Entries by Ómar

Jón Thorarensen – Gatan mín… II

Jökull Jakobsson gengur með Sr. Jóni Thorarensen um Hafnir á Suðurnesjum. Seinni hluti – frá 28. apríl 1973. “…Og við göngum yfir túnið og í átt til sjávar að dálítilli húsaþyrpingu sem stendur fremst á sjávarklöppunum. Og hér eru rústirnar að hinu forna Kotvogi. Það er lítið eftir hér nema rústirnar, en allt ber þess […]

Víkurholt – Vatnsendaborg – Hnífhóll – Garðaflatir

Gengið var upp á Víkurholt frá sauðahelli undir Kolanefi, um Ljóskollulág og Vífilsstaðasel, niður að Grunnavatni syðra, upp á Þverhjalla að Vatnsendaborg, niður að Hnífhól og að Gjárétt í Búrfellsgjá með viðkomu á Garðaflötum. Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima […]

Fram af Grindavíkurslóð – Gísli Brynjólfsson

Sr. “Gísli Brynjólfsson skrifaði um Grindavíkurhverfin í Lesbók Morgunblaðsins árið 1967: “Fljótlega eftir að fólk tók sér bólfestu í Grindavík, hafa þar byggst einar sex sjálfstæðar jarðir auk Ísólfsskála, sem er drjúgan spöl austan við aðalbyggðina. Í rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270 er getið bæði um Járngerðarstaði og Þorkötlustaði. Í landi þriggja þessara jarða hafa svo […]

Kópavogsdalur – Fossvogsdalur – Elliðaárdalur

Dalurinn, eða öllu heldur dalirnir, frá Kópavoginum og upp að Elliðavatni er hið ákjósanlegasta göngusvæði. Bæði er hægt að halda sig á sléttum göngustígum og ekki síður víkja af þeim og skoða það sem svæðið hefur upp á bjóða, hvort sem um er að ræða minjar, gróður eða dýralíf. Um er að ræða 5-6 km […]

Hlíð – Vogsósar – Strönd

Gengið var frá Hlíð við Hlíðarvatn, að Vogsósum, Fornagarði fylgt upp túnið og síðan haldið áfram eftir Kirkjugötunni að Strönd í Selvogi. Skoðaðar voru tóftirnar í Hlíð, sem mun hafa verið landnámsbær Þóris haustmyrkurs. Reyndar er talið að rústir þær hafi verið á tanga eða hólma, sem er út í vatninu fram undan bænum; Hjalltangi […]

Djúpudalaborg – Nessel – Hellisþúfa – Fótalaus – Imphólarétt

Gengið var um Djúpudalahraun að Djúpudalaborg, þaðan upp í Nessel og áfram upp á Kvennagönguhól. Þá var haldið upp á Hellisþúfu og skoðaður Hellisþúfuhellir. Loks var gengið niður hæðina að vestanverðu, að klöppinni Fótalaus og staðnæmst við Imphólaréttina. Austurmörkin á Nesi lágu frá Þrívörðum við sjó, um Djúpudali og þaðan í Kálfahvamm í Geitfelli (Fálkaklett). […]

Járngerðarstaðarétt

Um tíma var fjárrétt við Járngerðarstaði í Grindavík. Hennar er hvergi getið í skráðum heimildum. Réttin sést á loftmynd frá 1954, en um 1960 er hún horfin. Fjárréttin var þar sem nú er vesturgafl Þorbjarnar h/f, þ.e. þar sem hlaðin er braut upp á efri hæð hússins. Ekki er ólíklegt að grjótið úr réttinni hafi […]

Hraunin- framtíð

“Framtíð Hrauna við Straumsvík er óráðin, en samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði notaður undir hafnar- og iðnaðarsvæði. Fyrir nokkrum árum stofnaði áhugafólk um verndun Hrauna, Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar, til þess að vekja athygli á þessu einstaka svæði. Í frétt í MBL, þriðjudaginn 6. júlí, 1999, sagði […]

Bessastaðir: Leifar um mannvist frá því á 9. öld

“Fornleifauppgrefti á Bessastöðum, vegna framkvæmda sem þar eiga að fara fram, er nú senn að ljúka (18. september, 1991). Verkið hefur staðið í tvö ár með hléum og hafa fundist leifar um mannvist undir gjóskulagi frá því seint á 9.öld. Fornleifafræðingarnir Sigurður Bergsteinsson og Guðmundur Ólafsson hafa stýrt rannsóknunum. Fornleifarannsóknir hófust á Bessastöðum árið 1987 […]

Kánabyrgi – Viðaukur – Heljarstígur – Huldur – Kúastígur – Hvíthólar

Gengið var af tengivegi línuvegarins í Strandarheiði ofan Reykjanesbrautar skammt austan við Voga, að Kánabyrgi og Viðauka, um Heljarstíg á Hrafnagjá, að Huldum, um Kúastíg á Hrafnagjá og eftir henni að Axarhól, þaðan að Hvíthólum og að upphafsstað. Áður en gengið var að Kánabyrgi var litið á hlaðna refagildru í heiðinni, milli línuvegarins og Reykjanesbrautar, […]