Arnarvatn

Nýlega fór fram einstaklega áhugavert fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík undir yfirskriftinni “Reykjanesfólkvangur – Reykjaneshryggur”. Fræðslukvöldið var liður í Viðburðardagskrá Grindavíkur 2008. Efni kvöldsins átti einkar brýnt erindi til áhugasamra sveitarstjórnarmanna, en enginn þeirra lét sjá sig. Viðstaddir gestir voru engu að síður mjög ánægðir.
Utanvegaakstur í ReykjanesfólkvangiSigrún Helgadóttir líf og umhverfisfræðingur og dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans héldu sinn hvorn fyrirlesturinn um Reykjanesskagann, annars vegar þann hluta hans er fellur undir Reykjanesfólkvang og hins vegar framhald hans til suðurs, Reykjaneshrygginn.
Sigrún lýsti mjög vel núverandi möguleikum Reykjanesfólkvangs, bæði sem víðerni og nálægð við þéttbýliskjarna, og möguleika hans til næstu framtíðar. Fram kom að mikilvægt væri að reyna að skila svæðinu eins óröskuðu og nokkurs væri kostur til komandi kynslóða því verðmæti þess munu aukast í réttu samhengi við ásókn fólks í óspillt umhverfi.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – loftmynd.

Stofnun Reykjanesfólkvangs er samofin sögu náttúruverndar á Íslandi. Framkvæmdir við Grænavatn í Krýsuvík áttu þátt í að menn áttuðu sig á mikilvægi þess að almenn náttúruverndarlög giltu í landinu. Hugmynd að stofnun fólkvangs á Reykjanesi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1969 og lögð áhersla á að land frá Elliðavatni til Krýsuvíkurbergs yrði gert að friðlýstu útivistarsvæði fyrir almenning. Fólkvangurinn var stofnaður 1. des. 1975.
Fólkvangar eru í umsjón sveitarfélaga ólíkt öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi. Landið er í lögsögu Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Álftaness og Garðabæjar en vegna mikilla hagsmuna annarra þéttbýlisbúa standa Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Grindavík saman að fólkvanginum.
Jarðmyndanir á ReykjanesskaganumHvert sveitarfélag skipar einn fulltrúa í fólkvangsstjórn og fjárframlög eru í hlutfalli við íbúatölu
sveitarfélaganna. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnar. Frá 1981 hefur verið starfsmaður í hlutastarfi á sumrin til eftirlits.
Svæðið fellur ekki að íslenskum eða alþjóðlegum skilgreiningum á fólkvangi en er þjóðgarðsígildi og hluta þess mætti friðlýsa sem víðerni. Jarðfræði svæðisins er merkileg á heimsvísu en þar eru plötuskil með tilheyrandi eldstöðvum af ýmsum gerðum og gömlum og nýjum hraunum. Svæðið var byggt frá landnámi fram á síðustu öld og þar er mikið af minjum um lífshætti fólks á fyrri tímum til lands og sjávar.
Fornminjar í ReykjanesfólkvangiLandið var vel gróið en hefur verið ofnýtt og gróður er nú mjög illa farinn, mikil ofbeit og landeyðing. Það er enn notað sem beitiland bæði er þar lausaganga búfjár og beitarhólf fyrir hross og sauðfé. Ýmsir áhugahópar hafa helgað sér svæðið m.a. til torfæruaksturs utan vega og er landið víða mjög illa farið af þeim sökum. Mikilvægt er að ná tökum á þessum vandamálum. Stefnt skyldi að friðun fólkvangsins fyrir beit og utanvegaakstri og leitast við að endurheimta fyrra gróðurfar (vistheimt).

Djúpavatnsvegur

Djúpavatnsvegur um Stóra-Hamradal.

Vegir í fólkvanginum eru að mestu malarvegir. Sumir þeirra eru illa færir fólksbílum. Verið er að undirbúa lagningu Suðurstrandarvegar þvert í gegn um fólkvanginn. Tilkoma vegarins mun auka mjög umferð um fólkvanginn og nauðsynlegt er að bregðast við auknum gestafjölda með merkingum, upplýsingum og annarri þjónustu. Þá þjónustu þarf að veita um allan fólkvanginn, fyrst og fremst þarf að merkja áhugaverða staði og stika fjölbreyttar leiðir.

Reykjanesfólkvangur - kort

Þegar borin eru saman fjárframlög og stuðningur við Reykjanesfólkvang og önnur útivistarsvæði í nágrenninu, s.s. Bláfjallafólkvang og Heiðmörk, sést að fólkvangurinn er mikið olnbogabarn. Svæðið verður þó sífellt mikilvægara til útivistar fyrir þéttbýlisbúa SV-lands. Það gæti einnig haft mikið aðdráttarafl fyrir þá erlendu ferðamenn sem sækjast eftir menningarlegri og fræðandi útivist. Það form ferðmennsku er nú í mikilli sókn. Sú sérstaða að hægt sé að upplifa víðernisáhrif á daginn en stunda menningarlíf og fá góða þjónustu í þéttbýli um kvöld og nætur er mikill styrkleiki fyrir nálæg sveitarfélög.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Sigrún kvað Reykjanesfólkvang vera um 300 km2 að stærð og langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar hér á landi. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Árið 2004 tók Sigrún saman mjög ítarlega skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um upphaf fólkvangsins og þær væntingar og hugmyndir sem fólk hafði um mikilvægi svæðisins og möguleika þess í framtíðinni. Hún sgði frá skýrslunni, niðurstöðum hennar og hugmyndum.

Sigrún Helgadóttir

Sigrún Helgadóttir.

Í erindi sínu fjallaði Sigrún um aðdraganda og efnisöflun skýrslunnar, en í henni kom fram hlutlaust mat hennar sem fræðimanns á öllum helstu þáttum fólkvangsins, væntingar og möguleika  til framtíðar. Í kjölfarið urðu umræður um núverandi stöðu og þá staðreynd að á 33 ára afmæli fólkvangsins hefði aldrei staðið fyrir dyrum önnur eins nýtingaráform á svæðinu og nú eru fyrirhuguð, virkjanir ,línulagnir, og Suðurstrandarvegur, og gengdarlaus utanvegaakstur svo eitthvað sé nefnt.
Gestum var tíðrætt um þá sýn sem við blasir á ferð um fólkvanginn, allir hlutir sem miða að því að bæta aðgengi að náttúruskoðun eru skemmdir og eyðilagðir, ekki hefst undan að laga nauðsynlegustu skilti er miðla upplýsingum.

Í máli Óskars Sævarsson, fulltrúa Grindavíkur í stjórn fólkvangsins, kom fram að allt til ársins 2005 hefur ráðstöfunarfé nefndarinnar verið af afar skornum skammti, eða um 2 miljónir á ári, og því lítið svigrúm gefist til framkvæmda.

Óskar Sævarsson

Óskar Sævarsson.

Á borði núverandi stjórnar biðu því fjölmörg verkefni sem biðu úrlausna. Í dag hefur stjórnin náð að tvöfalda þetta fjármagn og verkefnavinna er hafin í tengslum við það. Má nefna tjaldstæði í Krókamýri sem útbúið var á síðasta ári og verður fullklárað í sumar, fjölmörg upplýsingarskilti fara á sinn stað, fólkvangsvörðurnar verða lagaðar, ruslamálum verður komið í lag og landvörslu verður sinnt á árs grundvelli.
Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sagði frá rannsóknum á Reykjaneshrygg sem fram fóru sumarið 2007.
KnorrVerkefnið hlaut m.a. styrk frá „National Science Foundation“ í Bandaríkjum og rannsóknarsjóð Háskóla Íslands. Notast var við sérhannað skip, R/S Knorr, til jarðfræðilegra rannsókna á sjó. Leiðangrinum lauk 15 júlí ´07 og var gagnasöfnunin mjög árangursrík. Í leiðangrinum var lokið við að kortleggja Reykjaneshrygginn upp að landgrunnsbrún. Þá kom meðal annars í ljós gríðarmikil megineldstöð í landgrunnsbrúninni, sem nefnd hefur verið Njörður. Megineldstöðin er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Fróðlegt verður að heyra dr. Ármann segja frá leiðangrinum og ná fram umræðum um þessa mikilvægu fiskislóð Íslendinga.
Þessi rannsókn Jarðvísindastofnunnar voru umfangsmestu rannsóknir á Reykjaneshryggnum í 40 ár.

Reykjaneshryggur

Reykjaneshryggur.

Reykjaneshryggur er einn áhugaverðasti hlutinn af hryggjakerfi heimsins fyrir þrjár sakir. Í fyrsta lagi er hann samfeldur með skásettu reki frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri að Reykjanesi í norðri. Í öðru lagi hafa myndast misgamlir V-laga hryggir sem vísa út frá Íslandi og í þriðja lagi ber hann mörg einkenni háhraða gliðnunarbeltis þrátt fyrir að vera hægfara. Skýringarnar er talið að megi meðal annars rekja til heita reitarins undir Íslandi og þeirrar kvikuframleiðslu sem þar er umfram kvikumyndun hryggjarins. Í núverandi hryggjakerfi jarðar er Reykjaneshryggurinn undir mestum áhrifum heits reits. Þrátt fyrir öll þessi merkilegu einkenni er tilfinnanleg eyða í vísindalegri gagnasöfnun sem má rekja frá Íslandi og suður á 62° norðlægrar breiddar.

Ármann Höskuldson

Ármann Höskuldsson.

Leiðangrinum lauk 15 júlí síðastliðinn og var gagnasöfnunin mjög árangursrík. Veðursæld einkenndi miðin á rannsóknartíma sem að eykur til muna gæði þeirra gagna sem safnað var. Frumniðurstöður rannsóknarinnar sýna að enn má sjá móta fyrir gömlu rekbeltunum tveim sem að stjórnuðu upphleðslu á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Vestfjarðarbeltið er afmarkað af misgengjum með allt að 400 m falli, en Snæfellsnes rekbeltið kemur aftur á móti greinilega fram á landgrunninu með um 100 m misgengi. Misgengi þetta hefur verið nefnt Suðurkantar á sjókortum. Neðan við landgrunnsbrúnina kom í ljós gríðarmikil megineldstöð sem nefnd hefur verið Njörður. Megineldstöðin er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál.
Kort af ReykjaneshryggNúverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Aðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungusveimnum.
Nú fer í hönd nákvæmari greining á gögnum og úrvinnsla, Gera má ráð fyrir áframhaldi á gagnasöfnun innan 2 ára, mun rannsóknum þá verða beint að varmauppstreymi, jarðhitakerfum, gossögu og bergfræði eldstöðvanna á rannsóknarsvæðinu.
Verkefnið hlaut styrk frá
National Science Foundation í Bandaríkjum Norður Ameríku að upphæð um 30 miljónir króna og skipastyrk að upphæð 70 miljónir. Verkefnið er ennfremur styrkt af vísindasjóði Háskóla Íslands.
Flekabeltin um ReykjaneshryggÁrmann fór í gegnum alla gossögu svæðisins og var einkar fróðlegt að sjá staðsetningar á eldsumbrotum á flekamótunum neðansjávar í gegnum tíðina. Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum. Í 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.
Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

 

Reykjaneshryggur

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth. Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.

Ármann sýndi gestum kort og myndir af undraheimum Atlantshafshryggjarins. Reykjaneshryggurinn var kortlagður, sem fyrr segir, frá landgrunnsbrún. Stórkostlegt landslag kom þá ljós með fjöllum og eldstöðvum á stærð við Reykjanes allt að 50 km í þvermál, hæstu fjöll hryggsins eru um 600 metra há.
Fjörlegar umræður um svæðið fóru fram í lok erindis, m.a. um hitasvæði í sjó gasuppstreymi og olíu ( sem þarna er). Vænlegustu svæðin eru sunnan undan Grindavík, þ.e. þau svæði, sem líklegast munu nýtast til orkuöflunar í nánustu framtíð.
Ljóst er að Reykjanesfókvangur hefur á ýmislegt að bjóða áhugasömu fólki.

Heimildir m.a.:
www.jardvis.hi.is/
-grindavik.is

Reykjanesskaginn

Reykjanesskagi.