Entries by Ómar

Vikrarskeið – Drepstokkur – Óseyranes

Gengið var um ósasvæði Ölfusár vestanvert, um endimörk FERLIRssvæðisins í suðri austanmegin. Ætlunin var einnig að feta fætur lítt lengra til austurs og skoða hvort þar mætti enn sjá ummerki eftir bæina Drepstokk og Óseyranes. Eyrarbakki hefur jafnan viljað tengja sig Drepstokk (Refstokk) og Bjarna Herjólfssyni enda bæði Óseyrarnes og Drepstokkur austan árinnar. Óseyrartangi er […]

Örn – varpstaðir fyrrum

Eftirfarandi frásögn af varpstöðum arna á Reykjanesskaganum birtist í dagblaðinu Vísi árið 1922: „Í Árnessýslu verpti örn í Stórhöfða á Reyðarbarmi til þess fyrir 2 árum, og í Dráttarhlíð við Sogið til þess fyrir 7 árum. Í Ölfusi urpu tvenn arnarhjón; 1905, önnur í Núpafjalli, hin í Þverárhnúk, en eru horfin fyrir nokkrum árum og í […]

Skjótastaðir

Skjótastaðir voru fornt býli á strönd Reykjaness, skammt frá og fyrir ofan þar sem nú er svonefndur Lendingamelur. Á landakortum hefur staðurinn einhverra hluta vegna verið settur örskammt norðan við Stóru-Sandvík, en þar skeikar verulegu. Í örnefnalýsingu fyrir Kalmanstjörn segir um Skjótastaði: „Þá er komið í Stóru-Sandvík. Þar gengur sjórinn nokkuð langt inn í landið, og […]

Náttúrurannsóknir á Reykjanesskaga

„Margt hefur verið ritað og birt um jarðfræði Reykjanesskaga og Reykjaneshryggjar í fræðigreinum og ritum, bæði innlendum og erlendum. Grundvallarrit um jarðfræði Reykjanesskaga er skýrsla og jarðfræðikort Jóns Jónssonar, þar sem dregnar eru saman niðurstöður 18 ára rannsóknarvinnu við kortlagningu hrauna og eldvarpa (Jón Jónsson, 1978). Jón hefur þar að auki ritað ítarlegar yfirlitsgreinar um […]

Magnús Ólafsson í Krýsuvík

Magnús Ólafsson í Krýsuvík Krýsuvík er sennilega landnámsjörð. Segir Landnáma að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík. Eftir að kristni var lögtekin var þarna kirkja og helguð Maríu mey. Voru prestar búsettir í Krýsuvík fram yfir 1600, séra Eiríkur í Vogsósum þjónaði Krýsuvíkur prestakalli (margar sögur fara af síra Eiríki í Vogsósum og göldrum […]

Um rekamörk og örnefni á Reykjanesi

Í grein „Um rekamörk og örnefni á Reykjanesi“ er birtist í Blöndu 1921-1923 má lesa eftirfarandi um örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi: „Prentað eptir frumritinu í AM. 453 fol. Af bréfi frá Þorkeli Jónssyni í Innri-Njarðvlk til Árna Magnússonar 30. janúar 1704 í þessu sama hdr. (453 fol.) sést, að þessi örnefnaskrá er samin af honum, […]

Hvalsneskirkja – Freyja Jónsdóttir

Freyja Jónsdóttir skrifði um „Hvalsneskirkju“ í Dag árið 1999: „Á Hvalsnesi hóf Hallgrímur Pétursson prestskap sinn og þar missti hann Steinunni dóttur sína. Hvalsnes er á vestanverðum Reykjanesskaga, sunnar á strandlengjunni en Sandgerði. Þar var fyrst byggð kirkja 1370 sem vígð var sama ár. Þá átti kirkjan sjö kvígildi, fjórðung í heimalandi og jörð í […]

Konungsútgerðin á Suðurnesjum

Fríða Sigurðsson skrifaði grein um Afnám konungsútgerðar 12. des. 1769 í Faxa árið 1969: „Það hefur sennilega alltaf verið róið á Íslandi, en útgerð á fiskimiðin var ekki hafin að ráði fyrr en þau þáttaskil gerðust í íslenzkri verzlunarsögu á öðrum fjórðungi 14. aldar, að sjávarafurðir urðu helzta útflutningsvara þjóðarinnar. Þá fóru allir, sem nokkuð […]

Varmi – Skálafell

Leitað var að Varma í Skálafelli, vestustu dyngju Reykjanesskagans (78 m.y.s.). FERLIR hafði áður skoðað Skálabarmshellir, sem utan í efsta gíg fellsins. Fara þarf niður í hellinn á bandi því hann er um 5 metra djúpur – til að byrja með. Í allt er hellirinn um 50 metra langur og um 15-17 metra djúpur, frá […]

Stafnes – konungsútgerð

Fríða Sigurðsson skrifaði um konungsútgerðina á Stafnesi í Faxa árið 1969: „Konungsútgerðin hafði aðalbækistöð sína á Stafnesi. Þaðan var stutt á miðin. Þar var „annáluð veiðistöð“, talin bezta vetrarverstöðin á öllu landinu. Jafnvel Hólabiskupsstóllinn lét róa frá Stafnesi. 1742, þegar Skúli Magnússon var ráðsmaður á Hólum, komu þaðan 9 sjómenn suður á Stafnes, og enn […]