Entries by Ómar

Garðskagavitar

Í Víkurfréttum í septembermánuði 2014 var stutt frásögn um „Garðskagavita“ í tilefni af 70 ára afmæli hans: „Vitinn var formlega vígður þann 10. september lýðveldisárið 1944 en hann var byggður á þremur mánuðum af 10-15 manna vinnuflokki, undir stjórn Sigurðar Péturssonar frá Sauðárkróki. Hinn reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveinssyni verkfræðingi, kom í […]

Garðahraun – minjar og náttúra

Nú (apríl 2009) eru síðustu forvöð að líta á fornminjar og kletta sem Kjarval málaði margsinnis um miðja síðustu öld. Ástæðan er fyrirhuguð lagning nýs Álftanesvegar um hraunin. Að öllu óbreyttu munu framkvæmdir hefjast við veginn innan fárra daga. Jónatan Garðarson hefur fjallað um þennan hluta hraunsins. „Árið 1996 komu fram fyrstu hugmyndir um færslu Álftanesvegar […]

Grímkellsstaðir (fornbýli) – gamla suðurferðagatan – Krókssel – Ingveldarsel

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi kemur fram að „Króksel“ er austan við Kaldá, mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.“ Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar í Árbók fornleifafjelagsins árið 1899 koma fram upplýsingar um Grímkelsstaði, bæ landnámsmannsins, sem síðar settist að á Ölfusvatni. Tóftir fornbæjarins eru rétt norðan við túnið á Krók. […]

Sumardagurinn fyrsti

„Vell spóans er eitt af íslensku sumarhljóðunum og svo flautar hann margvíslega að auki. Útlit er fyrir að sumar og vetur frjósi saman um nánast allt land í ár [2012], samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í Reykjavík er mjög góð spá fyrir sumardaginn fyrsta í ár, það verði sól og fimm stiga hiti og nánast […]

Skógur á Íslandi

Frá því á fyrri hluta 20. aldar hefur áhugasamt fólk og félagasamtök reynt að rækta smáskóga á Reykjanesskaganum. Það hefur gengið þokkalega, sbr. skógana í Undirhlíðum, við Hvaleyrarvatn, Í Gráhelluhrauni, undir Háabjalla, á Baðsvöllum og í Sólbrekkum. Ísland meðal yngstu landa jarðar og það land Evrópu sem seinast byggðist. Önnur lönd voru numin löngu áður. […]

Rauðamelur – myndun og mótun

Í Náttúrufræðingnum 1990 er m.a. fjallað um Rauðamel á milli Grindavíkur og Njarðvíkna. „Reykjanesskagi er mjög mótaður af eldvirkni, en eftir skaganum endilöngum liggur 50-60 km langt gosbelti sem stefnir um það bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar sprungureinar með stefnu 30-40° NA og þar er eldvirkni og upphleðsla hvað mest á nesinu, […]

FERLIRsmerkilegheit

Viðfangsefni FERLIRs er og hefur verið “landnám Ingólfs”, þ.e. allt tiltekið (og afmarkað) svæði landsins í vestur frá Hvalfjarðarbotni og Ölfusárósum. Á vefsíðunni er þegar að finna áhugaverðar upplýsingar um mjög nærtæka staði (í u.þ.b. 20 mínútna fjarlægð íbúanna, ef sjálfrennireiðin er notuð). Úrvalið er ótrúlegt. Sagan spannar tímabilið allt frá landnámi til nútíma. Vanþekkingin ein […]

Landnámabók – upphaf Íslandsbyggðar (Sturlubók)

„Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, […]

Selvogsheiði – Vörðufellsrétt – Girðingarrétt – Staðarsel

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð (Strandarhelli og Bjargarhelli) að Ólafarseli, upp á Vörðufell að Vörðufellsréttinni, í Vindássel og Eimuból, upp í Hellholt og að Girðingarréttinni (Selvogssréttinni gömlu). Þaðan var ætlunin að halda niður í Staðarsel undir Svörtubjörgum og skoða nokkrar óþekktar tóftir í bakaleiðinni um heiðina. Séra Eiríkur Magnússon á Vogsósum fylgdi ferðalöngunum um […]

Kópavogur – minjar og þjóðsögur I

Í Kópavogi eru nokkrir staðir, sem hafa skírskotun til sagna og munnmæla. Þeim hefur flestum verið hlíft við raski. Má þar nefna stekk nálægt Fífuhvammsvegi og sel í Rjúpnahæð. Jafnframt eru í bænum nokkrir staðir s.s. Álfhóll, Víghólar, Borgarholt, Latur og Þinghóll þar sem fyrrum er talinn hafa verið þingstaður. Kórsnesið eða Kársnesið, þar sem […]