Entries by Ómar

Sogin I

Í Trölladyngju eru hverir og ummyndun á skák sem nær austan frá Djúpavatni vestur á Oddafell. Hveravirknin fer minnkandi, en í Sogunum má enn sjá virka hveri. Sprengigígar og miklir gjallgígar eru í gossprungum þar sem þær liggja yfir ofannefnda skák. Ummyndun er mest í Sogunum þar sem stórt svæði er ummyndað af klessuleir. Vestan […]

Miðrekar – Brúnavörður – Húshólmi – (G)Núpshlíðarhorn

Gengið var frá Lati niður Ögmundarhraun til suðurs og síðan hrauninu fylgt upp til norðausturs að Húshólma. Reynt var að finna hina gömlu sjávargötu inn í hólmann, að Hólmasundi. Þá var gengið upp Húshólma og sem leið lá upp Ögmundarhraun áleiðis að Núpshlíðarhorni. Hér verður ekki rakin leiðin í gegnum Húshólmann og minjarnar þar, enda […]

Uppsalir – Kumblhóll – Álfhóll

Ætlunin var að fara um dulheima Sandgerðis og m.a. leita uppi og skoða Álfhól (á hólnum eru rústir), tóftir Uppsala (þar er sagt að hafi verið 18 hurðir á járnum), Oddstóft, Gulllág, Kríuvörðu, Sigurðarvörðu, Kumblhól (gæti verið haugur). Kumblhóll og Álfhóll voru báðir álagablettir, og eru margar sögur til af óhöppum þeirra, sem þeim raska. […]

Krossbrekka – Kampstekkur – Einbúi

Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með í för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. Ætlunin var að reyna að leita uppi og staðsetja nokkur örnefni, s.s. Krossbrekkur. Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með í för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. […]

Kershellir – Hvatshellir I

 Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í […]

Seljabúskapur á Suðurnesjum

Hér veður fjallað um „Seljabúskap á Suðurnesjum„. Upplýsingarnar eru fengnar úr skýrslu Óbyggðanefndar frá árin 2004 um úrskurði Grindavíkur- og Vatnsleysustrandarlands. Í lýsingu Skúla Magnússonar á Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1781 er í XI. kafla fjallað um hverja kirkjusókn fyrir sig og m.a. fjallað um tölu og ásigkomulag bújarða. Um Krýsuvík segir m.a.: „Bær þessi […]

Tóur – Tóarstígur – Hrísatóarstígur

Að þessu sinni var Hrístóarstígurinn skoðaður. Áður hafði Tóarsstígurinn verið genginn. „Austan og neðan við Gráhellu komum við á Tóasstíg. Tóarstíg eða Tóustíg en hann liggur upp í Tórnar eða Tóurnar eins og málvenja er núorðiðþ Stígurinn var eyðilagður að mestu þegar efni í Reykjanesbrautina var tekið en hluti hans sést þó vel enn þá […]

Draugatjörn – Kolviðarhóll – Hellisskarð – Búasteinn – Hellisheiði

Gengið var frá Draugatjörn, framhjá Kolviðarhól, upp Hellisskarð, litið á Búastein, haldið eftir Gamla veginum um Hellisheiði og áfram áleiðis niður Kambana. Austarlega á Hellisheiði eru gatnamót Skógarvegar (Skógarmannagötu) er liggur til suðurs um Stóradal og Háaleiti áleiðis niður að Hjalla í Ölfusi. Hellisheiði er heiðin sunnan Henglafjalla. Hellisheiði er mjög eldbrunnin en víða er […]

Reykjanesskaginn – óþrjótandi möguleikar

Saltfisksetur Íslands í Grindavík var stofnað haustið 2002 og hefur á þeim stutta tíma náð að marka sér stöðu sem einn af helstu ferðamannastöðum Reykjaness. Mikill vaxtarbroddur er í ferðamennsku á svæðinu að sögn Óskars Sævarssonar. Hann er og hefur verið forstöðumaður Saltfisksetursins, (síblundandi sjómaður frá fyrri tíð), göngugarpur, leitarmaður fjár að hausti, félagi í […]

Þormóðsdalur – minjar og annað gull

Þormóðsdalur er í Seljadal. Í rauninni er nafnið tengt bænum og jörðinni Þormóðsdal, vestast í Seljadal, norðan Búrfells. Seljadalsáin rennur þar á millum. Samkvæmt aldagamalli sögn er landnámsmaðurinn Þormóður, sem Þormóðsdalur er kenndur við, heygður í Þormóðsleiði. Í landi Dalsins eru nokkrar minjar, sem telja verður áhugaverðar. Óljóst er hvar hinn forni bær stóð nákvæmlega, […]