á velmektarárum sínum rétt eftir 1800 en hann lést 1833. Um 1860 bjuggu 343 menn við Hafnarfjörð og […]