Entries by Ómar

Kaðalhellir – Hreiðrið

Gengið var með Þórarni Björnsyni, hellamanni, í Kaðalhelli norðvestan Kaldársels, og í Hreiðrið þar skammt frá. Þórarinn lék sér í Kaðalhelli ásamt ungum mönnum í Kaldárseli, en síðar fann hann Hreiðrið, sem mun vera einstakt í sinni röð. Hann var eini maðurinn, sem fram að þessu hafði litið innvolsið augum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. […]

Hafnarfjörður – verslun og útgerð

Skútuöldin í Hafnarfirði – Fyrstu ár fríhöndlunar. Með tilskipun frá 1786 var einokunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á Íslandi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun og iðnað. Reykjavík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður […]

Selá – Hækingsdalur – Selflatir – Háls – Seldalur

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni. Í skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin […]

Selsvellir – útilegumannaskjól – Hverinn eini

Ætlunin var að skoða bæði skjól, sem útilegumenn kunna að hafa hafst við í sunnan Selsvalla á 17. öld sem og „helli“, sem þeir dvöldust í norðan Selsvalla. Hvorutveggja er til í skráðum heimildum og hefur að geyma mannvistarleifar. Í leiðinni var og ætlunin að skoða hinar gömlu götur er liggja að og frá Selsvöllum, […]

Nýtt hitaveitusvæði á Hliði

Í Tímanum árið 1947 var m.a. fjallað um Nýtt hitaveitu svæði í nágrenni Hafnarfjarðar og Rvíkur – „Heitu vatni dælt upp úr borholu á túninu á Hliði á Álftanesi„. „Hlið á Álftanesi var fyrir nokkrum áratugum frægt útvegssetur, og þar bjuggu lengi einhverjir harðskeyttustu útvegsbændurnir við Faxaflóa. Á seinni árum hefir verið hljóðara um höfuðból […]

Kögunarhóll – Inghóll

Gengið var um söguslóðir Ingólfs Arnarssonar á og við Ingólfsfjall. Kögunarhóll, stundum nefndur Knarrarhóll, er í landi Hvols. Hann er hólstrýta úr móbergi suður af Ingólfsfjalli að vestanverðu. Suðurlandsvegurinn liggur um skarðið milli hóls og fjalls. Þjóðsaga hermir að Kögunarhóll sé haugur sem Ingólfur Arnarson hafi orpið yfir skip það er hann sigldi á hingað […]

Beitufjara

Í endurminningum Erlendar Björnssonar frá Breiðabólstöðum á Álftanesi er m.a. fjallað um beitufjöru: „Ef ekki var stórstraumur og kræklingur til í byrjun vorvertíðar, þá var róið alveg eins og venjulega á síðustu dögum vetrarvertíðarinnar með handfæri og beitt ræksnum. Var þannig róið fyrstu vikuna eða um það bil, eftir því sem stóð á straumi. En […]

Kirkjuferja – Ferjukot

Gengið var um Kirkjuferju á norðurbakka Ölfusár. Ölfusá er algerlega vaðlaus, þannig að fyrrum varð að sundríða hana eða nota ferjur. Á 19. öld voru einnig ferjustaðir við Laugardæli og við Óseyrarnes. Kotferjuslysið 1627 er eitt mesta ferjuslys hérlendis. Þá drukknuðu 10 manns. Ferjað var víðar yfir ána og eru fleiri sagnir til um slys […]

Setberg – landamerki 1523

Í Íslenskum fornbréfum er m.a. getið um landamerkjabréf Setbergs í Álftaneshreppi frá árinu 1523. Í rauninni hafa landamerki jarðarinnar lítið breyst í gegnum tíðina: „Þad medkennum vier epterskrifader menn Jon Jonsson-[Runolfur1) biarnason2) og3) Runolfur Oddsson med þessum vorum eigein vitnisburde þad vier vorum vidstadder i skilldinganese á seltiarnarnese vm vorid epter fardaga þan 64) dag […]

Krýsuvík – nokkur ártöl

Hér á eftir er getið nokkurra ártala í sögu Krýsuvíkur: Gamla Krýsuvík eldri en 870? Ögmundahraun rennur 1151 Kirkja um 1200 Krýsuvíkurkirkja byggð 1857 – 1929, endurgerð 1964 Arnarfell – búið til 1870 Vigdísarvellir 1830 -1905 Brennisteinsnám á 18. og 19. öld Skúli Magnússon 1753 Jón Hjaltalín 1848 Joseph William Busby 1858 T.G. Paterson og […]