Entries by Ómar

Sandgerði – skemmri skírn

Lýsing Sandgerðis einkennist af ESSum, hvort sem litið er til sögu eða staðhátta. Sandgerði er staðsett þar sem Sandgerðisvíkin skerst inn í Rosmhvalanes. Skerjaklasi skilur að Sandgerðisvíkina að sunnan (Bæjarskerseyri), en Sundið er á millum. Sýndist sumum siglingin um það stundum þrautarsund fyrrum. Sjávarströndin er sendin og skerjótt. Steinunn gamla sigldi fyrstur staðarmanna inn á […]

Reykjanesfólkvangur – Reykjaneshryggur

Nýlega fór fram einstaklega áhugavert fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík undir yfirskriftinni „Reykjanesfólkvangur – Reykjaneshryggur“. Fræðslukvöldið var liður í Viðburðardagskrá Grindavíkur 2008. Efni kvöldsins átti einkar brýnt erindi til áhugasamra sveitarstjórnarmanna, en enginn þeirra lét sjá sig. Viðstaddir gestir voru engu að síður mjög ánægðir. Sigrún Helgadóttir líf og umhverfisfræðingur og dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hjá […]

Stekkjarhraun – Nónklettar

Ætlunin var að skoða Stekkjarhraunið (nú á millum Berga og Hlíðar í Setbergshverfi) og leita uppi nokkur örnefni og minjar, sem þar er að finna. Þá átti að ganga upp á Setbergshlíð og skoða svonefna Nónkletta, sem þar eru, eyktarmark frá Urriðakoti. Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan […]

Skjólklettur – Langiklettur – Strýtuklettur – Dirgirabotnar

Í landi Reykjatorfu í Ölfusi í Árnessýslu er örnefnið Dirgirabotnar, mýrarbrúnin þar sem Ölfusborgir standa (Árbók Ferðafélagsins 2003:128). Þar eru einnig tveir Dirgiralækir, syðri og nyrðri, og Dirgiramýri. Örnefnið Dirgirabotnar er í örnefnaskrá Örnefnastofnunar einnig stafsett Dyrgirabotnar með ypsíloni. Ekki verður séð í fljótu bragði hvaða skýringu væri hægt að gefa á örnefnaliðnum Dirgira-. Það […]

Másbúðarhólmi – Hvalsnes – Stafnes – lögréttur

Ætlunin var að ganga út í Másbúðarhólma og síðan suður með ströndinni, um Hvalsness- og Stafnessland að Stafnesvita. Þessi leið geymir fjölda örnefna, minjar, s.s. tvær fornar lögréttur, auk fjölda sagna. Í  skrifum Magnúsar Þórarinssonar: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Hvalsnes“, kemur m.a. ýmisleg fram um þetta svæði. Verður stuðst við hana á […]

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð

Á norðvestanverðri Valhúsahæð á Seltjarnarnesi er stór landamerkjasteinn, sem áður var í fornum landamerkjagarði frá því á 11. öld (að talið er). Garðurinn náði millum jarðanna Ness og Eiðis. Á steininn er klappað „LANDAMERKI„. Á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar 2. júní 2016 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ísland endurmælt með upphafspunkt á Valhúsahæð“: „Eins og fram kom […]

Nýjasel

Ætlunin var að kíkja á Nýjasel í Grafningi, sunnan Mælifells. Gengið var frá Nesjavöllum til austurs yfir Stangarháls um Bletti ofan við Hagavíkurvelli. Upp úr dalnum var haldið áfram austur yfir Hvíthlíð og niður í dalverpi suðvestan Mælifells. Á þessari leið var yfir tvær langhlíðar að fara. Ofanverð Hvíthlíð er sléttur melur á móbergshrygg. Dalurinn […]

Jón Thorarensen – stutt æviágrip

Í greinasafni MBL.is má finna eftirfarandi minningarskrif Valdimars Briem að Jóni Thorarensen gegnum: „Jón Thorarnesen var fæddur 31. október 1902 og dó 23. febrúar 1986. Hann ólst upp í Kotvogi í Höfnum. Þegar sr. Jón var fimm ára, var hann tekinn í fóstur af mikilhæfum merkishjónum í Kotvogi: Katli útgerðarmanni og bónda Ketilssyni og Hildi […]

Djúpborun á Reykjanesi

Djúpborun er framtíðin í háhitarannsóknum, a.m.k. sú nánasta. Hér er um merkilegt þróunarverkefni að ræða, en hafa ber í huga að enginn árangur hefur orðið í orkurannsóknum hér á landi síðustu áratugina nema vegna tilrauna, vonbrigða og sigra á að því er virtist – óyfirstíganlegum vandamálum. Ef ekki hafi verið vegna mistaka, fórna, tilheyrandi kostnaðar […]

Seltún

Hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík er einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn hér á landi – og ekki af ástæðulausu. Óvíða á landinu er litadýrðin meiri á háhitasvæðum en einmitt þarna; margir hverir, bæði leir- og gufuhverir. Upplýsingaskilti er (árið 2009) við bílastæðið, en það er lítið meira en lýti á einstakri náttúrperlu. Upplýsingarnar segja í rauninni ekkert […]