Entries by Ómar

Arnarsetur – Stóra-Skógfell

Gengið var um Arnarsetur til austurs, yfir hraunið að Stóra-Skógfelli. Ætlunin var að skoða hvort enn mætti sjá leifar flugvélar, sem þar eru sagðar vera. Flugmaður, sem flogið hefur yfir svæðið nokkrum sinnum, kvaðst stundum sjá sólarljósið endurspeglast þar af glerbrotum á stóru svæði, auk þess sem hann hefði orðið var við brak í suðaustanverðu […]

Reykjanesviti – skjaldarmerki konungs

Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs – allt frá víxlu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár. Merkið þótti bæði stórt og myndarlegt, enda bæði góður vitnisburður um tilvist konungs og viðurkenningu hans á mikilvægi mannvirkisins. Hjá sumum hefur jafnvel sú minning lifað að konungur hafi […]

Á leið til Krýsuvíkur

Eftirfarandi frásögn er úr Lesbók MBL 1950: „Þessi mynd úr ferðabók Charles S. Forbes, er ferðist hjer um land 1859. Henni fylgir þessi lýsing á leiðinni frá Hafnarfirði suður á Ketilstíg: „Áfram, áfram var haldið, reynir vindur og regn mjög á hlífðarföt vor og fótabúnað. En við höfum vindinn á eftir og það flýtir fyrir […]

Vatnsendahlíð – Guðmundarlundur – Básar

Stefnan var tekin á Vatnsendahlíð. Ætlunin var að skoða þar sitt hvora fornleifina, báðar leifar breitarhúsa. Árið 1807 var með konungsboði sett á laggirnar nefnd til varðveislu fornminja í Danmörku og nýlendum hennar. Árni Helgason (1777 – 1869), dómkirkjuprestur í Reykavík árin 1814 – 1825, svaraði nefndinni árið 1821. Í fornleifaskýrslu sinni telur hann upp […]

Vatnshlíðarhnúkur – Bliksteinar (Bleiksteinn)

Í umfjöllun um Höfðana við Hvaleyrarvatn er getið um Bliksteina, öðru nafni Bleiksteina eða Bleikstein. Þegar örnefnalýsing fyrir Ás er lesin og reynt að staðsetja Bliksteina eftir henni er það næsta ómögulegt með nokkurri vissu þegar á vettvang er komið. Í örnefnalýsingunni (AG) fyrir Ás segir: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir […]

Rústir Garðakirkju – Árni Óla

Árni Óla skrifaði um „Rústir Garðakirkju“ í Lesbók Morgunblaðsins ári 1951: „Nú var það einn góðan veðurdag í sumar, að jeg hitti kunningja minn á götu og hann sagði: „Þú ættir að fara og skoða Garðakirkju, jeg er viss um að þjer þykir hún merkileg.“ Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar, steig upp í […]

Grímannsfell – skilti

Við Grímannsfell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Kaldakvísl er dragá sem á upptök sín austan Grímannsfells og fellur eftir endilöngum Mosfellsdal. Suðurá sameinast ánni neðst í dalnum en Kaldakvísl fellur til sjávar í Leirvog. Handan árinnar rís Grímannsfell 484 metra yfir sjávarmáli og er eitt hæst þeirra fella sem prýða […]

Jónsbók – má sjá merki hennar í fornleifauppgrefti?

Verkefni þetta var unnið í Ritheimildarrýni í Fornleifafræði við HÍ 2006. Inngangur Má sjá merki Jónsbókar í fornleifauppgrefti? Í leit að svari við þessari spurningu ákváðum við að best væri að lesa lögin gaumgæfilega en einnig ákváðum við að fara í atriðisorðaskrá Jónsbókar og vinsa út þau atriðiðsorð sem gætu verið „sýnileg“ á vettvangi. Ákvæði […]

Jarðfræði, eldfjallagarður og hellar

Menningardagar voru haldnir í Grindavík fyrsta sinni með fjölbreyttri dagskrá. Í Flagghúsinu voru m.a. haldin fræðsluerindi um eldfjöll og hraunhella. Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, flutti erindi um eldfjallagarða og framtíðarsýn. Ómar Smári Ármannsson (FERLIR) lagði upp erindi um grindvíska hella og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur fjallaði um jarðfræði Reykjaness. Erindi Ástu verður hér gert að aðalumfjöllunarefni. Hinum […]

Kjalarnes – frumbýlingar

Í upphafi Kjalnesinga sögu segir frá frumbýlingum á Kjalarnesi: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvogs ok Botnsár, ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. Hann var nýtmenni mikit í fornum sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr við alla. Helgi átti Þórnýju, dóttur Ingólfs í Vík, er fyrst bygði Ísland. Þeirra synir voru þeir […]