Um tíma var fjárrétt við Járngerðarstaði í Grindavík. Hennar er hvergi getið í skráðum heimildum.
Réttin sést á loftmynd frá 1954, en um 1960 er hún horfin. Fjárréttin var þar sem nú er vesturgafl Þorbjarnar h/f, þ.e. þar sem hlaðin er braut upp á efri hæð hússins. Ekki er ólíklegt að grjótið úr réttinni hafi verið notað í hleðslu brautarinnar eða það farið í nálægar bryggjuframkvæmdir.