Entries by Ómar

Norðurhellrar

Norðurhellrar hafa líklega tilheyrt Garðakirkjulandi því við Egilsbúð, sem byggð var út úr konungsjörðinni Hliði, segir: “Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar, þó ei ummælalaust af Garðastaðarhaldara, en ei hefur sú misgreining til laga komið.” Jarðirnar Brekka og Breiðabólstaður eru einnig sagðar hafa selstöður við Norðurhellra. Norðurhellrar eru nyst í Selgjá. Í gjánni, sem […]

Til minnis um Ísland

Eftirfarandi fróðleikur um tiltekin atvik í sögu Íslands birtist í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1904: „Fyrst fundið Ísland af Írum á 8. öld. Af Norðmönnum 860. Fyrst varanleg bygð hefst 874. Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894. Fyrstu lög og alþing sett 930. Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson; kosinn af lögréttu 930. Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, […]

Háleyjabunga – Íslandsklukkan

Gerð var þriðja tilraunin til að ná “Íslandsklukku” þeirri er Helgi Gamalíasson frá Stað hafði sagst hafa séð í fjörunni neðan við Háleyjabungu fyrir alllöngu síðan er hann var þar við minkaveiðar. Helgi vissi sjálfur til þess að gripurinn hafi verið þarna í fjörunni í tugi ára. Nú voru þátttakendur orðnir betur undirbúnir en áður, […]

Melaberg – Másbúðir – Hvalsnes – Stafnes

Ætlunin var að ganga um bæjarkjarnana sunnan Fuglavíkur og norðan Básenda. Ýmiss örnefni á svæðinu gefa til kynna sögulega atburði fyrr á öldum, þjóðsagnakennd tákn og miklar mannvistarleifar. T.a.m. má enn sjá búsetu- og atvinnuminjar í Másbúðarhólma. Haft var og í huga að enn eru ófundnar tvær gamlar selstöður frá Hvalsnesi, sem getið er um […]

Í Hafnarfirði á árum áður…

Braggar og herminjar U.þ.b. 12.000 braggar voru byggðir af Bretum og Bandaríkjamönnum á stríðsárunum og um 1000 hús úr timbri og steinsteypu fyrir eldhús og böð. Átta mánuðum eftir að herir Hitlers gerðu innrás í Pólland 1939 urðu Íslendingar varir stríðsins með beinum hætt. 10 maí 1940 fylltist landið Breskum hermönnum og hófu að koma […]

Innnes og Suðurnes

Í bókinni „Litla skinnið“ eftir Jón Thorarensen frá Kotvogi, útg. 1982, skrifar hann m.a. um Innes og Suðurnes. Lýsingin er stutt, en fróðleg. “Hin ævaforna skipting milli Innnesja og Suðurnesja, sem var skýrt ákveðin alla tíð var þessi: INNNES frá Elliðaám að Hvaleyrarholti fyrir sunnan Hafnarfjörð. SUÐURNES frá Hvaleyrarholti að Selatöngum austan við Grindavík. Hluti […]

Draughóll – letursteinn

Sæmundur Einarsson (1765-1826) var ættaður af Suðurlandi. Hann vígðist 1790 og gegndi preststörfum á Kjalarnesþingum. Stóradal og Ásum, en 1812 fékk hann Útskála, sem hann  hélt til æviloka. Í Fornleifaskýrslu 18. júlí 1817, nr. 4, lýsir hann Útskálum. Nefnir hann til sögunnar Másleiði við Hvalsnes, Flankaleiði, Kistugerði og leturstein þar hjá.  Auk þess nefnir hann rúnastein […]

Morð á Þórkötlustöðum og á Stað

Morð og manndráp eru engin nútímauppfinning, ekki einu sinni í fámennari byggðum landsins. Í „Sextándu öldinni“ er m.a. fjallað um morð, sem var framið á Þórkötlustöðum og aldarfjórðungi síðar á Stað:  „Maður var veginn á Þórkötlustöðum í Grindavík [1562], Guðmundur Sigurðsson að nafni, og voru fjórir atvistarmenn. Bóndinn Ketill Ketilsson, kom út úr bæ sínum […]

Þríhellir – Þríhnúkahellir – Þríhnúkarásarhellir

Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan við Eyrað. Reyna átti að komast niður í Þríhnúkarásarhelli. Hellirinn er u.þ.b. 10 djúpur og verður ekki komist niður í hann – og upp aftur – nema á bandi eða með aðstoð stiga. Ekki vitað til þess að farið hafi verið niður í rásina, en hún er hluti […]

Kópavogur – saga

Kópavogur dregur nafn af voginum sunnan Kársness og samnefndu býli sem stóð norðan Þinghóls þar sem var annar af tveimur þingstöðum í heimalandi Kópavogsbæjar. Ekki er vitað til að þar hafi verið þinghald á þjóðveldisöld en þar fór erfðahyllingin fram 1662. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, […]