Tag Archive for: Reykjanesfólkvangur

Reykjanesskaginn

Í Faxa árið 1998 fjalla nemendur FS á Suðurnesjum um „Áhugaverða staði í Reykjanesfólkvangi„. Frásögnin er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að nemendurnir hafa að öllum líkindum lítið kynnt sér vettvangsaðstæður sem og hina fjölmörgu möguleika, sem Reykjanesskaginn hefur upp á bjóða innan fólkvangsins, en taka þarf viljan fyrir verkið því það er jú niðurstaðan hverju sinni er mestu máli skiptir þegar upp er staðið.

Faxi„Náttúran á Reykjanesi er frekar rýr ef bera á hana saman við náttúru annars staðar á landinu vegna þess að svæðinu hefur einfaldlega verið misboðið í svo langan tíma. Þó svo að ekki hafi alltaf verið farið vel með svæðið þá er ýmislegt að sjá ef áhuginn er fyrir hendi. Of margir Suðurnesjabúar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu leita oft langt yfir skammt þegar njóta á íslenskrar náttúru. Vill það gleymast að Reykjanesið er spennandi svæði að ferðast um og kynnast. Það er öðruvísi en margir staðir á landinu vegna þess að þar er hægt að sjá mjög greinilega hvernig Reykjaneshryggurin kemur inn í landið. Allt umhverfi okkar er mótað vegna Reykjaneshryggsins því þar hafa orðið mörg eldgos fyrr á tímum og enn í dag er þar mikil eldvirkni í jörðu þó svo ekki hafi gosið á þessu svæði í nokkurn tíma.

Gróður á Reykjanesi er í slæmu ásigkomulagi samanborið við það sem hann var fyrir landnám og þeir sem vilja sjá mikinn gróður fara því á aðra staði á landinu. Allir verða að kynnast auðninni til þess að geta gert sér það ljóst að ekki má halda áfram eins og fram horfir án þess að illa geti farið. Það vekur kannski ekki áhuga margra að ferðast um Reykjanesið en ef vel er að gáð má þó finna eitthvað fyrir alla. Skemmtilegar gönguleiðir eru víðsvegar um svæðið, hraunmyndanir og háhitasvæði eru víðsvegar og reyndar er hægt að finna þar mikinn gróður þó á takmörkuðum svæðum sé. Fuglabjörg eru einnig á svæðinu og einnig er hægt að komast í silungsveiði með alla fjölskylduna. Þegar fólk ætlar að njóta náttúrunnar er oftast farið á þá staði sem eru meira þekktir og þykja merkilegir s.s Þingvelli, Gullfoss og Geysi eða önnur þekkt svæði. Hér á eftir verður fjallað um þau svæði sem okkur þykja merkilegust í Reykjanesfólkvangi.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir.

Þegar Reykjanesbrautin er ekin blasir Keilir við á hægri hönd ef komið er frá Keflavík. Ef beygt er til hægri og ekið sem leið liggur frá Kúagerði og upp að fjöllunum þá er þar komið að mikilli grassléttu. Þessi grasslétta heitir Höskuldarvellir og eru þeir stærsta samfellda graslendið í Gullbringusýslu eða um 100 ha.

Sogalækur

Sogalækur.

Í leysingum liggur lækur úr Sogunum fyrir sunnan Trölladyngju og er talið að lækurinn hafi smám saman borið jarðveg niður á sléttlendið. Frá Höskuldarvöllum eru margar skemmtilegar gönguleiðir t.d á frægasta fjall Suðurnesja, Keili. Einnig er hægt að ganga á Mávahlíðar en það er mjór hryggur sem er brattur á báða vegu og sést hann því vel í næsta umhverfi. Þegar komið er á staðinn er best að velja gönguleiðir um svæðið eftir áhuga og getu hvers og eins.
Mjög fallegt er í kringum Höskuldarvelli á sumrin þegar allt er í blóma en þó er ekki síðra þar á veturna þegar snjór liggur yfir öllu svæðinu.

Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Trölladyngja er ekki langt frá Höskuldarvöllum og er því alveg tilvalið að ganga þangað og skilja bílinn eftir undir fjallshlíðinni við Höskuldavelli. Trölladyngja er móbergsfjall í Reykjanesfjallgarði norður af Núpshlíðum eða Vesturfjalli. Á Trölladyngju eru tveir móbergshnjúkar. Austan við Trölladyngju er annað móbergsfjall, Grænadyngja. Nefnast þær saman Dyngjunnar. Í dyngjunum eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Norðan og sunnan við dyngjurnar eru gígar og gígaraðir.

Sogin

Sogin.

Norður af Trölladyngju eru síðan gufuhverir sem vert er að skoða. Jarðhiti er mikill í Trölladyngju. Sunnan hennar er litskrúðugur skorningur, svokallað Sog. Gaman er að ganga um svæðið og virða fyrir sér þá sérkennilegu liti sem em í dyngjunum. Þar eru mörg litaafbrigði og eru þau breytileg eftir því hvernig veður- og birtuskilyrði eru. Lítill lækjarfarvegur liggur í gegnum dyngjurnar og hefur hann í tímans rás grafið sig sífellt neðar. Dýptin er sumstaðar komin yfir tvær mannhæðir.
Stórkostlegt er að litast þarna um og njóta þeirrar fjölbreytni sem náttúran hefur upp á að bjóða í litavali.
Slæmur vegur liggur áleiðis að Trölladyngju frá Höskuldarvöllum. Frá Trölladyngju er síðan hægt að aka að Grænavatni og Djúpavatni.
Víðsvegar á þessu svæði er jörðin illa farin eftir umferð og nýjar slóðir eru sífellt að myndast og jörðin er á mörgum stöðum uppspóluð. Þetta er til skammar fyrir Reykjanesið og þeir sem aka utanvega ættu að skammast sín fyrir að eyðileggja marga fallegustu staði á Suðurnesjum sem seinna meir gætu orðið ferðamannastaðir sem myndu skapa miklar tekjur fyrir Suðurnesjabúa. Best er að ferðast um svæðið gangandi þegar á það er komið því þannig fæst best yfirlit yfir svæðið, við það skemmist það ekki og einnig er ganga heilsusamleg og nauðsynleg.

Spákonuvatn

Spákonuvatn

Spákonuvatn. Keilir fjær.

Mjög skemmtileg gönguleið er eftir Vesturhálsi þegar gengið er til suðurs frá Sogunum. Þá er komið að vatni uppá fjallinu og heitir það Spákonuvatn. Vatnið hefur myndast við það að hraun hefur lokað dalverpi og það hefur orðið til þess að vatn safnaðist þar fyrir. Það er mjög sérkennilegt að sjá það með eigin augum hvernig hraunið hefur runnið þannig að dalurinn hefur lokast og vatnið myndast. Ekki er fiskur í Spákonuvatni.

Grænavatn

Grænavatn

Grænavatn.

Vegurinn sem liggur frá Trölladyngju að Grænavatni er aðeins fyrir jeppa því hann er erfiður yfirferðar. Grænavatn er í dalverpi sunnan við Trölladyngju. Það er frekar grunnt og lítið vatn en þó er einhver veiði í því. Umhverfið er allsérstætt og fallegt vegna þess hversu stórgrýttar hlíðarnar eru.

Djúpavatn

Djúpavatn

Djúpavatn.

Djúpavatn er sprengigígur sem hefur fyllst af vatni. Við Djúpavatn er skáli sem hægt er að gista í ef veiðileyfi er keypt. Þó nokkur veiði er í vatninu og hafa þar veiðst ágætlega vænir silungar. Það er því alveg þess virði að kaupa veiðileyfi í vatnið og fara með fjölskylduna og reyna að krækja í þann stóra. Ekki er síðra að dorga á veturna þegar ís er á vatninu. Vatnið er mjög djúpt og af því er nafnið dregið.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Vigdísarvellir er dálítil grasslétta austan undir Núpshlíðarhálsi. Þar er oftast skjól af fjöllunum í nágrenninu. Á Vigdísarvöllum var byggður bær árið 1830 og búið þar fram til ársins 1905 en þá hrundu húsin í jarðskjálfta.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

Bæjarrústirnar eru þó nokkuð stórar og þar sést einnig móta fyrir gömlum garði sem hefur verið hlaðinn til að halda skepnunum á sínum stað.
Það er athyglisvert að nokkur hafi lagt það á sig að búa svona langt frá byggð því að lífið hefur sjálfsagt verið erfitt þama eins og annarsstaðar á landinu á þessum tíma. Þó svo að þetta svæði sé langt upp í fjöllum þá er þar ótrúlega mikill gróður á þessu svæði og því er það kannski ástæðan fyrir því að menn vildu búa þarna.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Heiðnaberg).

Hentugasta leiðin að Krísuvfkurbergi frá Vigdísarvöllum liggur meðfram Núpshlíðarhálsi. Þaðan er beygl til austurs eftir þjóðveginum og síðan er beygt til sjávar eftir auðsjáanlegum slóða. Krýsuvíkurberg er mesta fuglabjargið á svæðinu. Það er um 7 km langt og 40 – 50 metra hátt.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Áhugavert er að ganga um svæðið, einkum á vorin og snemma sumars þegar fuglalífið er áberandi mest. Hverjum manni væri það gagnlegt að sjá fuglana í sínu náttúrulega umhveifi og geta virt þá fyrir sér í ungauppeldinu og baráttunni við náttúrulega óvini. Tveir lækir falla til sjávar fram af berginu, Eystrilækur og Vesturlækur. Eystrilækur myndar háan foss sem steypist fram af berginu. Í berginu verpa um 57 þúsund sjófuglapör en það er um 65% allra bjargfugla á svæðinu.

Eldborgir

Stóra-Eldborg

Stóra Eldborg.

Eftir að Krýsuvíkurberg hefur verið skoðað liggur leiðin að Eldborgum. Eldborgir eru undir Geitahlíð austan Krýsuvíkur. Þær eru tvær og heita Stóra og Litla Eldborg. Þjóðvegurinn liggur á milli þeirra.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

Stóra Eldborg er einn allra fallegasti gígur á Suðvesturlandi, um 50 metra hár, hlaðinn úr hraunskánum og gjalli. Frá Stóru Eldborg liggur hrauntröð þar sem hraunið hefur runnið til sjávar. Vesturlækur fellur til sjávar í Hælsvík og myndar einnig fallegan foss.
Gróðureyðing fyrir ofan Krýsuvíkurberg er óvíða ljótari á Skaganum. Þar skiptast á blásnir melar og rofabörð.
Gróðurfar á þessu svæði er mjög slæmt vegna ofbeitar. Litla Eldborg er austar en hin og öllu fyrirferðanninni, Hún er hluti af stuttri gígaröð eins og Stóra Eldborg. Hraunið frá Litlu Eldborg hefur lagst yfir hraunið frá Stóru Eldborg að hluta og er gaman að virða þetta fyrir sér á góðvirðisdegi. Jarðvegur á þessu svæði er frekar rýr og er mosaþemba aðal gróðurinn á svæðinu.

Krýsuvík

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Hverasvæðin á Krísuvíkursvæðinu eru mjög fallegur ferðamannastaður en því miður eru það fáir sem leggja leið sína um svæðið en þangað er fólksbílafært og ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu. Krísuvíkursvæðið er stórt háhitasvæði með mörgum gufuhverum og leirhverum. Á svæðinu eru tvö gígvötn, Grænavatn og Geststaðavatn, sitt hvoru megin við veginn. Vötnin eru merkileg fyrir þær sakir að þau eru gamlar eldstöðvar sem hafa fyllst af vatni í tímans rás. Grænavatn hefur mjög sérkennilegan lit vegna þess hversu mikill þörungagróður er í vatninu.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir

Bæli í Gullbringuhelli.

Fyrir þá sem þora er gaman að fara í hellaskoðun. Þægilegasta leiðin að hellinum er frá þjóðvegi 42 sem er vegurinn sem við förum á leið okkar austur með Kleifarvatni og þarf að ganga síðasta spölinn að hellinum. Gullbringuhellir er eini hellirinn sem er þekktur í hrauninu við Kleifarvatn. Hann er norðaustan við fjallið Gullbringu. Hellirinn er um 170 metra langur en frá opinu liggur hann í tvær áttir. Mjög athyglisvert er að skoða hellinn því að í honum eru hraunstrá og þar er vítt til veggja og hátt til lofts og því þægilegt að ferðast um hann. Þessi hellir er aðgengilegur og því ætti fólk á öllum aldri að geta skoðað hann.

Kleifarvatn

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn er þriðja stærsta stöðuvatnið á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt dýpsta stöðuvatnið á Íslandi um 97 metrar að dýpt. Það er á miðjum skaganum inn í Reykjanesfólkvangi. Kleifarvatn hefur írennsli en ekkert sýnilegt frárennsli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Vatnsmagnið í Kleifarvatni er breytilegt og breytist mest vegna úrkomu. Jarðhiti er syðst í vatninu og er stundum hægt að sjá hverina ofan af Vatnshlíð. Þeir eru öðruvísi á litinn og skera sig því út úr. Á veturna sér maður vakir vegna hitamismunar en annars staðar er vatnið ísi lagt. Silungsveiði er talsverð í vatninu og er gaman að fara með fjölskylduna að veiða í Kleifarvatni vegna þess hversu stutt er að fara úr amstri hófuðborgarinnar og einnig vegna þess að svæðið er öðruvísi en menn eiga að venjast. Það má kannski geta þess að einn af síðustu stórbændunum í Krýsuvík tók silung úr Elliðavatni og flutti yfir í Kleifarvatn svo að hann á heiðurinn af því að þarna er hægt að veiða silung. Við vatnið er fallegt útsýni en þar er mikið af sérkennilegum klettamyndunum.

Hellirinn eini

Maístjarnan

Í Hellinum eina.

Eftir að hafa skoðað Kleifarvatn höldum við áfram eftir þjóðveginum og stoppum hjá Fjallinu eina. Í næsta nágrenni við það eru tveir hellar, annar þeirra heitir Hellirinn eini og hinn heitir Híðið. Hellirinn eini er um 170 metra langur, hann er víða lágur til lofts en víðast hvar er hann þó manngengur. Það eru dropasteinar og hraunstrá í hellinum. Miklar sprungur skerast þvert á hellinn og mynda litla afhella. Jarðfræðilega séð telst þessi hraunrásarhellir merkilegur fyrir það að hann er skorinn af þessum mörgu og stóru sprungum. Mikil litadýrð er í hellinum sem gerir hann áhugaverðari fyrir vikið.

Híðið

Híðið

Í Híðinu.

Híðið er um 500 metra frá Hellinum eina og því getur verið gaman fyrir þá allra hörðustu að skoða hann líka. Híðið er um 155 metra langur hellir og þröngur, hæstur er hellirinn um 2 metrar að hæð en víðast hvar töluvert minni. Erfitt er að fara um hellinn því sums staðar þarf að leggjast niður og skríða. Mikið er um fallega dropasteina og hraunstrá í hellinum, dropasteinarnir eru nokkur hundruð og hraunstráin talsvert fleiri. Híðið er alveg ósnortið vegna þess að hingað til hafa aðallega hellaáhugamenn farið þangað. En það vill oft fara þannig að vinsælir ferðamannastaðir fara illa út úr mikilli umferð ferðafólks sem því miður gengur oft ekki nógu vel um fallega og athyglisverða staði.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Þetta er síðasti viðkomustaður okkar á þessu skemmtilega ferðalagi um Reykjanesfólkvang og héðan er ekki löng keyrsla upp á Reykjanesbrautina aftur en þaðan ættu allir að rata heim til sín á ný. Þessi upptalning er ekki tæmandi fyrir allt það sem hægt er að skoða á svæðinu en við vonum að við lestur þessarar ritgerðar geti lesandi gert sér það ljóst að á heimaslóðunum leynist ýmislegt skoðunarvert í náttúrunni.
Sá misskilningur virðist vera allsráðandi að það þurfi að aka mörg hundruð kílómetra út fyrir höfuðborgina til að komast í spennandi landslag og fallega náttúru. Þetta svæði hefur upp á allt að bjóða sem íslensk náttúra getur á annað borð boðið upp á. Ef fólk gefur sér tíma til að skoða sitt nánasta umhverfi verður það alveg örugglega hissa á því að sjá hversu margt er í boði. Þarna má sjá bæði spillta og óspillta náttúru, gróðumikil svæði og auðnir, háhitasvæði, fuglavarp, hraunhella og vötn. Til þess að skoða svæðið þarf að vera með opinn huga því að mörgum finnst það í rauninni ekki vera neitt ferðalag að fara svona stutt frá heimahögunum. En eins og áður sagði vill það gerast með Íslendinga að þeir leiti langt yfir skammt.
Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, kannski verður það þannig að landinn taki við sér og sjái alla fegurðina sem er við bæjardyr höfuðborgarbúa. Kannski verður það þannig að innan fárra ára verði Reykjanesið eitt mest sótta ferðamannasvæði landsins.“

Heimild:
-Faxi, 2. tbl. 1998, Áhugaverðir staðir í Reykjanesfólkvangi, bls. 28-30.

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Sogin

„Reykjanesfólkvangur“ hefur verið með kennitöluna 581280-0419 og póstfang að Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík í tæplega hálfa öld. Fulltrúar Reykjavíkur áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun fólkvangsins. Nú virðist ætla að verða breyting þar á.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur.

Þann 19. apríl 2024 birtist frétt í Fjarðarfréttum undir fyrirsögninni; „Sveitarfélög á leið út úr samstarfi um Reykjanesfólkvang„.
Þar segir m.a. að „Stjórn Reykjanesfólkvangs fjallaði á síðasta fundi sínum um stöðuna sem er komin upp við úrsögn Reykjavíkurborgar úr fólkvanginum. Á fundinum kom fram að einnig Reykjanesbær teldi það ekki þjóna tilgangi né hag sveitarfélagsins að vera inni og muni því segja sig úr fólkvanginum. Bæjarráð Voga hefur lagt til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar og segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi. Þá kom fram að Seltjarnarnes hefði ekki tekið formlega ákvörðun en líklega yrði úrsögn niðurstaðan.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – kort.

Fram kom að Reykjavík stefni á að ganga út 30. júní 2024 og greiða þá hálft gjald fyrir 2024 sem lokagreiðslu. Miðað við núverandi inneign í sjóði, og að Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík haldi áfram og að hin sveitarfélögin greiði að minnsta kosti hálft gjald þá kemur fram að mögulegt væri reka fólkvanginn út árið 2024 með sama hætti og fram að þessu. Einnig að svigrúm gæfist til að ákveða framtíðarfyrirkomulag.
Fyrir liggur að verkefni í Seltúni hafa vaxið mikið og tekið æ meiri tíma landvarðar og þarf að mati stjórnarinnar að taka það upp við Hafnarfjarðarbæ hvernig bregðast ætti við því. Einnig var nefnt að lista þyrfti upp verkefni landvarðar ef til þess kæmi að fela þyrfti nýjum aðila landvörsluna.“

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur.

Eins og margir íbúar Reykjanesskagans vita er „Reykjanesfólkvangur ekki á Reykjanesi.
Fólkvangurinn er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Að honum standa 8 sveitarfélög; Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær. Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar. Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Innan fólkvangsins eru þessir helstu staðir Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll. Upp á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Gestsstaðavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. Í Djúpavatni er silungsveiði eins og í Kleifarvatni. Möguleikar til gönguferða í fólkvanginum eru nánast ótakmarkaðar.

Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha., þ.e. er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi.

Reykjanesfólkvangur var stofnaður sem fólkvangur með auglýsingu í Stj.tíð. B, nr. 520/1975 sbr. „Auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi„:
Að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að stofna fólkvang á Reykjanesskaga skv. 26. gr. laga nr. 47/1971.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Takmörk svæðisins eru sem hér segir:
Lína dregin frá punkti í Heiðmerkurgirðingu undir Vífilsstaðahlíð (X-hnit 689007.0 m.) í punkt á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkun inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús sem er glöggt og gamalt eyktarmark. Frá Steinshúsi liggur línan beint í norðurhorn Skógræktargirðingarinnar undir Undirhlíðum. Síðan eftir norðvesturhlið girðingarinnar að suðurhorni hennar. Þaðan beint í punkt á mörkum Hafnarfjarðar- og Grindavíkurbæjar undir Markargili með X-hnit 692297.0 m. Síðan eftir mörkum í Markhelluhól.

Markhella

Markhella.

Frá Markhelluhól stefna mörkin til suðurs eftir mörkum Vatnsleysustrandarhrepps eins og þau eru sýnd á korti gefnu út af U.S. Army Corps of Engineers og Landmælingum Íslands (mælikv. 1:50000), í punkt á þeim mörkum sem er suður af Höskuldarvöllum og austur af Oddafelli, X-hnit 701782.0 m og Y-hnit 388243.0 m. Þaðan beina línu undir Núpshlíðarháls í punkt vestan við Núpshlíð, X-hnit 707653.0m, Y-hnit 379312.0m. Frá þeim punkti beint í Dágon sem er klettur á Seltöngum við sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Að austanverðu fylgja mörkin sýslumörkum úr Seljabót um Sýslustein og þangað norður sem markalína fólkvangsins í Bláfjöllum sker sýslumörk, þaðan norðvestur eftir mörkum þess fólkvangs í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól og síðan réttsælis eftir Heiðmerkurgirðingunni að upphafspunkti lýsingar þessarar.

Hraunhóll

Hraunhóll – varða á mörkum Reykjanesfólksvangs.

Um fólkvanginn gilda eftirtaldar reglur:
1. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Á skógræktargirðingu skulu einungis vera stigar.

Seltún

Seltún – orkuvinnsla.

2. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til. Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971. Jafnframt verði ekki haggað þar eðlilegri nýtingu til búrekstrar, réttur til beitar er ekki skertur innan fólkvangsins og áskilinn er í Krýsuvík réttur til starfsemi í almannaþágu (svo sem heilsuhæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).
Skipulegur námurekstur, sem rekinn er innan fólkvangsins þegar auglýsing þessi verður birt í Stjórnartíðindum, má þó haldast, enda sé umgengni í samræmi við 18. gr. laga nr. 47/197.
Tekið er fram af hálfu sveitarfélaganna allra að með stofnun fólkvangsins telja þau ekki á neinn hátt raskað eignarrétti að landi því sem fólkvangurinn tekur til.
Vafi er talinn leika á hver séu mörk Grindavíkurkaupstaðar og Vatnsleysustrandarhrepps. Þegar úr þessum vafa hefur verið skorið með samkomulagi eða dómi verða mörk fólkvangsins færð til í samræmi við það.

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Samvinnunefnd sveitarfélaganna allra fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fullrúa frá hverjum aðila.
Ráðuneytið er samþykkt stofnun fólkvangsins og tekur stofnun hans gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. – Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1975 – Vilhjálmur Hjálmarsson.

Árið 2011 var auglýst breyting á framangreindri auglýsingu:

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á eftir 1. mgr. auglýsingarinnar kemur ný málsgrein sem orðist svo: „Umhverfisráðherra hefur ennfremur að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Reykjanesbæjar og Grindavíkur ákveðið að Sveitarfélagið Vogar verði einnig aðili að stofnun og rekstri fólkvangs á Reykjanesi með þeim skuldbindingum sem í því felast, þ. á m. hafi fulltrúa í samvinnunefnd sveitarfélaganna um stjórn fólkvangsins“. – Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2011 – Svandís Svavarsdóttir.

Sog

Í Sogum.

Reykjanesfólkvangur er:
• Fólkvangur sem samkvæmt samkvæmt náttúruverndarlögum er friðlýst sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.“
• Var stofnaður 1975 – Með undanþágu vegna jarðvarmanýtingar.

Spákonuvatn

Spákonuvatn – Keilir fjær.

• Fólkvangur í lögsögu Garðabæjar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Stærsti hluti fólkvangsins er í umdæmi Grindavíkur.
• Samstarf sveitarfélaga, sem nú standa að rekstri hans, eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Í fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs þann 3. feb. 2021 segir:
Fundurinn var fjarfundur kl. 16.00
Mættir: Líf Magneudóttir, formaður, Andri Steinn Hilmarsson, Þorvaldur Örn Árnason, Þórður Ingi Bjarnason, Jóna Sæmundsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Guðmundur Grétar Karlsson og
Steinunn Árnadóttir.
Einnig sátu fundinn Óskar Sævarsson, René Biazone og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

„Þetta gerðist:
1. Starfið í fólkvanginum 2020
Rætt um það helsta í starfsemi fólkvangsins á síðasta ári (ÓS). Mikið af Íslendingum á ferðinni. Mikið álag í vor sem var ekki gott fyrir svæðið. Rúturnar vantaði en mikil umferð bílaleigubíla í sumar. Nýtt salernishús sett upp í vor. Vinnuhópur kom í 2 vikur á vegum Umhverfisstofnunar. Unnið var við Eldborg í samvinnu við skipulagssvið Grindavíkur, loka slóða og afmarka bílastæði.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus.

Sinna þurfti kvikmyndaverkefni. Í jarðskjálftanum í okt. urðu skemmdir á Djúpavatnsleið. Einnig hrundi fylla úr Krýsuvíkurbjargi og komu sprungur. Sett var bráðabirgðalokun. Bláfjallavegi verið lokað en samt hægt að komast fram hjá. Þarf að klára frágang á bílastæði. Dreift var moltuefni í fólkvanginum sem var plastmengað á vegum Terra í samvinnu við Gróður fyrir fólk. Fara þarf betur yfir.
Skýrsla landvarðar verður lokið fyrir næsta fund.
Fundi slitið 17:20.“

Valahnúkar

Valahnúkar og Helgafell.

Í fundargerð stjórnarinnar 24. apríl 2023 segir:
Mættir: Kristinn Jón Ólafsson, Stella Stefánsdóttir, Ásrún Kristinsdóttir (fyrir Sigurveigu M. Önundardóttur), Sverrir B. Magnússon, Ingimar Ingimarsson.
Einnig sátu fundinn René Biasone UST, Óskar Sævarsson landvörður og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Sveifluháls

Sveifluháls.

„Þetta gerðist:
1. Yfirferð um landvörslu
• Óskar Sævarsson kom á fundinn og kynnti helstu verkefni landvarðar.
• Samningur hefur verið um landvörslu frá 15. apríl til 1. nóv. ár hvert.
• Mikil aukning varð á fjölda ferðamanna 2019 og er ekkert lát á því. Það sést skýrt í talningum Ferðamálastofu sem er með teljara í Seltúni.

Helgadalur

Helgadalur – Rauðshellir.

• Undanfarin ár hefur landvörður þurft að sinna mörgum verkefnum utan hefðbundins tímabils, t.d. kvikmyndaverkefni, viðvarandi ferðamannastraumur, eldgos o.fl., og því hefur verið greidd viðbótargreiðsla.

Seltún

Seltún.

• Landvörður er tilbúinn til að sinna verkefnum áfram á þessu ári.
• Stjórnin samþykkti að gera samning við landvörð á sömu nótum og verið hefur að teknu tilliti til verðlagshækkunar.

2. Aðkoma Umhverfisstofnunar (UST)
• René Biasone fór yfir lagalega umgjörð Reykjanesfólkvangs, aðkomu UST sem m.a. gerir ástandsskoðun á friðlýstum svæðum og tekur saman í skýrslu árlega. Þar kemur m.a. fram slæmt ástand á Djúpavatnsleið.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð.

• Samkvæmt náttúruverndarlögum gerir UST stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði, en ekki hefur farið af stað vinna fyrir Reykjanesfólkvang. Stjórnin hefur áður skorað á UST að hefja slíka vinnu og var samþykkt að senda fyrirspurn til UST um
hvenær hægt verði að hefja vinnu við og ljúka stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn.

3. Áform Reykjavíkur
• Kjörnir fulltrúar Reykjavíkur hafa tekið ákvörðun um að skoða grundvöll þess að Reykjavík dragi sig út úr rekstri Reykjanesfólkvangs frá árinu 2024.

Vetrarblóm

Vetrarblóm við Kleifarvatn.

• Rætt var um hvort að fólkvangurinn eða hlutar hans ættu að falla í annan friðlýsingarflokk, jafnvel að verða þjóðgarður eða eitthvað annað fyrirkomulag. Rifjað var upp samtal við Reykjanes Geopark sem laut að því að skoða samstarf á sínum tíma.
• Ákveðið var að stjórnarmenn opnuðu samtal hver í sínu sveitarfélagi um ofangreint og kalla eftir kynningu á Reykjanes Geopark.

Fundi slitið 17:30. Stefnt á að næsti fundur yrði í Grindavík seinni hluta maí.“

Í „Lögum um náttúruvernd“ segir m.a. um landverði: „Á náttúruverndarsvæðum starfa landverðir og aðrir starfsmenn. Hlutverk landvarða er m.a. að sjá um eftirlit og fræðslu.
Umhverfisráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, nánari ákvæði um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.“

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Um Samvinnunefnd um rekstur fólkvangs segir í sömu lögum: „Sveitarfélög, sem standa að rekstri fólkvangs, skulu stofna með sér samvinnunefnd sem starfar í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila, sbr. 56. gr.“

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Líklega færi vel á því að þau sveitarfélög, sem eftir verða, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík er munu annast rekstur „Reykjanesskagafólkvangs“ skipi nýja samvinnunefnd, skipaða einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi, nefndarmenn verði ólaunaðir en hafi bæði áhuga og sérþekkingu á fólkvanginum sem slíkum. Fjárveitingum og styrkjum verði varið til landvörslu, einstakra uppbyggjandi verkefna og kynningar á gildi svæðisins.

Sjá meira um Reykjanesfólkvang HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Kringlóttagjá

Kringlóttagjá.

Spákonuvatn

Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs 2002-20, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn árið 2006 undir yfirskriftinni „Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin“:

Hrefna Sigurjónsdóttir

Hrefna Sigurjónsdóttir.

„Reykjanesfólkvangur var auglýstur sem friðland þegar hann var stofnaður fyrir rúmum 30 árum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að taka frá land þar sem landsmenn, og þá einkum höfuðborgarbúar, gætu notið útivistar á svæði nálægt byggð sem væri lítt snortið og þar sem margt áhugavert væri að sjá. Sveitarfélögin sem stóðu að stofnun fólkvangsins, sem er um 300 ferkílómetrar að stærð, eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Grindavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Reykjanesbær. Grindavík og Hafnarfjörður eiga mestallt landið. Fulltrúar meirihlutans í hverju sveitarfélagi mynda stóm og hefur fulltrúi Reykjavíkur alltaf verið formaður. í auglýsingunni er kveðið á um að nýting jarðvarma sé undanþegin friðlýsingu og einnig að eignarréttur ráði þegar um framkvæmdir sé að ræða, en þó með því skilyrði að Náttúruverndarráð (nú Umhverfisstofnun) úrskurði að ekki sé um of mikið jarðrask að ræða.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – loftmynd.

Undirrituð tók við stjórn fólkvangsins seint á árinu 2002 sem fulltrúi R-listans. Þótt ég hafi farið töluvert um Reykjanesið fyrir þann tíma þekkti ég svæðið illa. Ég vissi ekki hver mörk fólkvangsins væru. Ég hafði komið nokkrum sinnum í Krýsuvík og skoðað hverina og kirkjuna og einu sinni keyrt um Vigdísarvelli. Einnig hafði ég komið á Selatanga. Nú, tæpum 4 árum seinna, þekki ég fólkvanginn mun betur og fullyrði að þarna er um að ræða fjársjóð sem við eigum að vernda fyrir komandi kynslóðir sem útivistarsvæði og miðstöð fræðslu.

Seltún

Krýsuvík – Seltún.

Mig grunar að flestir höfuðborgarbúar séu í svipuðum sporum og ég var. Þeir þekkja ekki svæðið! Það eru væntanlega ýmsar ástæður fyrir þessari fákunnáttu en í mínum huga hefðu sveitarfélögin getað staðið sig betur í því að vekja athygli á svæðinu og byggja það upp sem útivistarsvæði.

Tíminn hefur verið nægur. Hvað veldur? í skýrslu um fólkvanginn, sem Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur vann fyrir stjórnina, er samankominn mikill fróðleikur. Höfundur bendir m.a. á að fulltrúar í stjórninni hafa svo til aldrei verið áhrifamenn í sveitarfélögunum og að fjárveitingar hafa alltaf verið skammarlega litlar.

Krýsuvík

Krýsuvík – fyrirhugaðir borteigar.

Starfsemin hefur verið sú sama ár eftir ár og því miður hefur lítið miðað í að gera átak í málefnum fólkvangsins.

Núverandi stóm hefur hug á að hefja slíkt átak. Haldið var málþing í september 2005 um stöðu og framtíð svæðisins, opnuð var heimasíða og sótt hefur verið um hærri fjárframlög til sveitarfélaganna. Stefnt er að því að ráða landvörð næsta sumar. En hvað framtíðin ber í skauti sér er óljóst því eftir kosningar verður ný stjórn skipuð. Að mínu mati er þetta ekki gott stjórnarfyrirkomulag. Vonandi verður breyting þar á. Ein hugmynd er að stofna einskonar þjóðvang þar sem ríki og sveitarfélög ynnu saman og fagaðilar sætu í stóm. Eitt er víst – þegar á reynir eru völd þessarar stjórnar afar lítil.

Sandfellsklofi

Sandfellsklofi – ummerki eftir utanvegaakstur.

Skilningur á gildi svæðisins sem friðlýsts lands virðist vera takmarkaður. Slæm umgengni er til marks um það. Vélhjóla- og jeppamenn sækja stíft inn í fólkvanginn og hafa valdið miklum skemmdum. Þessi ólöglega umferð um allar trissur er orðin gífurlegt vandamál og eykst jafnt og þétt samfara auknum innflutningi slíkra ökutækja. Stórn fólkvangsins hefur verið á einu máli um að akstur slíkra tækja fari ekki saman við það markmið að fólkvangurinn skuli vera griðland fyrir göngufólk og þá sem koma til að njóta kyrrðarinnar og náttúrunnar. Ofbeit hefur lengi verið vandamál og sú aðferð að loka féð innan beitarhólfa í fólkvanginum, sem landeigendur hafa gert í samvinnu við Landgræðsluna, hugnaðist sjórninni ekki. Engu að síður var það framkvæmt. Skort hefur á að gömul mannvirki séu fjarlægð en slíkt er á ábyrgð landeigenda. Skilti freista skyttna og síðastliðið sumar gáfu landeigendur heimsfrægum leikstjóra leyfi til að brenna gróður í einu fallegasta fjallinu. Og svo tekur steininn úr nú þegar fyrirætlanir Hitaveitu Suðurnesja um tilraunaboranir og nýtingu mjög víða um fólkvanginn eru ljósar.

Sogin

Sogadalur – borplan.

Reyndar fengu þeir leyfi árið 2000 til tilraunaborana við Trölladyngju, hafa borað þar eina holu og eru nýbyrjaðir á annarri við Sogin. Markmiðið er að stofna til allt að fjögurra 100 MW virkjana á miðju nesinu til að afla raforku fyrir álver. Enda þótt ákvæði um nýtingu jarðvarma hafi verið sett í friðlýsinguna getur engum heilvita manni að hafa dottið í hug að unnt væri að leggja allt svæðið undir í þeim tilgangi. Þegar ég skoða svona áform þá setur að mér hroll.

Hvernig stendur á því að okkur Íslendingum þykir ekki vænna um landið okkar?

Krýsuvík

Krýsuvík – fyrirhuguð háspennulínulega u Sveifluháls.

Vilja menn sjá virkjanir, raflínur og verksmiðjur um allt? Eða eru ráðamenn að taka ákvarðanir sem almenningur er kannski ekki sammála? Sumar skoðanakannanir benda til að svo sé. Það er kominn tími til að fólk láti heyra í sér. Vonandi ber þjóðin gæfu til þess að snúa við blaðinu og átta sig á því að falleg og stórkostleg náttúra er auðlind sem okkur ber að vernda. Um leið þarf að tryggja að fólk hafi tækifæri til að njóta náttúrunnar og fræðast um undur hennar. Ljóst er að ýmis atvinnutækifæri felast í slíkri nýtingu.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn – 1.-2. Tölublað (2006), Reykjanesfólkvangur – Auðlind við bæjarmörkin, Hrefna Sigurjónsdóttir, bls. 58.

Sog

Í Sogum.

 

Reykjanesfólkvangur

Það mun hafa verið Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem átti hugmyndina að stofnum fólkvangs á Reykjanesi. Þegar hann fór eitt sinn um Krýsuvíkursvæðið og var að skoða verksumerki eftir fjósbygginguna í Krýsuvík 1948 Reykjanesfólkvangur - kortblöskraði honum að sjá hvernig hluta af uppgreftrinum hafði verið ýtt fram af brún Grænavatns, sem er bæði merkilegur og fallegur sprengigígur. Honum fannst að bregðast þyrfti við. Að hans mati virtist fólk ekki gera sér grein fyrir hverskonar náttúrufyrirbæri gígurinn væri. Hann taldi að kominn væri tími til að vernda náttúruna á svæðinu fyrir framkvæmdagleði mannanna.
Náttúruverndarlög, sem sett voru 1956, gerðu ráð fyrir að sveitarfélög gætu stofnað fólkvanga og að þjóðvangar yrðu í ríkiseign. Um málefni Reykjanesfólkvangs hafði verið fjallað, en árið 1968 voru þau tekin upp að nýju þegar skipulagsstjóri boðaði fulltrúa Náttúruverndarráða á Stór-Reykjavíkursvæðinu til samráðsfundar. Í framhaldi af því var skipuð samstarfsnefnd, sem átti að gera tillögu um hvaða náttúruvætti bæri nauðsyn til að friða á svæðinu.

Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson.

Dr. Sigurður Þórarinsson varð formaður samstarfsnefndarinnar og í október 1969 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur samhljóða hugmynd um að stofnun Reykjanesfólkvangs, sem átti að ná frá Elliðavatni að Krýsuvíkurbergi. Ætlunin var að sameina Heiðmörk, Bláfjallasvæðið, Krýsuvíkurland og Herdísarvíkurland.
Eftir langan meðgöngutíma og margskonar hræringar var ákveðið að einskorða Reykjanesfólkvang við núverandi mörk. Ástæðan var sú að ekki náðist full samstaða um svo stórt svæði innan þeirra sveitarfélaga sem tengdust málinu, enda sveitarstjórnarfólk jafnan illu heilli haft litla innsýn í þau miklu varanlegu verðmæti, sem þar er að finna. Þó var ákveðið að fólkvangurinn spannaði um 300 km2 landsvæði. Það er stærð fólkvangsins í dag, rúmum 30 árum seinna, og er hann enn sem komið er langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar hér á landi. Hinsvegar er Undir NorðlingahálsiReykjanessvæðið allt um 1700 ferkílómetrar og spannar það þó ekki allt hið forna landnáms Ingólfs.
Reykjanesfólkvangur var stofnaður með reglugerð sem tók gildi  1. desember 1975. Sveitarfélögin sem stóðu að fólkvangnum voru: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær. Stjórn fólkvangsins er enn í höndum þessara sveitafélaga í samráði við Umhverfisstofnun. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnarinnar þótt Reykjavík eigi ekkert land í fólkvangnum sjálfum.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – kort.

Mörk fólkvangsins að austan eru sýslumörk Gullbringu- og Árnessýslu. Að norðan tengist hann Bláfjallarfólkvangi. Vesturmörk fólkvangsins eru vestan við Undirhlíðar og Núpshlíðarháls fram í sjó við Selatanga. Suðurmörkin fylgja strandlínunni.
Reykjanesfólkvangur samanstendur að stórum hluta af gróðurlitlum, en litskrúðugum og jarðfræðilega „safaríkum“ móbergshæðum, mosagrónum hraunum og formfögru fjallalandslagi. Tveir áberandi meginfjallshryggir (og aðrir minni) liggja eftir fólkvangnum miðjum og eru í NA-SV stefnu, eins og sprungureinarnar sem ganga úr Atlantshafinu og taka land á Reykjanestá. Þessi hryggur skiptir vestanverðum Reykjanesskaganum á milli Evrasíu flekans og Ameríkuflekans sem gerir svæðið einkar áhugavert fyrir jarðfræðinga og aðra sem velta grundvallarþáttum jarðfræðinnar fyrir sér.
Á SveifluhálsiStærstu fjallahálsarnir fyrrnefndu nefnast Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls). Hæstu hnúkar og tindar á þessum hálsum ná upp í u.þ.b. 400 metra hæð yfir sjó. Má þar nefna áberandi formfagra móbergshnúka í Stapatindum Sveifluhálsins og þá nyrstu í Núpshlíðarhálsi; Trölladyngju og Grænudyngju.
Brennisteinsfjöll eru austast í fólkvanginum en þar nær einstaka fjall upp í  u.þ.b. 600 metra hæð. Það má til dæmis nefna Hvirfil, Kistufell, Eldborgir og Vörðufell. Langahlíð, eða Lönguhlíðar, er enn annar fjallshryggurinn sem liggur austan og norðan við Kleifarvatn.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Sunnan og vestan fjallanna þar sem hallar niður að Kleifarvatni er Vatnshlíð, frá Vatnshlíðarhorni að hinu nafnkunna felli Gullbringu, sem sumir segja að öll sýslan hafi verið nefnd eftir. Aðrir segja hana vera langhlíðina ofan og austan hennar. Nokkru sunnar er Geithöfði, Lambafellin og lengra í austurátt er Geitahlíð þar sem enn ein formfegurðin trjónir hæst; gígur Æsubúða. Segir þjóðsagan að þar hafi fyrrum, áður en hraunin runnu, verið verslunarstaður. Skipið Hvítskeggur á m.a. að hafa verið bundið þar við festar, er sáust lengi vel í Hvítskeggshvammi ofan Eldborganna.
Á SveifluhálsiNálægt hinu forna Krýsuvíkurhverfi eru tvö móbergsfell; Arnarfell og Bæjarfell. Nokkru suðvestan af Bæjarfelli er áberandi toppmyndað fell sem nefnist Mælifell, oftast kallað Krýsuvíkur-Mælifell, til aðgreiningar frá Skála-Mælifelli, sem er norðaustan Skála. Að vísu er enn eitt mælifellið á millum, en færri sögum fer af því í örnefnalýsingum. Nafngift fellanna fylgdi jafnan staðsetningum mælingastöðva danskra landmælinga- og kortagerðamanna um og í kringum aldarmótin 1900. Þau kort eru enn talin hin mestu nákvæmissmíð. Keilir er vestan Trölladyngju, eitt hið formfegursta fjall á Skaganum, en hann er þó ekki innan Reykjanesfólkvangs.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eina verulega stóra stöðuvatnið í fólkvanginum er Kleifarvatn. Það er um 10 km2 að stærð og þar sem það er dýpst, í gjánum austur af Syðri-Höfða, nær það 97 metra dýpt. Sunnan vatnsins eru tjarnir, votlendi og smálækir sem renna í það. Kleifarvatn er á margan hátt undarlegt stöðuvatn sem byggir vatnsbúskap sinn að miklu leiti á regnvatni, og það rignir talsvert mikið í Krýsuvík.
KleifarvatnReyndar er öll rigningin tálsýn að hluta. Það þekkja þeir a.m.k., sem varið hafa nokkrum árum æfi sinnar á þeim slóðum. „Rigningin“ er að mestu í formi þoku, sem jafnan grúfir sig yfir fjallgarðinn við hentug veðurskilyrði, enda hefur hann veruleg áhrif á veðurhvörf veggja vegna. Vatnsborðið Kleifarvatns hefur og sveiflast verulega á ákveðnum árabilum, þrátt fyrir að vatnið sé afrennslislaust ofan jarðar. Ástæðan er sú að sprungur í botni vatnsins opnast við jarðhræringar og þegar svo ber undir minnkar í Kleifarvatni.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Þetta kom glögglega í ljós árið 2000 þegar vatnsborðið lækkaði um 4 m og ummál vatnsins minnkaði í 8 km2. Þá urðu tveir miklir jarðskjálftar á Suðurlandi og varð sá seinni beint undir Sveifluhálsinum og Kleifarvatni. Það er því ekkert skrýtið þótt eitthvað hafi þurft undan að láta. Þennan dag, 17. júní (í fyrri skjálftanum), má segja að hálsinn hafi risið undir nafni; Sveifluháls, því hann liðaðist líkt og ormur. Það segja a.m.k. þeir er til sáu.
Nokkur merkileg gígvötn og tjarnir eru innan fólkvangsins, merkust þeirra eru Djúpavatn, Gestsstaðavatn, Grænavatn og Augun, en auk þeirra má finna dæmigert heiðarvatn á Krýsuvíkurheiði sem nefnist Bleiksmýrartjörn, líka nefnt Arnarfellsvatn.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Arnarvatn er á Sveifluhálsi og Djúpavatn, Grænavatn og Spákonuvatn í Núpshlíðarhálsi. Lækir eru í Krýsuvík og við Djúpavatn, á Selsvöllum og víðar.

Reykjanesfólkvangur er mikið til þakinn hraunum og mörg þeirra hafa runnið í sjó fram. Það er fagur að skoða hraunfossana sem hafa steypst fram af fjöllunum niður á láglendið. Þar má nefna Fagradalshraun, Tvíbollahraun og hinn tilkomumikla hraunfoss Víti í Kálfadölum, auk hraunstraumana austast í sunnanverðum Núpshlíðarhálsi og fram af brúnum Stóra-Hamradals.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Krýsuvíkurland frá Kleifarvatni að Krýsuvíkurbergi er þakið jarðvegs- og gróðurþekju, sem er ofan á nokkrum lögum af hraunum. Þessi hraunlög sjást ágætlega þegar samsetning landsins við Krýsuvíkurberg er skoðað.
Það eru nokkur ung hraun í Reykjanesfólkvangi, þar á meðal eru miklir hraunmassar sem flæddu víða í Krýsuvíkureldum sem stóðu yfir frá 1151-1180.
Hraunakort af ReykjanesskagaÞessi hraun hafa sum hver mótað landslagið á sögulegum tíma. Nýjustu rannsóknir staðfesta aldurinn svo glögglega að meginhraunin, Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (Kapelluhraun/Bruni), eru talin hafa myndast um haustið 1151. Talið er að gamla Krýsuvík í Húshólma hafi að mestu horfið undir hraunflóðið. Þar eru enn allmerkar minjar sem lítill gaumur hefur verið gefinn til þessa. Líklega kunna þær að leiða í ljós, við nákvæmari rannsókn, elstu mannvistaleifa hér á landi – frá því fyrir norrænt landnám.

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – hraunakort.

Krýsuvíkureldar stóðu yfir ein 30 ár og þá varð hluti Kaldárhrauns til, sem kom úr mörgum smágígum við Undirhlíðar og vestan Helgafells; einnig Mávahlíðarhraun skammt frá Fjallinu eina og Traðarfjallahraun í Móhálsadal.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – rann 1151.

Víðáttumikil hraun, sem eru í stórum hluta bæjarlands Hafnarfjarðar, runnu úr gígum í Grindaskörðum og Þríhnúkum á sögulegum tíma, eftir landnám (um 950). En yngstu hraunin komu í eldgosi í Brennisteinsfjöllum, sem átti sér sennilega stað í kringum 1340 eða 1380. Þessi hraun eru því ekki nema rúmlega 600 ára gömul ef rétt reynist.
VBúrfellið suðurströnd fólkvangsins eru tvær litlar víkur, Hælsvík og Keflavík og milli þeirra er strandbergið Krýsuvíkurberg, sem er eitt merkilegasta fuglabjarg landsins. Þar hafa að jafnði verið um 100 þúsund sjófuglar. Mest er af svartfugli, þ.e. álku, langvíu og stuttnefju, en einnig er nokkuð af toppskörfum, silfurmáfum og fýlum, eða múkka eins og sjómenn kalla þann ágæta fugl. Krýsuvíkurberg var lengi vel nytjað af Björgunarsveit Hafnarfjarðar, en eftir jarðskjálftana árið 2000 varð áhættan meiri en áður vegna hættu á hruni. Áður fyrr var bergið ein helsta matarkista Krýsuvíkinga og hjáleigubænda þeirra.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

Það eru æði margar og merkar menningarminjar víða í Reykjanesfólkvangi, sem tengjast búskap og atvinnu fyrri alda, en einnig má finna nýlegar minjar frá síðustu öldum. Elstu fornminjarnar eru í Húshólma (gamla Krýsvík) í Ögmundarhrauni. Þá eru margar selminjar innan fólkvangsins. Sem slík skipa selin stóran sess í búskaparsögu Reykjanesskagans, en í heildina má enn sjá þar leifa um 250 selstöðva.
Fornar minjar í HúshólmaKrýsuvík var lengi höfuðból og heimajörðinni fylgdu nokkuð margar hjáleigur. Krýsuvík var heil kirkjusókn á sínum tíma og þótti afskaplega góð jörð á meðan sjálfsþurftarbúskaður var stundaður á Íslandi. Um tíma voru 14 hjáleigur frá Krýsuvíkurbúinu. Útræði var frá Selatöngum fram undir aldarmótin 1900, en nokkur eftir það var róið frá Hólmasundi. Áður höfðu Krýsvíkingar skipt á seljabeit og uppsátri við Þórkötlunga í Grindavík og Kálfatjarninga á Vatnsleysuströnd. Beitilandið var svo gjöfult að sauðfé var látið ganga sjálfala árið um kring, það var stutt á fiskimiðin frá útverunum og þau gáfu vel í aðra hönd.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Í Krýsuvíkurbergi var nóg af fuglakjöti og eggjum, og rekaviður skaffaði efnivið í hús og báta, amboð og annað er til þurfti. Rekaviður var m.a. sóttur í Keflavík austan Bergsenda og niður undir Heiðnaberg. Var þá farið um hinn brattumgengna Ræningjastíg. Frá honum honum segir í þjóðsögunni um komu Tyrkjanna til Krýsuvíkur, för þeirra í selið ofan við bergið og móttökur séra Eiríks á Vogsósum sunnan við Krýsuvíkurkirkju þann örlagaríka dag – fyrir þá.
KrýsuvíkurkirkjaÞrátt fyrir alla gnæðina fór Krýsuvíkurjörðin hægt og sígandi í eyði á fyrri hluta 20. aldar, eftir að stórskáldið Einar Benediktsson eignaðist hana ásamt norskum fjármálamanni. Það var sennilega tímanna tákn að skáldjöfurinn var á fallanda fæti á sama tíma og landsmenn voru að skipta um gír og hverfa frá sveitunum til að setjast að í þéttbýlisstöðunum við sjávarsíðuna þar sem góð hafnaraðstaða skipti meginmáli. Annars verður að segja um Einar Benediktsson, að skáldajöfursímyndin hafi í seinni tíð blindað ásýndina af svindlaranum.
Þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist Krýsuvíkurjörðina um 1941 var Magnús Ólafsson síðasti íbúi Krýsuvíkur nánast kominn að fótum fram. Hann var fluttur nauðungarflutningi til Hafnarfjarðar eftir að hafa fengið slag, og um svipað leyti var bílvegurinn til Krýsuvíkur fullgerður. Þar með lauk hinni gömlu búsetu í Krýsuvík eftir tíu alda langa sögu, en nýi tíminn megnaði ekki að endurreisa staðinn á þann hátt sem ætlunin var.

Krýsuvík

Krýsuvíkurvegurinn lagður um Helluna við Kleifarvatn.

Vegagerðinni var m.a. ætlað tvenn hlutverk; annars vegar að gera Hafnfirðingum kleift að reisa mjólkurframleiðslubú í Krýsuvík og hins vegar til að auka öryggi mjólkuflutninga millum Flóamanna og Hafnfirðinga á vetrum þegar Hellisheiðarvegur tepptist. Ætlunin var og að virkja hverina í Seltúni og Hverahvammi til að framleiða raforku, en þær áætlanir runnu út í sandinn, líkt og mjólkurframleiðslan. Nú hefur verið gefið út rannsóknarleyfi í Krýsuvík til Hitaveitu Suðurnesja sem hyggst setja virkjun á laggirnar í þessum miðdepli fólkvangsins ef ráðist verður í byggingu álvers í Helguvík.
Fjöldi merkra náttúruminja eru í fólkvangnum, fallega mótaðar móbergsmyndanir, hraunstapar, hraunhellar og margháttað gróðurfar, sem reyndar á í vök að verjast. Landeyðing er mikil í Reykjanesfólkvangi. Landgræðsla hefur verið stunduð þar um áratugaskeið en árangurinn hefur verið minni en efni stóðu til. Samt sem áður má víða sjá grösuga bala en mest ber á uppblásnum melum og móbergshálsum. Ljóst má vera að fjallskollar, sem nú eru gróðurlausir, hafa margir hverjir verið verið þaktir gróðri áður fyrr. Má þar nefna Mælifellin.
Hraunsel undir NúpshlíðarhálsiJeppamenn notuðu Reykjanesið um tíma fyrir utanvega akstur en núna eru það aðallega menn á miðjum aldri sem aka svokölluðum endúró hjólum, eða mótorkrossmenn sem þeytast upp um öll fjöll og spæna upp viðkvæma dali á Reykjanesinu. Slíkur akstur er með öllu bannaður í Reykjanesfólkvangi eins og annarsstaðar utan vega á landinu. Dæmi eru einnig um að göngufólk skilji eftir sig rusl og önnur líti á ferðum sínum um svæðið.
Það eru tvö beitarhólf innan fólkvangsins. Annað (fyrir „hafnfirðingana“) er orðið nokkuð rótgróið en hitt (fyrir „grindjánana“) er nýlegt. Með beitarhólfunum hvarf „villibráðabragðið“ af kjöti kindanna, sem áður ráfuðu frjálsar um hlíðar og fjöll. Annars hefur fé fækkað svo mikið á Reykjanesskaganum að líklegra hefði verið öllu ákjósanlegra að leyfa því að ganga sjálfala og hjálpa þannig til við að byggja upp annars gróðurlítil eða gróðurlaus svæði.
Nokkrar fornar þjóðleiðir liggja um Reykjanesfólkvang. Hluti af Selvogsgötu, Undirhlíðarleið, Stórhöfðastígur, Hrauntungustígur, Ketilstígur, Þórustaðastígur, MoshóllHálsavegur, Drumbsdalaleið, Sveifluleið, Hettuvegur, Dalaleið, og hluti af Suðurleiðinni gömlu, sem vermenn austan úr Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum, fylgdu á leið sinni í verið á þorranum og aftur heim að vori. Þórustaðastígurinn lá t..d. frá Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, meðfram Moshól nyrst á Selsvöllum, yfir Núpshlíðarháls að Vigdísarvöllum. Þar tók við Sléttuvegur upp að Hettuvegi yfir til Krýsuvíkur.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Nú eru helstu leiðirnar Krýsuvíkurvegurinn, sem var lagður 1935-1945, og Ísólfsskálavegur sem er að stofni til frá því um 1932, þótt núverandi vegur sé um hálfrar aldar gamall. Síðarnefndi vegurinn var að mestu lagður yfir gamla götu, þ.á.m. Ögmundarstíg, sem lá þvert yfir samnefnt hraun. Svo er vegslóði sem liggur að Djúpavatni og áfram um Krókamýri og Vigdísarvelli að Latsfjalli, sem er eingöngu opinn á sumrin. Þessa stundinar er verið að vinna við nýjan Suðurstrandarveg sem þó nokkrar deilur hafa staðið um. Sá vegur á að tengja saman byggðirnar í Suðurkjördæmi, þ.e. Suðurnesin og Suðurlandið.
Fyrir nokkrum árum lagði Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fram tillögu um að gera RFjölmargir hellar eru innan fólkvangsinseykjanesfólkvang að Eldfjallagarði og stækka hann í leiðinni til austurs. Hann vildi draga Þríhnúkasvæðið inn í fólkvanginn. Meðal þess sem rætt hefur verið um í sambandi við Eldfjallagarð á Reykjanesi er sú hugmynd að bora gat inn í miðjan Þríhnúkagíg, sem er einn stærsti eldgígur heims. Hugmyndirnar er góðar sem slíkar, en framkvæmdin yrði auðvitað arfavitlaus – þ.e. að raska og umbreyta einu helsta jarðfræðifyrirbæri í heimi.
Reykjanesfólkvangur er á miðju virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum.

Jarðfræði

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár.   Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma.   Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár.   Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til svávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum.
Misgengi og sigdalir eru margir í fólkvanginumAð sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.
Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum sprungureinunum og gígaraðir.   Sprungureinarnar eru yfirleitt 25-50 km langar og 5-7 km breiðar. Tvær þeirra fara um Reykjanesfólkvang, þ.e Krýsuvíkurrein og Brennisteinsfjallarein sem liggja frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann. Háhitasvæði er á báðum sprungureinunum, þ.e. Seltún, sem er í næsta nágrenni við veginn norðan við Krýsuvík, og hverasvæðið í Brennisteinsfjöllum sunnan Draugahlíðar.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi.

Jarðlög Reykjanesfólkvangs eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Krýsuvík, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Það eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka suður af Lönguhlíð (um).  Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og Núpshlíðarháls og Sveifluháls eru móbergshryggir sem hafa hlaðist upp undir jökli. Syðst og austast í fólkvanginum er Krýsuvíkurhraun, forsögulegt sprunguhraun. Norðan þess eru nokkur hraun runnin úr Brennisteinsfjöllum eftir landnám. Vestast í fólkvanginum er Ögmundarhraun frá árinu 1151.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Jarðsagan er heillandi og á fáum stöðum opnast jarðsögubókin betur en hér á Reykjanesskaganum í fjölbreyttum jarðmyndunum. Hér má sjá úthafshrygg koma á land og á  “Brúnni milli heimsálfa” er hægt að ganga milli Ameríku og Evrópu. Sjá hvernig landið hefur gliðnað, sprungur opnast, gígar myndast og hraun runnið. Landið stækkar sígandi, lúshægt mælt í mannsævinni en á ægihraða í samanburði við ævi Jarðar, að meðaltali 2 sentimetra á ári.
Hér eru eldgígar af öllum gerðum og merkileg fjöll mynduð við eldgos undir jökli, bólstraberg og móberg, t.d. við Kleifarvatn þar sem í kaupbæti býr skrímsli. Litskrúðugt berg í Trölladyngju gefur Landmannalaugum lítið eftir og útsýnið af Keili er stórbrotið. Dyngjur nefnast flatir hraunskildir og móðir þeirra, Skjaldbreiður, rís við endimörk garðsins í norðri en litlar systur skreyta skagann, sumar úr bergi svo djúpt úr iðrum jarðar að það geymir jafnvel lykilinn að uppruna vatnsins á Jörðinni.
TrölladyngjaÁ Reykjanesi brýtur úthafsaldan bergið af ógnarkröftum, molar í spað og skolar upp í Sandvíkina. Næsta land beint í suður er Suðurskautslandið. Krísuvíkurberg og Festarfjall full af fugli, súlur og lundar sveima um. Að leggjast í mjúkan mosa er vandfundinn lífsreynsla í öðrum löndum. Reykjanesskaginn er unaðsreitur náttúruskoðara og ljósmyndara, hrein upplifun. Hér eru háhitasvæði með litríkum ólgandi leirhverum, öskrandi gufuaugum og hæglátum vatnshverum. Hér gengur sjórinn inn í bergið, mætir orku úr iðrum jarðar, hitnar og breytist í sjóðheitan jarðsjó sem nýttur er í Bláa lóninu og geymir lækningamátt. Jafnvel í fúlasta sjóðandi leirpytti er líf, frumstæðar lífverur sem una sér við öfga. Geymir Reykjanes að lykil að uppruna lífsins eða vísbendingar um mögulegt líf á öðrum hnöttum?

Húshellir

Húshellir – hreindýrabein.

Hreindýrum var sleppt á Reykjanesskaga árið 1777 og héldust þau þar við allt framundir 1930. Tófum hefur fjölgað á svæðinu á undanförnum árum. Í Kleifarvatni er nokkur silungur, en þar var sett bleikja um 1960.
Fjörur við suðurströnd skagans eru opnar fyrir úthafinu og klettóttar. Þar við efstu flóðmörk finnst sérkennileg stór grápöddutegund (krabbadýr). Krísuvíkurberg er stærsta fuglabjarg Reykjanesskaga. Rita er þar yfirgnæfandi, en einnig er mikið af fýl og svartfuglstegundunum, álku, langvíu og stuttnefju. Að auki verpur þar lundi, teista, toppskarfur og silfurmáfur. Undir berginu má stundum sjá útseli og lengra úti má stundum sjá til hvala af bergbrúninni.
Háhitasvæði eru innan fólkvangsinsAlls hafa fundist tæplega 200 tegundir blómaplantna og byrkninga (burknar, elftingar, jafnar) í Reykjanesfólkvangi. Flestar tegundirnar eru algengar um land allt, en einstaka eru bundnar við Suðurland, t.d. grástör og gullkollur. Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Ögmundarhrauni og setur hann óneitanlega   mikinn svip á landið. Grámosi(gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng.

Kerin

Birki ofan við Kerin í Undirhlíðum.

Lítið er um kjarrlendi í Reykjanesfólkvangi. Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu, en ljóst er að núverandi kjarr eru leifar víðáttumeira kjarrlendis. Einna vöxtulegastur trjágróður er umhverfis Búrfell og Smyrlabúð. Birki er aðaltrjátegundin sem myndar kjarr, en á stöku stað má sjá allstóra gulvíðirunna. Undirgróðurinn er einkum lyng og grös, s.s. hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur, svo og blómplöntur, t.d. blágresi, brennisóley og hárdepla. Stór hluti fólkvangsins eru melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras. Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli.   Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir. Mýrargróður er helst að finna í suðurhluta fólksvangsins. Stærst er mýrin við Stóra Lambafell, en þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
KortEitt af sérkennum fólkvangsins eru jarðhitasvæðin og þar eru nokkrar einkennisplöntur. Fjölskrúðugastur er gróðurinn á jarðhitasvæðinu við Seltún. Þar vaxa tegundir  svo sem laugasef, lindasef og lækjadepla. Einnig er margbreytilegur gróður í volgrunni sem rennur um Seltún að leirhvernum Svuntu, t.d. sefbrúða og laugabrúða. Af sjaldgæfari tegundum má nefna ýmsar blómplöntur, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng, sem finnast t.d. í Núpshlíð og Geitahlíð.
Innviðir Reykjanesfólkvangsins hafa allt til þessa dags verið stórlega vanmetnir í 30 ár, eða allt frá því að Sigurður Þórarinsson, vakti athygli á mikilvægi verðmæta hans. Nú er er kominn tími til að breyta um betur – varðveita svæðið í heild og skila sem flestum verðmætum þess til komandi kynslóða.

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði eftir efnisnám.

Það stafar margskonar hætta að Reykjanesfólkvangi. Innan hans eru margar stórar efnisnámur. Ein við Bláfjallaveg sem fer sífellt stækkandi, ein við Vatnsskarð og sú þriðja í gígaröð Ögmundarhrauns nærri Latsfjalli. Nokkrar gamlar námur eru einnig til staðar, ein við Vatnshlíðarhorn og önnur þar sem Litla-Eldborg var undir Geitahlíð, en hún er ekki svipur hjá sjón vegna ótæpilegrar efnistöku á sínum tíma. Eldborgin undir Trölladyngju er að mestu horfin undir vegstæði og víða má bakatil við sjónröndina sjá hvar efni hefur verið tekið úr ómetanlegum jarðmyndunum. Auk þess má nefna mikinn áhuga fyrirtækja og stofnana að virkja þar á sem flestum stöðum – jafnvel þeim verðmætustu.

Heimildir m.a.:
-http://www.gamli.umhverfissvid.is/reykjanesfolkvangur/
-http://www.ogmundur.is/VI/news.asp?id=653&news_ID=3149&type=one&multiplier=0.9
-Hrefna Sigurjónsdóttir.

Grindaskarðahnúkar og KerlingahnúkarNúpshlíðarháls

Sveifluháls

Árið 2004 vann Sigrún Helgadóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um fólkvanginn, upphaf hans, markmið og framtíð. Hér birtist útdráttur úr skýrslunni, sem er 43 bls. með margvíslegum fróðleik og tillögum.
Auk þess að lýsa Reykjanesfólkvangur - kortReykjanesfólkvangi getur höfundurinn um menningar- og samfélagsverðmæti hans m.t.t. sögu, minja og þjóðtrú, náttúrufegurð (hughrif), útivist og ferðamennsku, lista, náttúruvísindastarfa og fræðslu og umhverfismenntar. Árið 2005 varð fólkvangurinn 30 ára, en hann var stofnaður formlega með auglýsingu í Stjórnartíðindum 1. desember 1975 (520/1975).
„Stofnun Reykjanesfólkvangs er samofin sögu náttúruverndar á Íslandi. Framkvæmdir við Grænavatn í Krýsuvík áttu þátt í að menn áttuðu sig á mikilvægi þess að almenn náttúruverndarlög giltu í landinu. Hugmynd að stofnun fólkvangs á Reykjanesi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1969 og lögð áhersla á að land frá Elliðavatni til Krýsuvíkurbergs yrði gert að friðlýstu útivistarsvæði fyrir almenning. Fólkvangurinn var stofnaður 1. des. 1975.

Seltún

Í Seltúni.

Fólkvangar eru í umsjón sveitarfélaga ólíkt öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi. Landið er í lögsögu Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Álftaness og Garðabæjar en vegna mikilla hagsmuna annarra þéttbýlisbúa standa Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Grindavík saman að fólkvanginum. Hvert sveitarfélag skipar einn fulltrúa í fólkvangsstjórn og fjárframlög eru í hlutfalli við íbúatölu sveitarfélaganna. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnar. Frá 1981 hefur verið starfsmaður í hlutastarfi á sumrin til eftirlits.
Hellir í fólkvanginumSvæðið fellur ekki að íslenskum eða alþjóðlegum skilgreiningum á fólkvangi en er þjóðgarðsígildi og hluta þess mætti friðlýsa sem víðerni. Jarðfræði svæðisins er merkileg á heimsvísu en þar eru plötuskil með tilheyrandi eldstöðvum af ýmsum gerðum og gömlum og nýjum hraunum. Svæðið var byggt frá landnámi fram á síðustu öld og þar er mikið af minjum um lífshætti fólks á fyrri tímum til lands og sjávar.
Landið var vel gróið en hefur verið ofnýtt og gróður er nú mjög illa farinn, mikil ofbeit og landeyðing. Það er enn notað sem beitiland bæði er þar lausaganga búfjár og beitarhólf fyrir hross og sauðfé. Ýmsir áhugahópar hafa helgað sér svæðið m.a. til torfæruaksturs utan vega og er landið víða mjög illa farið af þeim sökum. Mikilvægt er að ná tökum á þessum vandamálum. Stefnt skyldi að friðun fólkvangsins fyrir beit og utanvegaakstri og leitast við að endurheimta fyrra gróðurfar (vistheimt).

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Vegir í fólkvanginum eru að mestu malarvegir. Sumir þeirra eru illa færir fólksbílum. Verið er að undirbúa lagningu Suðurstrandarvegar þvert í gegn um fólkvanginn. Tilkoma vegarins mun auka mjög umferð um fólkvanginn og nauðsynlegt er að bregðast við auknum gestafjölda með merkingum, upplýsingum og annarri þjónustu. Þá þjónustu þarf að veita um allan fólkvanginn, fyrst og fremst þarf að merkja áhugaverða staði og stika fjölbreyttar leiðir.
Þegar borin eru saman fjárframlög og stuðningur við Reykjanesfólkvang og önnur útivistarsvæði í nágrenninu, s.s. Bláfjallafólkvang og Heiðmörk, sést að fólkvangurinn er mikið olnbogabarn.
Minjar í fólkvanginum - frá fyrstu tíð landnámsSvæðið verður þó sífellt mikilvægara til útivistar fyrir þéttbýlisbúa SV-lands. Það gæti einnig haft mikið aðdráttarafl fyrir þá erlendu ferðamenn sem sækjast eftir menningarlegri og fræðandi útivist. Það form ferðmennsku er nú í mikilli sókn. Sú sérstaða að hægt sé að upplifa víðernisáhrif á daginn en stunda menningarlíf og fá góða þjónustu í þéttbýli um kvöld og nætur er mikill styrkleiki fyrir nálæg sveitarfélög.
Árið 2005 verður Reykjanesfólkvangur 30 ára og vonandi verður það tilefni til átaks í málefnum hans.“

Sog

Í Sogum.

Á lofti eru bæði blikur og sól. Blikurnar felast bæði í áhuga orkufyrirtækja að virkja háhitasvæði innan og utan fólkvangsins með tilheyrandi háspennulínum og járnleiðslum þvers og kruss um landssvæðið svo og þeirri áráttu sveitarstjórnarfólks að heimila á því hömlulitla malarnámuvinnslu. Sólin er vonin um að vitsmunalegt fólk geri sér grein fyrir þeim verðmætum er felast í ósnortinni náttúru, möguleikum skipulegrar nýtingar til útivistar og ferðamennsku sem og mikilla möguleika ókominna kynslóða til enn frekari nýtingar í heimi þar sem slík svæði eru þegar orðin sjaldgæf – og í rauninni alveg einstök.

Heimild:
-Sigrún Helgadóttir – Reykjanesfólkvangur, upphaf, markmið og framtíð – skýrsla unnin fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs 2004.
Duldar minjar í fólkvanginum

Vigdísarvellir

Árið 1993 gerði Guðrún Gísladóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanssfólkvangs um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ og jafnframt gerði hún tillögur um úrbætur.

Krýsuvík

Krýsuvík – teikning.

Í niðurstöðum og tillögum skýrslunnar segir m.a.:
„Ástand gróðurs er víða afar bágborið í Reykjanesfólkvangi og er brýnt að lagfæra ástandið á þeim svæðum sem eru illa farin. Fjölbreyttar búsetuminjar eru á fólkvangnum allt frá landnámi til 20. aldar. Rústirnar þarf að gera upp annars er hætta á að þær hverfi áður en langt um líður því grjót og torf samlagast umhverfinu, ekki síst ef svæðið grær upp. Þarna eru dýrmæt menniningarverðmæti sem verður að bjarga með endurbyggingu. Eina húsið sem er uppistandandi frá gamalli tíð er Krýsuvíkurkirkja frá 1857.
Mikilvægt er að gróður verði í framtíðinni í samræmi við íslenskt náttúrfar. Við uppgræðslu lands skal því einungis nota íslenskar jurtir og fræ en varast að nota lúpínu og barrvið. Beina skal aðgerðum að þeim svæðum sem verst eru farin, þ.e. svæðinu frá Kleifarvatni suður að sjó, Sveifluhálsi og Vesturhálsi, Breiðdal og Undirhlíðum. Mikilvægt er að náttúran sjálf fái að sjá um gróðurframvindu í hraunum og því ber að varast að planta þar trjám.
Búsetuminjar eru fjölbreyttar, t.d. bæjarhverfi, verstöð og seljarústir. Á milli þessara minja eru órjúfanleg tengsl. Bændur höfðu í seli og stunduðu sjó á vertíð. Sökum hagleysis var búfé rekið í sel og vegna hafnleysis héldu bændur til í verstöð á vertíðum. Það er því mikilvægt að þessum tegundum minja verði sinnt þegar rústir verða gerðar upp. Beina skal agerðum fyrst að verstöðinni á Selatöngum, síðan Krýsuvíkurbænum með útihúsum og þá Selsvöllum. Það ætti í framtíðinni að gera upp allar rústir fólkvangsins og hafa nokkrar skepnur t.d. í Krýsuvík, en þess verður að gæta að gróður hljóti ekki skaða af.“

Í skýrslunni er fjallað ítarlega um gróður og jarðveg í Reykjanesfólkvangi, markmið með endurheimt landgæða, tillögur um leiðir til varðveislu gróðurlenda og uppgræðslu lands, aðferðir í uppgræðslumálum, ástand og aðgerðir á mismunandi svæðum fólkvangsins, forgangsröðun svæða, búsetu áður fyrr í Reykjanesfólkvangi, ástand rústa og umfang, forgangsröðun verkefna og tillögur um lagfæringar og upphleðslu mannvistarminja og auk þess hugleiðingar um nýtingu Reykjanesfólkvangs.

Selalda

Selalda – teikning.

Um búsetu áður fyrr í Krýsuvíkursókn segir m.a.: „Rústir í Reykjanesfólkvangi bera fyrri búsetu ótvírætt vitni. Elstu minjar búsetu er að finna í Húshólma og Óbernnishólma í Ögmundarhrauni. Byggðin sem þar fór í eyði þegar Ögmundarhraun rann um 1151. Um búsetuna þarna eru ekki skráðar heimildir og eru því rústirnar eina vísbendingin um hina fornu byggð Krýsuvíkur og má ljóst vera að byggðin hefur verið umfangsmeiri en rústirnar segja til um. Elsta ritaða heimildin um búsetu í Krýsuvíkursókn er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þá voru íbúar í Krýsuvíkursókn 34 og var þá búið í Krýsuvík og 7 hjáleigum. Býlin voru í þyrpingu undir Bæjarfelli og rétt norðar þar sem Stóri og Litli Nýibær stóðu. Fram undir 1825 var fjöldi íbúa og býla stöðugur en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú nýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.

Selsvellir

Selsvellir – teikning.

Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905. Eftir það hélst byggð í Krýsuvík og Stóra Nýjabæ um skamma hríð og í byrjun 4. áratugarins var Krýsuvíkurhverfið allt. Þar með lauk sögu sjálfþurftarbúskapar og nýir tímar komu til sögunnar. Rústir sem verður lýst hér á eftir eru leifar gamla sveitasamfélagsins og eru minjar um líf og afstöðu fólks fyrir ekki svo löngu síðan. Aðstöðu fólks og lifnaðarhætti eiga börn nú á tímum engin tök á að gera sér í hugarlund. Ef hins vegar býlin yrðu gerð upp og unglingar fengju að vinna að því með eldra fólki myndi sjálfsagt nýr heimur opnast fyrir þeim. Hið sama gildir um þá sem kynnast uppgerðum húsunum.“
Guðrún lýsir síðan ástandi mannvistaleifanna eins og þær voru árið 1993. Tíu árum síðar, eða árið 2003, má segja að ýmislegt hafi breyst, bæði hvað varðar aukna vitneskju og eflda vitund fólks um minjar þær er hún fjallar um í ritgerð sinni. Ennþá stafar þó sama hættan að þeim, ekki síst vegna skilningsleysis þeirra aðila er ákvarðanir þurfa að taka um framkvæmdir á einstökum svæðum.
„Allar rústirnar þarf að merkaj vel og hafa upplýsingar um sögu þeirra á staðnum. Það ætti að vera framtíðarmarkmið að hlaða upp rústirnar… Ég sé þetta svæði fyrir mér sem eitt verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins þar sem hægt verður að sameina náttúru- og söguskoðun.
Í Svíþjóð hefur sænska ferðafélagið gert upp marga bóndabæi, iðnaðarhverfi frá 19. öld og reyndar líka herragarða og fangelsi. Þessi hús eru nú notuð sem farfuglaheimili og njóta óhemju vinsælda ekki síst vegna sögulegs gildis. Í Danmörku njóta víkingaaldabæirnir mikilla vinsælda. Í Lejre utan við Hróarskeldu er stórt svæði lagt undir þessa starfsemi… Með því að gera upp býli og hafa starfsfólk á staðnum sem vinnur með gamla laginu er enginn vafi á því að fólk mun sækja staðinn hvort sem er til að fá sér kaffisopa eða dvelja lengur. Á hverju svæði fyrir sig þarf að vera til staðar saga svæðisins, s.s. Krýsuvíkurhverfisins og lýsing á náttúruverðmætum í nágrenninu.“

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – teikning.

Minna má á að ekki er nema ár síðan að bæjarstjórn Hafnarfjarðar léði landsvæði undir Arnarfelli, í hjarta Krýsuvíkurhverfisins – hinna gömlu búsetuminja og heilstæða sögusvæðis, undir kvikmyndatöku erlendrar stríðsmyndar með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og mengun minjanna. Slíkt getur tæpast talist mikil virðing fyrir þeim verðmætum og hinni miklu arfleifð, sem þarna er að finna. Flokka verður slíka ákvörðun undir stundarafglöp að óathuguðu máli.
Staðreyndin er sú að taka þarf framkomnar ábendingar Guðrúnar til alvarlegar skoðunnar, ekki síst nú þegar kröfur almennings um varðveislu menningarverðmæta verða æ háværari og mikilvægra áhrifa ferðamennskunnar er farið að gæta í miklu mun ríkari mæli en áður var. Reykjanesfólkvangur býr yfir miklum tækifærum, sem óþarfi er að glopra niður vegna vanþekkingar eða áhugaleysis þeirra er gæta eiga hagsmuna þeirra svæða er hann tilheyrir. Auk náttúruminja má nefna ótrúlega aðgengilega sýn á jarðfræðifyrirbæri, hvort sem um er að ræða frá ísaldarskeiðum eða nútíma. Telja má að a.mk. 15 hraun hafi runnið á Reykjanesskaganum frá því að land byggðist og hefur það óneitanlega sett mark sitt á búsetu fólks og þróun byggðar frá upphafi vega. Ef vel er að gáð má bæði sjá og þreifa á sannindum um búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá því að fyrstu íbúarnir stigu á land til dagsins í dag – rúmlega 1100 árum síðar. Er ekki kominn tími til að nútímafólkið reyni a.m.k. að varðveita hluta þeirrar sögu til handa komandi kynslóðum þessa lands?

Heimild:
-Skýrsla Guðrúnar Gísladóttur um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ – 1993.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Reykjanesfólkvangur

Á fundi undirbúningsnefndar að stofnun fólkvangs á Reykjanesi 12. febrúar 1975 var samþykkt að Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Grindavík, Garðabær, Selvogshreppur, Keflavík og Njarðvíkurhreppur (tvö síðastnefndu sveitarfélögin eru nú sameinuð í Reykjanesbæ) skyldu vera aðilar að fólkvangi á Reykjanesi, sbr. nú ákvæði 3. og 55. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg, einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs fjöll og -stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu. Fólkvangurinn var friðlýstur árið 1975, eða fyrir 30 árum.
Í Stj.tíð. B, nr. 520/1975 er kveðið á um auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi. Þar segir:
”Að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að stofna fólkvang á Reykjanesskaga skv. 26. gr. laga nr. 47/1971.

Takmörk svæðisins eru sem hér segir:
FániLína dregin frá punkti í Heiðmerkurgirðingu undir Vífilsstaðahlíð í punkt á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkun inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús sem er glöggt og gamalt eyktarmark. Frá Steinshúsi liggur línan beint í norðurhorn Skógræktargirðingarinnar undir Undirhlíðum. Síðan eftir norðvesturhlið girðingarinnar að suðurhorni hennar. Þaðan beint í punkt á mörkum Hafnarfjarðar- og Grindavíkurbæjar undir Markargili. Síðan eftir mörkum í Markhelluhól.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Frá Markhelluhól stefna mörkin til suðurs eftir mörkum Vatnsleysustrandarhrepps eins og þau eru sýnd á korti gefnu út af U.S. Army Corps of Engineers og Landmælingum Íslands (mælikv. 1:50000), í punkt á þeim mörkum sem er suður af Höskuldarvöllum og austur af Oddafelli. Þaðan beina línu undir Núpshlíðarháls í punkt vestan við Núpshlíð. Frá þeim punkti beint í Dágon sem er klettur á Seltöngum við sjó fram vestan við Krísuvíkurberg. Að austanverðu fylgja mörkin sýslumörkum úr Seljabót um Sýslustein og þangað norður sem markalína fólkvangsins í Bláfjöllum sker sýslumörk, þaðan norðvestur eftir mörkum þess fólkvangs í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól og síðan réttsælis eftir Heiðmerkurgirðingunni að upphafspunkti lýsingar þessarar.

Um fólkvanginn gilda eftirtaldar reglur:

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Á skógræktargirðingu skulu einungis vera stigar.
Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.
Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971. Jafnframt verði ekki haggað þar eðlilegri nýtingu til búrekstrar, réttur til beitar er ekki skertur innan fólkvangsins og áskilinn er í Krýsuvík réttur til starfsemi í almannaþágu (svo sem heilsuhæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).

Seltún

Brennisteinsnámuvinnslusvæðið við Seltún.

Skipulegur námurekstur, sem rekinn er innan fólkvangsins þegar auglýsing þessi verður birt í Stjórnartíðindum, má þó haldast, enda sé umgengni í samræmi við 18. gr. laga nr. 47/197.
Tekið er fram af hálfu sveitarfélaganna allra að með stofnun fólkvangsins telja þau ekki á neinn hátt raskað eignarrétti að landi því sem fólkvangurinn tekur til.

Samvinnunefnd sveitarfélaganna allra fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fullrúa frá hverjum aðila.

Ráðuneytið er samþykkt stofnun fólkvangsins og tekur stofnun hans gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.

Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1975.

Vilhjálmur Hjálmarsson.”

Krýsuvík

Drengir í Vinnuskólanum við Seltún. Drottningarholan í bakgrunni – HH.

Nú þegar 30 ár eru liðin frá stofnun Reykjanesfólksvangs er ágætt tilefni til að staldra við, meta stöðuna og ákvarða framhaldið. Staðreyndin er sú að stjórn fólkvangsins hefur verið skipuð fólki, sem lítið hefur látið að sér kveða. Skipanir sveitastjórna í stjórn fólksvangsins virðist einungis til málamynda. Engin tengsl virðast vera á milli þeirra og viðkomandi sveitastjórna. Hluteigandi virðast hvorki vera kunnugt um verðmæti svæðisins né möguleika þess. Það hefur heldur ekki fengið fjármagn til kynninga, ekki fengið tækifæri til að laða áhugasamt fólk að svæðinu eða getað nýtt það með markvissum og skipulegum hætti, sem það verðskuldar. Á sama tíma hefur fólkvangurinn verið „útbýjaður“ af utanvegakastri og önnur skemmdarverk verið látin viðgangast, án þess að stjórnin hafi getað rönd við reist. Það er kominn tími til breytinga.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

Þegar kemur að einstökum ákvörðunum er að sjá sem sveitarfélögin hreinlega „valti yfir“ stjórn fólksvangsins. T.a.m. má sjá þess merki þegar kemur að ákvörðunum stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, sem sveitafélögin tilnefna aðra fulltrúa til og eru jafnan einnig sveitarstjórnarfólk, en sveitafélögin er Reykjanesfólkvangurinn tilheyrir, eru jafnframt eigendur H.S. Ekkert fyrirtæki á Suðurnesjum, með fullri virðingu fyrir starfsfólki þess, hefur raskað svæðinu jafn mikið og það með óafturkræfum hætti – hingað til a.m.k.
Sveitarfélög þau, sem að Reykjanesfólkvangi standa, þurfa að taka sér tak, endurmeta umfang fólksvangssvæðisins með raunhæfum hætti, ráða eða skipa fólk með þekkingu á svæðinu til starfa, vernda það, marka stefnu til lengri tíma og um leið efla áhuga á samnýtingu þess.

Hraunhóll

Hraunhóll – varða á mörkum Reykjanesfólksvangs.

Hörfa þarf frá núverandi fyrirkomulagi, en taka upp líkt fyrirkomulag og nú gildir um Bláfjallanefndina með megináherslu á svæðið sem heild sem og skynsamlega nýtingu allra auðlinda þess til lengri framtíðar. Ljóst er að jarðvarmanýtingin er nauðsynleg, en hana er auðveldlega hægt að framkvæma með meiri varnfærni en gert hefur verið. Ekki má horfa fram hjá þeirri auðlind svæðisins er lítur að óspilltu umhverfi, hvort sem um er að ræða náttúru eða menningarminjar, sem það hefur að geyma frá upphafi landnáms hér á landi.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur.

Reykjanesskagi

Með þessari umfjöllun eru engar myndir af litbrigðum Reykjanesskagans – með því má segja að amen fylgi efninu.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli öll önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfuðborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að aðrir íbúar landsins kæmu á Skagann til að skoða stórkostleika hans. En svo er ekki. Í huga landsbyggðabúans hefur höfuðborgarsvæðið neikvæða ímynd og þar með svæðið í heild. Og vegna þess að allt of margur höfuðborgaríbúinn vill heldur leita langt fyrir skammt verður nýting hinna nærtæku verðmæta minni en ætla mætti.

Seltún

Seltún.

Mikilvægt er að ferðamálastjórnvöld hugi alvarlega að markvissri stefnugerð í nýtingu einstakra svæða landsins sem og þess sem heildar, þ.e. geri heilstæða tímasetta áætlun sem felur í sér a) greiðara aðgengi, b) takmarkanir, c) merkingar, d) uppbyggingu, e) varðveislu, f) endurgerð og g) gjaldtöku.
Margar þykkar skýrslur hafa verið gerðar um lítið sem ekki neitt í þessum efnum – og nær öllum verið komið fyrir í skúffum eða í hillum til varanlegrar varðveislu. Kostnaður við skýrslugerðina hefur verið meiri en sem nemur þeim fjármunum, sem varið hefur verið til markvissra og varanlegra aðgerða, en afraksturinn hins vegar verið lítill sem enginn.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

Hér á eftir verða framangreindir þættir metnir út frá aðstæðum á Reykjanesskaganum, en auðvelt ætti að vera að heimfæra þá á landið allt. Sérhver þáttur er í raun viðfangs- og úrvinnsluverkefni út af fyrir sig.

a) Huga þarf að og ákveða hvort (sjá hins vegar lið b) greiðara aðgengi eigi að verða að einstökum svæðum. Í dag liggja jeppaslóðar víða inn á og um annars óaðgengileg svæði fyrir ferðafólk. Slóðarnir liggja um mela og móa með tilheyrandi landsspjöllum. Roföflin (vatn, vindur, frost og þýða) hafa  náð að spilla landi verulega og eyða jarðvegi. Hægt er að koma í veg fyrir frekari eyðingu með því að gera svæðin aðgengilegri með takmarkaðri vegagerð (í slóðastað). Með því að leggja þjappaða grús í slóðana í jarðvegshæð og gera þá færa flestum ökutækjum yrði komið í veg fyrir alvarlegri áhrif rofaflanna, auk þess sem miklu mun fleirum yrði gert fært að skoða áhugaverða staði.

Gunnuhver

Gunnuhver.

b) Takmarkanir á aðgengi að seinstökum svæðum þarf að meta. Frá sérstaklega verðmætum stöðum, sem þola illa átroðning (sjá hins vegar lið d), þarf að hrinda akandi umferð frá, þ.e. gera fólki erfiðara að komast á vettvang, t.d. einungis fótgangandi. Það myndi fækka ferðafólki og minnka líkur á verulegu raski. Gott aðgengi á aðra staði myndi undirstrika afstöðu yfirvalda til nauðsynlegra takmarkana á þessi svæði. Þeirra þyrfti að gæta sérstaklega, t.d. með aðkomu landvarða (sjá lið g).

Reykjadalur

Reykjadalur.

c) Merkingar eru ferðafólki nauðsynlegar, hvort sem um er að ræða sem vegvísa í upphafi ferðar eða þegar komið er á vettvang. Huga þarf skipulega að vandaðri útgáfu efnis um merkilega staði. Útgáfan þarf að vera aðgengileg sem flestum á helstu tungumálum. Fylgja þarf henni eftir með samræmdum (og umhverfisvænum) merkingum á stöðunum.

d) Á einstökum svæðum þarf sérstaklega að huga að skipulegri uppbyggingu, s.s. stígagerð og stýringu umferðar. Ákveða þarf hvar leiðarendi ökutækjanna á að vera og hvar fætur ökumanns og farþega eiga að taka við. Á aðgengilegum upphaftsstöðum þarf að koma fyrir merkingum og nauðsynlegum upplýsingum og leiðbeiningum fyrir ferðafólk (sjá lið c).

Ölfusvatnsölkelda

Ölfusvatnsölkelda.

e) Ákvörðun um varðveislu einstakra staða eða svæða er nauðsynleg, hvort sem varðar  eða fornleifaskrá. Huga þarf að öllu landinu með framangreint að markmiði. Núverandi friðlýsingaskrá fornleifa er úrelt og auk þess hefur einungis verið lagðar fram tillögur að varðveislu einstakra (og fjölmargra) náttúruminja umfram þær, sem þegar hafa verið friðlýstar. Landsmenn hafa hingað til státað sig af því að hafa yfir að ráða einstakri og ósnertri náttúruparadís. Að áliti ferðamanna er eftirsóknin mest í þær af öllu. Tryggja þarf að þær vonir fylgi raunhæfum hughrifum þeirra.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

f) Endurgerð menningarverðmæta og sögulegra viðfangsefna þarf ekki að vera feymnismál. Hingað til hefur fé einungis verið lagt í „sögutengda“ staði, þ.e. staði er gætu hafa verið vettvangur fornra sagna – jafnvel þótt það hafi hvorki verið staðfest með rökum né þeir haft sérstaka þýðingu sem búskaparleg heilstæða byggðar hér á landi. Dæmi má nefna Eiríksstaði. Stjórnmálamenn samþykktu fjárveitingu til verkefnisins vegna nafnsins, vitandi að aldrei yrði hægt að sanna að nefndur Eiríkur rauði hafi búið þar.

Leiran

Leiran – Litla-Hólmsvör.

Á Reykjanesskaganum, sem dafnaði um aldir af tveimur meginástæðum, útræði og fjárbúskap, eru enn minjar um fjölda verstöðva, nausta og vara, auk u.þ.b. 250 sýnilegra minja fornra selja. Hvers vegna ekki að endurgera a.m.k. eina verbúð og eitt sel – svona til að undirstrika þessa þætti búskaparsögunnar – og efla áhuga ferðalanga. Samkvæmt nýjustu rannsóknum koma fleiri ferðalangar en áður til landsins en nokkru sinni fyrr, en þeir staldra styttra við. Hvaða svæði er þá nærtækara en höfuðborgarsvæðið?

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi.

g) Huga þarf að því hvort ekki eigi að taka upp gjaldtöku inn á einstök meginsvæði að ákveðnum úrbótum gerðum. Vegagerð kostar sitt, sem og merking og endurgerð einstakra minja. Jafnvel takmarkanir á einstök svæði kosta peninga, sbr. tillöguna um landverði. Meirihluti landsmanna eiga einungis fólksbifreiðar. Betra aðgengi að einstökum stöðum myndi auka möguleika þeirra á að komast á vettvang. Auk þess myndi betri vegagerð minnka skemmdir á ökutækjunum til mikilla muna – og þar með spara viðgerðarkostnað. Með auknum áhuga og fjölda ferðamanna er líklegt að aðsókn muni aukast verulega á einstök áhugaverð svæði. Með hæfilegri og sanngjarnri greiðslu að aðgenginu mætti á móti stýra álaginu – og þar með minnka líkur á varanlegu raski. Slíkt hefur verið reynt víða erlendis með góðum árangri.

Þessi skýrsla á að rúmast á einni A4 síðu (enda án grafa og fallegra ljósmynda). Innihaldið er stjórnvöldum að kostnaðarlausu. Ef þau vilja nýta sér innihaldið, ferðaþjónustunni til góðs – þá hefur höfundinum verið vel launað.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Arnarvatn

Nýlega fór fram einstaklega áhugavert fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík undir yfirskriftinni „Reykjanesfólkvangur – Reykjaneshryggur“. Fræðslukvöldið var liður í Viðburðardagskrá Grindavíkur 2008. Efni kvöldsins átti einkar brýnt erindi til áhugasamra sveitarstjórnarmanna, en enginn þeirra lét sjá sig. Viðstaddir gestir voru engu að síður mjög ánægðir.
Utanvegaakstur í ReykjanesfólkvangiSigrún Helgadóttir líf og umhverfisfræðingur og dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans héldu sinn hvorn fyrirlesturinn um Reykjanesskagann, annars vegar þann hluta hans er fellur undir Reykjanesfólkvang og hins vegar framhald hans til suðurs, Reykjaneshrygginn.
Sigrún lýsti mjög vel núverandi möguleikum Reykjanesfólkvangs, bæði sem víðerni og nálægð við þéttbýliskjarna, og möguleika hans til næstu framtíðar. Fram kom að mikilvægt væri að reyna að skila svæðinu eins óröskuðu og nokkurs væri kostur til komandi kynslóða því verðmæti þess munu aukast í réttu samhengi við ásókn fólks í óspillt umhverfi.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – loftmynd.

Stofnun Reykjanesfólkvangs er samofin sögu náttúruverndar á Íslandi. Framkvæmdir við Grænavatn í Krýsuvík áttu þátt í að menn áttuðu sig á mikilvægi þess að almenn náttúruverndarlög giltu í landinu. Hugmynd að stofnun fólkvangs á Reykjanesi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1969 og lögð áhersla á að land frá Elliðavatni til Krýsuvíkurbergs yrði gert að friðlýstu útivistarsvæði fyrir almenning. Fólkvangurinn var stofnaður 1. des. 1975.
Fólkvangar eru í umsjón sveitarfélaga ólíkt öðrum friðlýstum svæðum á Íslandi. Landið er í lögsögu Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Álftaness og Garðabæjar en vegna mikilla hagsmuna annarra þéttbýlisbúa standa Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Grindavík saman að fólkvanginum.
Jarðmyndanir á ReykjanesskaganumHvert sveitarfélag skipar einn fulltrúa í fólkvangsstjórn og fjárframlög eru í hlutfalli við íbúatölu
sveitarfélaganna. Fulltrúi Reykjavíkur er formaður stjórnar. Frá 1981 hefur verið starfsmaður í hlutastarfi á sumrin til eftirlits.
Svæðið fellur ekki að íslenskum eða alþjóðlegum skilgreiningum á fólkvangi en er þjóðgarðsígildi og hluta þess mætti friðlýsa sem víðerni. Jarðfræði svæðisins er merkileg á heimsvísu en þar eru plötuskil með tilheyrandi eldstöðvum af ýmsum gerðum og gömlum og nýjum hraunum. Svæðið var byggt frá landnámi fram á síðustu öld og þar er mikið af minjum um lífshætti fólks á fyrri tímum til lands og sjávar.
Fornminjar í ReykjanesfólkvangiLandið var vel gróið en hefur verið ofnýtt og gróður er nú mjög illa farinn, mikil ofbeit og landeyðing. Það er enn notað sem beitiland bæði er þar lausaganga búfjár og beitarhólf fyrir hross og sauðfé. Ýmsir áhugahópar hafa helgað sér svæðið m.a. til torfæruaksturs utan vega og er landið víða mjög illa farið af þeim sökum. Mikilvægt er að ná tökum á þessum vandamálum. Stefnt skyldi að friðun fólkvangsins fyrir beit og utanvegaakstri og leitast við að endurheimta fyrra gróðurfar (vistheimt).

Djúpavatnsvegur

Djúpavatnsvegur um Stóra-Hamradal.

Vegir í fólkvanginum eru að mestu malarvegir. Sumir þeirra eru illa færir fólksbílum. Verið er að undirbúa lagningu Suðurstrandarvegar þvert í gegn um fólkvanginn. Tilkoma vegarins mun auka mjög umferð um fólkvanginn og nauðsynlegt er að bregðast við auknum gestafjölda með merkingum, upplýsingum og annarri þjónustu. Þá þjónustu þarf að veita um allan fólkvanginn, fyrst og fremst þarf að merkja áhugaverða staði og stika fjölbreyttar leiðir.

Reykjanesfólkvangur - kort

Þegar borin eru saman fjárframlög og stuðningur við Reykjanesfólkvang og önnur útivistarsvæði í nágrenninu, s.s. Bláfjallafólkvang og Heiðmörk, sést að fólkvangurinn er mikið olnbogabarn. Svæðið verður þó sífellt mikilvægara til útivistar fyrir þéttbýlisbúa SV-lands. Það gæti einnig haft mikið aðdráttarafl fyrir þá erlendu ferðamenn sem sækjast eftir menningarlegri og fræðandi útivist. Það form ferðmennsku er nú í mikilli sókn. Sú sérstaða að hægt sé að upplifa víðernisáhrif á daginn en stunda menningarlíf og fá góða þjónustu í þéttbýli um kvöld og nætur er mikill styrkleiki fyrir nálæg sveitarfélög.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – þrívíddarkort.

Sigrún kvað Reykjanesfólkvang vera um 300 km2 að stærð og langstærsta friðlýsta svæði sinnar tegundar hér á landi. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Árið 2004 tók Sigrún saman mjög ítarlega skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um upphaf fólkvangsins og þær væntingar og hugmyndir sem fólk hafði um mikilvægi svæðisins og möguleika þess í framtíðinni. Hún sgði frá skýrslunni, niðurstöðum hennar og hugmyndum.

Sigrún Helgadóttir

Sigrún Helgadóttir.

Í erindi sínu fjallaði Sigrún um aðdraganda og efnisöflun skýrslunnar, en í henni kom fram hlutlaust mat hennar sem fræðimanns á öllum helstu þáttum fólkvangsins, væntingar og möguleika  til framtíðar. Í kjölfarið urðu umræður um núverandi stöðu og þá staðreynd að á 33 ára afmæli fólkvangsins hefði aldrei staðið fyrir dyrum önnur eins nýtingaráform á svæðinu og nú eru fyrirhuguð, virkjanir ,línulagnir, og Suðurstrandarvegur, og gengdarlaus utanvegaakstur svo eitthvað sé nefnt.
Gestum var tíðrætt um þá sýn sem við blasir á ferð um fólkvanginn, allir hlutir sem miða að því að bæta aðgengi að náttúruskoðun eru skemmdir og eyðilagðir, ekki hefst undan að laga nauðsynlegustu skilti er miðla upplýsingum.

Í máli Óskars Sævarsson, fulltrúa Grindavíkur í stjórn fólkvangsins, kom fram að allt til ársins 2005 hefur ráðstöfunarfé nefndarinnar verið af afar skornum skammti, eða um 2 miljónir á ári, og því lítið svigrúm gefist til framkvæmda.

Óskar Sævarsson

Óskar Sævarsson.

Á borði núverandi stjórnar biðu því fjölmörg verkefni sem biðu úrlausna. Í dag hefur stjórnin náð að tvöfalda þetta fjármagn og verkefnavinna er hafin í tengslum við það. Má nefna tjaldstæði í Krókamýri sem útbúið var á síðasta ári og verður fullklárað í sumar, fjölmörg upplýsingarskilti fara á sinn stað, fólkvangsvörðurnar verða lagaðar, ruslamálum verður komið í lag og landvörslu verður sinnt á árs grundvelli.
Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sagði frá rannsóknum á Reykjaneshrygg sem fram fóru sumarið 2007.
KnorrVerkefnið hlaut m.a. styrk frá „National Science Foundation“ í Bandaríkjum og rannsóknarsjóð Háskóla Íslands. Notast var við sérhannað skip, R/S Knorr, til jarðfræðilegra rannsókna á sjó. Leiðangrinum lauk 15 júlí ´07 og var gagnasöfnunin mjög árangursrík. Í leiðangrinum var lokið við að kortleggja Reykjaneshrygginn upp að landgrunnsbrún. Þá kom meðal annars í ljós gríðarmikil megineldstöð í landgrunnsbrúninni, sem nefnd hefur verið Njörður. Megineldstöðin er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Fróðlegt verður að heyra dr. Ármann segja frá leiðangrinum og ná fram umræðum um þessa mikilvægu fiskislóð Íslendinga.
Þessi rannsókn Jarðvísindastofnunnar voru umfangsmestu rannsóknir á Reykjaneshryggnum í 40 ár.

Reykjaneshryggur

Reykjaneshryggur.

Reykjaneshryggur er einn áhugaverðasti hlutinn af hryggjakerfi heimsins fyrir þrjár sakir. Í fyrsta lagi er hann samfeldur með skásettu reki frá Bight-þverbrotabeltinu í suðri að Reykjanesi í norðri. Í öðru lagi hafa myndast misgamlir V-laga hryggir sem vísa út frá Íslandi og í þriðja lagi ber hann mörg einkenni háhraða gliðnunarbeltis þrátt fyrir að vera hægfara. Skýringarnar er talið að megi meðal annars rekja til heita reitarins undir Íslandi og þeirrar kvikuframleiðslu sem þar er umfram kvikumyndun hryggjarins. Í núverandi hryggjakerfi jarðar er Reykjaneshryggurinn undir mestum áhrifum heits reits. Þrátt fyrir öll þessi merkilegu einkenni er tilfinnanleg eyða í vísindalegri gagnasöfnun sem má rekja frá Íslandi og suður á 62° norðlægrar breiddar.

Ármann Höskuldson

Ármann Höskuldsson.

Leiðangrinum lauk 15 júlí síðastliðinn og var gagnasöfnunin mjög árangursrík. Veðursæld einkenndi miðin á rannsóknartíma sem að eykur til muna gæði þeirra gagna sem safnað var. Frumniðurstöður rannsóknarinnar sýna að enn má sjá móta fyrir gömlu rekbeltunum tveim sem að stjórnuðu upphleðslu á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Vestfjarðarbeltið er afmarkað af misgengjum með allt að 400 m falli, en Snæfellsnes rekbeltið kemur aftur á móti greinilega fram á landgrunninu með um 100 m misgengi. Misgengi þetta hefur verið nefnt Suðurkantar á sjókortum. Neðan við landgrunnsbrúnina kom í ljós gríðarmikil megineldstöð sem nefnd hefur verið Njörður. Megineldstöðin er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál.
Kort af ReykjaneshryggNúverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Aðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungusveimnum.
Nú fer í hönd nákvæmari greining á gögnum og úrvinnsla, Gera má ráð fyrir áframhaldi á gagnasöfnun innan 2 ára, mun rannsóknum þá verða beint að varmauppstreymi, jarðhitakerfum, gossögu og bergfræði eldstöðvanna á rannsóknarsvæðinu.
Verkefnið hlaut styrk frá
National Science Foundation í Bandaríkjum Norður Ameríku að upphæð um 30 miljónir króna og skipastyrk að upphæð 70 miljónir. Verkefnið er ennfremur styrkt af vísindasjóði Háskóla Íslands.
Flekabeltin um ReykjaneshryggÁrmann fór í gegnum alla gossögu svæðisins og var einkar fróðlegt að sjá staðsetningar á eldsumbrotum á flekamótunum neðansjávar í gegnum tíðina. Tilurð þessara íslensku brotabelta er vel þekkt. Hryggjakerfi Norður-Atlantshafs rekur til vest-norðvesturs tæpan sentimetra á ári miðað við heita reitinn og með því að flæði möttulefnis undir Íslandi út frá þessari miðju er helsti drifkraftur flekahreyfinga, þá „leitast“ rekbeltin við að vera yfir heita reitnum. Í 15 milljón ára jarðsögu Íslands hefur slíkur gosbeltaflutningur orðið að minnsta kosti þrisvar.
Þverbrotabelti einkenna allt rekhryggjakerfi jarðar, sem er um 60.000 km langt, og skiptist í búta sem hnikað er til hverjum miðað við annan. Almennt tengjast þverbrotabeltin ekki heitum reitum, heldur virðast þau hafa myndast um leið og rekhryggurinn sjálfur og haldast síðan nokkuð stöðug. Myndun þeirra er því sennilega háð spennusviðinu sem ríkti þegar hryggurinn var að myndast.

 

Reykjaneshryggur

Um miðjan september 2013 lauk mánaðarlöngum rannsóknarleiðangri á Reykjaneshrygg með rannsóknarskipinu Marcus G. Langseth. Í leiðangrinum var syðsti hluti Reykjaneshryggjar kortlagður með fjölgeislamælitækni í fyrsta sinn.Reykjaneshryggur er lengsti samfelldi rekhryggur jarðar.
Það er því heimsviðburður að í lok leiðangurs er hryggurinn að fullu kortlagður.

Ármann sýndi gestum kort og myndir af undraheimum Atlantshafshryggjarins. Reykjaneshryggurinn var kortlagður, sem fyrr segir, frá landgrunnsbrún. Stórkostlegt landslag kom þá ljós með fjöllum og eldstöðvum á stærð við Reykjanes allt að 50 km í þvermál, hæstu fjöll hryggsins eru um 600 metra há.
Fjörlegar umræður um svæðið fóru fram í lok erindis, m.a. um hitasvæði í sjó gasuppstreymi og olíu ( sem þarna er). Vænlegustu svæðin eru sunnan undan Grindavík, þ.e. þau svæði, sem líklegast munu nýtast til orkuöflunar í nánustu framtíð.
Ljóst er að Reykjanesfókvangur hefur á ýmislegt að bjóða áhugasömu fólki.

Heimildir m.a.:
www.jardvis.hi.is/
-grindavik.is

Reykjanesskaginn

Reykjanesskagi.