Entries by Ómar

Flókaklöpp – Sveinbjörn Rafnsson

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um “Flókaklöpp” – Bergristur á Hvaleyri í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1974: “Lega fornminjanna Að grunni mun Hvaleyrarhöfði við Hafnarfjörð vera úr svokallaðri yngri grágrýtismyndun frá hlýviðrisskeiði jökultímans. Frammi á miðjum Hvaleyrarhöfða glyttir í jökulsorfnar grágrýtisklappir. Þar mun Álftanesjökullinn hafa gengið fram fyrir um 12000 árum; stefna jökulrákanna á klöppunum liggur […]

Ögmundardys – Drumbur – Bleikingsvellir – lækur um Ögmundarhraun

Gengið var yfir Sveifluháls eftir gamalli þjóðleið frá austri til vesturs, framhjá Drumbi og áfram niður í Bleikingsdal. Lækur rennur þar niður hraunið sunnan Vigdísarvalla, um svonefnda Suðurvelli og Klettavelli ofan við Krýsuvíur-Mælifell og niður Ögmundarhraun. Hann kemur úr hvilftunum suðvestan Hettu í Sveifluhálsi og hefur smám saman rutt á undan sér sandi og leir […]

Herdísarvík í Selvogi

Eftirfarandi fróðleikur um Herdísarvík í Selvogi birtist í Morgunblaðinu í janúar árið 2000. “Þéttbýlisbúar á Suð-Vesturhorni landsins þurfa ekki að leita ýkja langt til að komast í snertingu við stórbrotið landslag. Að sumarlagi leggja m.a. ýmsir leið sína suður í Reykjanesfólkvang, þar sem hið mikla land, er liggur undir Krýsuvík, laðar til gönguferða og skoðunar. […]

Markhella – Búðarvatnsstæðið – Sauðabrekkugjá – gígar – Hrútagjárhraun

Gengið var frá Krýsuvíkurvegi um Hrútargjárhraun yfir að Markhellu eða Markhelluhól eins og hún er stundum nefnd. Frá henni var gengið niður að Búðarvatnsstæði, upp um Sauðabrekkur að Sauðabrekkugjá og norður eftir henni um Sauðabrekkugíga á leið til baka niður hraunið. Í leiðinni var gengið framhjá Gapinu, mikilli holu í miðju hrauninu. Á Markastein, oftar […]

Bein þriggja manna á Hvaleyri

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926 má lesa eftirfarandi um “Fundin bein á Hvaleyri þriggja manna”: “Á Hvaleyri, sunnan við Hafnarfjörð, brýtur jafnan af túninu að norðanverðu, og eru þar nú orðnir háir bakkar við fjörðinn, neðst berg, allhátt, á því malarlag þykt og efst þykt moldarlag. Fyrir 30 árum, svo jeg veit til, […]

Húsafell – Berjageiri – Fiskidalsfjall – Hrafnshlíð – Siglubergsháls – Dúnknahellir

Gengið var frá Hrauni til norðurs með austurhlíðum Húsafell, upp í sandnámur er áður hýstu eina af útstöðvum varnarliðsins, áfram upp Berjageira og norður með vesturhlíðum Fiskidalsfjalls. Haldið var um Stórusteina milli fjallsins og Vatnsheiðar, inn í Svartakrók og áfram upp með Hrafnshlíð. Gengið var áfram um Tryppalágar og inn á gömlu götuna frá Ísólfsskála […]

Eldvörp – Þórðarfell – Klifgjá – Lágafell – Gígur – gjá

Gengið var um sunnanverð Eldvörp, skoðaðar mannvistaleifar í helli og Árnastíg fylgt áleiðis að Sandfellshæð, með Sandfelli að Lágafelli. Gengið var upp á Lágafell, gígurinn skoðaður og síðan haldið áfram niður á Árnastíg og gengið um Klifið í Klifgjá, austur með sunnanverðu Þórðarfelli, skoðaðir hellar þar í hrauninu, og síðan gengið upp á brún Gígsins, […]

Mosaskarðshellir

Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m y.s.), hömrum girt á kafla, en annars staðar hafa hraunfossar fallið fram af því og alla leið til sjávar. Sagt er að hraunið neðan skarðsins, austan Herdísarvíkur, geymi m.a. Breiðabáshelli, sem ná á úr Breiðabás rétt ofan við fjörumörk austan Herdísarvíkur og alla leið upp í mitt Mosaskarð, […]

Skagagarður

Skagagarðurinn á Rosmhvalanesi er eitt fárra íslenskra mannvirkja frá miðöldum sem varðveist hefur. Fáum mun kunnugt um tilvist hans, en engu að síður má telja Skagagarðinn einhverjar merkustu forminjar landsins og gefur hann vísbendingar um löngu horfna atvinnuhætti. Garðurinn lá frá bænum Kirkjubóli norður til Útskála. Við báða enda hans tóku við miklir túngarðar og […]

Hraunssel við Núpshlíðarháls – Núpshlíðarhorn – gígar

Gengið var norður með vestanverðum Núpshlíðarhálsi og upp í Hraunssel neðan við Þrengslin. Eftir að hafa skoðað selstóftirnar var gengið á hálsinn og honum fylgt niður að gígaröð syðst á honum austanverðum. Um er að ræða mjög fallega gíga, myndarlegar hraunæðar og hrauntraðir í hlíðinni neðanverðri. Vestan undir sunnanverðu Núpshlíðarhorni var, að sögn Jóns Jónssonar, […]