Reykjanesfólkvangur

Á fundi undirbúningsnefndar að stofnun fólkvangs á Reykjanesi 12. febrúar 1975 var samþykkt að Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Hafnarfjörður, Grindavík, Garðabær, Selvogshreppur, Keflavík og Njarðvíkurhreppur (tvö síðastnefndu sveitarfélögin eru nú sameinuð í Reykjanesbæ) skyldu vera aðilar að fólkvangi á Reykjanesi, sbr. nú ákvæði 3. og 55. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg, einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs fjöll og -stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu. Fólkvangurinn var friðlýstur árið 1975, eða fyrir 30 árum.
Í Stj.tíð. B, nr. 520/1975 er kveðið á um auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi. Þar segir:
”Að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að stofna fólkvang á Reykjanesskaga skv. 26. gr. laga nr. 47/1971.

Takmörk svæðisins eru sem hér segir:
FániLína dregin frá punkti í Heiðmerkurgirðingu undir Vífilsstaðahlíð í punkt á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkun inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús sem er glöggt og gamalt eyktarmark. Frá Steinshúsi liggur línan beint í norðurhorn Skógræktargirðingarinnar undir Undirhlíðum. Síðan eftir norðvesturhlið girðingarinnar að suðurhorni hennar. Þaðan beint í punkt á mörkum Hafnarfjarðar- og Grindavíkurbæjar undir Markargili. Síðan eftir mörkum í Markhelluhól.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Frá Markhelluhól stefna mörkin til suðurs eftir mörkum Vatnsleysustrandarhrepps eins og þau eru sýnd á korti gefnu út af U.S. Army Corps of Engineers og Landmælingum Íslands (mælikv. 1:50000), í punkt á þeim mörkum sem er suður af Höskuldarvöllum og austur af Oddafelli. Þaðan beina línu undir Núpshlíðarháls í punkt vestan við Núpshlíð. Frá þeim punkti beint í Dágon sem er klettur á Seltöngum við sjó fram vestan við Krísuvíkurberg. Að austanverðu fylgja mörkin sýslumörkum úr Seljabót um Sýslustein og þangað norður sem markalína fólkvangsins í Bláfjöllum sker sýslumörk, þaðan norðvestur eftir mörkum þess fólkvangs í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól og síðan réttsælis eftir Heiðmerkurgirðingunni að upphafspunkti lýsingar þessarar.

Um fólkvanginn gilda eftirtaldar reglur:

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Á skógræktargirðingu skulu einungis vera stigar.
Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.
Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971. Jafnframt verði ekki haggað þar eðlilegri nýtingu til búrekstrar, réttur til beitar er ekki skertur innan fólkvangsins og áskilinn er í Krýsuvík réttur til starfsemi í almannaþágu (svo sem heilsuhæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).

Seltún

Brennisteinsnámuvinnslusvæðið við Seltún.

Skipulegur námurekstur, sem rekinn er innan fólkvangsins þegar auglýsing þessi verður birt í Stjórnartíðindum, má þó haldast, enda sé umgengni í samræmi við 18. gr. laga nr. 47/197.
Tekið er fram af hálfu sveitarfélaganna allra að með stofnun fólkvangsins telja þau ekki á neinn hátt raskað eignarrétti að landi því sem fólkvangurinn tekur til.

Samvinnunefnd sveitarfélaganna allra fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fullrúa frá hverjum aðila.

Ráðuneytið er samþykkt stofnun fólkvangsins og tekur stofnun hans gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.

Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1975.

Vilhjálmur Hjálmarsson.”

Krýsuvík

Drengir í Vinnuskólanum við Seltún. Drottningarholan í bakgrunni – HH.

Nú þegar 30 ár eru liðin frá stofnun Reykjanesfólksvangs er ágætt tilefni til að staldra við, meta stöðuna og ákvarða framhaldið. Staðreyndin er sú að stjórn fólkvangsins hefur verið skipuð fólki, sem lítið hefur látið að sér kveða. Skipanir sveitastjórna í stjórn fólksvangsins virðist einungis til málamynda. Engin tengsl virðast vera á milli þeirra og viðkomandi sveitastjórna. Hluteigandi virðast hvorki vera kunnugt um verðmæti svæðisins né möguleika þess. Það hefur heldur ekki fengið fjármagn til kynninga, ekki fengið tækifæri til að laða áhugasamt fólk að svæðinu eða getað nýtt það með markvissum og skipulegum hætti, sem það verðskuldar. Á sama tíma hefur fólkvangurinn verið “útbýjaður” af utanvegakastri og önnur skemmdarverk verið látin viðgangast, án þess að stjórnin hafi getað rönd við reist. Það er kominn tími til breytinga.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

Þegar kemur að einstökum ákvörðunum er að sjá sem sveitarfélögin hreinlega “valti yfir” stjórn fólksvangsins. T.a.m. má sjá þess merki þegar kemur að ákvörðunum stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, sem sveitafélögin tilnefna aðra fulltrúa til og eru jafnan einnig sveitarstjórnarfólk, en sveitafélögin er Reykjanesfólkvangurinn tilheyrir, eru jafnframt eigendur H.S. Ekkert fyrirtæki á Suðurnesjum, með fullri virðingu fyrir starfsfólki þess, hefur raskað svæðinu jafn mikið og það með óafturkræfum hætti – hingað til a.m.k.
Sveitarfélög þau, sem að Reykjanesfólkvangi standa, þurfa að taka sér tak, endurmeta umfang fólksvangssvæðisins með raunhæfum hætti, ráða eða skipa fólk með þekkingu á svæðinu til starfa, vernda það, marka stefnu til lengri tíma og um leið efla áhuga á samnýtingu þess.

Hraunhóll

Hraunhóll – varða á mörkum Reykjanesfólksvangs.

Hörfa þarf frá núverandi fyrirkomulagi, en taka upp líkt fyrirkomulag og nú gildir um Bláfjallanefndina með megináherslu á svæðið sem heild sem og skynsamlega nýtingu allra auðlinda þess til lengri framtíðar. Ljóst er að jarðvarmanýtingin er nauðsynleg, en hana er auðveldlega hægt að framkvæma með meiri varnfærni en gert hefur verið. Ekki má horfa fram hjá þeirri auðlind svæðisins er lítur að óspilltu umhverfi, hvort sem um er að ræða náttúru eða menningarminjar, sem það hefur að geyma frá upphafi landnáms hér á landi.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur.