Entries by Ómar

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn ber nafn af Þorláki Þórhallssyni hinum helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Jörðin mun snemma hafa komist í eign Skálholtsstóls en var seld árið 1785. Þorlákshöfn var í eigu einstaklinga til ársins 1934 en þá keypti Kaupfélag Árnesinga hana. Árnes- og Rangárvallasýslur keyptu Þorlákshöfn árið 1946 og áttu til ársins 1971 þegar Ölfushreppur […]

Strandarkirkja I

Dr. Jón Helgason, biskup, ritaði grein í Lesbók Mbl. 17. janúar 1926 og nefndi hana „Um Strönd og Strandakirkju„. Tæpum tveim árum síðar, eða 2. október 1927, kom svo í sama riti greinin: „Erindi um Strandakirkju“ eftir séra Ólaf Ólafsson, sem þar hóf prestskap sinn. Séra Helgi Sveinsson, sem einnig þjónaði Strandarkirkju, skrifaði í 18. […]

Nes í Selvogi

Nes í Selvogi var lengi höfuðból. Bjuggu þar oft gildir bændur og efnuðust stundum vel af sjávarútvegi og sauðfjárbúskap. Um 1830 bjó þar bóndi sá, er Gísli hét Þorláksson: fæddur var hann í Selvogi um 1774 og dvaldist þar ævilangt. Hann virðist hafa verið í góðu áliti og hreppstjóri var hann Selvogsmanna um nokkurt skeið. […]

Vatnsból

„Regnvatn er mér vitanlega ekki haft til matar eða drykkjar hér á landi, annarstaðar en í Vestmannaeyjum. Vatnið er látið renna af husþökunum (járnþökum) niður í vatnsheldar steinhlaðnar graflr. Þetta er talið neyðarúrræði, því að hreint vatn kemur ekki af þakinu fyrr on rignt hefir góða stund, og hætt við að vatnið volgni og skemmist, […]

Reykjanes HikingMap

Vefurinn „VisitReykjanes“ gaf út „göngukort„; Reykjanes-HikingMap, sem leiðbeina átti áhugasömu fólki um útivist að dásemdum Reykjanesskagans. Kortið og upplýsingarnar eru sæmilegar til síns brúks: 1. Arnarsetur Fremur stutt gossprunga (2 km) með gjall- og klepragígum. Hraun frá henni (um 20 ferkm) er stórskorið og þar eru hraunhellar og ummerki um mannvistir. Eldgosið er úr seinni […]

Vegabætur

Frá fyrstu tíð voru vegir á Íslandi fyrir fótgangandi. Á 19. öld var farið að huga að vegabótum. Eftirfarandi um vegabætur má lesa í Ísafold árið 1884: „En um vegabæturnar sjálfar er það að segja, að einsætt er að snúa sem skjótast við blaðinu og hætta að leggja fjárgötur og hrossatroðninga, en hafa það reglulega […]

Hof í Grindavík

Í 85. kafla Landnámu segir: „Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju: Ek bar einn af ellifu bana orð. Blástu meir! Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra […]

Urriðakotsstígur / Hagakotsstígur

Þegar gengið var um Hafnarfjarðarhraun (Flatahraun – Garðahraun) milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar (Hagavíkurlækjar) mátti sjá gamla götu liggja frá Hagavíkurvaðinu skáhallt upp á og inn á hraunið til suðurs. Á hrauninu ofan við vaðið er tvíhólfa hleðsla á grónum hólkolli og svo virðist sem jarðlægar af stærri tóft sé þar skammt neðar (vestar). Þessar hleðslur […]

Kolbeinsvarða

Lengi hefur verið deilt um landamerki Innri-Njarðvíkur og Voga (Vatnsleysustrandarhrepps) – og ekki að ástæðulausu. Í þinglýstu landamerkjabréfi Innra-Njarðvíkurhverfis og Voga, I-226-27, dags. 25/6 1889, þinglýst 16/6 1890, segir m.a.: „…“Úr miðri innri Skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðann, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjár,…“ Í öðru landamerkjabréfi Stóru- og Minni-Voga, I-219-20, […]

Húsatóftir – refagildrur II

Ekki hefur mikið verið skráð og ritað um hlaðnar refagildrur. Slík veiðaðferð; grjótgildrur, virðast annað hvort hafa fallið í gleymsku eða orðið jarðlægar. Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi þótti löngum ekki tiltökumál þótt grjótgildra væri í nánd við bæ, verstöð, geymslustað eða þéttbýli. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem notkun þeirra […]