Entries by Ómar

Guðlaugs þáttur Gjáhúsa

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu árið 1957, fjallar Friðfinnur V. Stefánsson um “Guðlaugs þátt Gjáhúsa”. Símtal “Það var kvöld eitt, ekki alls fyrir löngu, að til mín hringir blaðamaður og spyr, hvort ég sé fáanlegur til þess að skrifa smáþátt um minn gamla vin og kunningja, Guðlaug heitinn Gjáhúsa. Ég tók þessu mjög illa. Taldi ég […]

Gestsstaðir – elstu bæjarminjar á Íslandi?

Í “Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði” árið 1998 segir m.a. um Gestsstaði í Krýsuvík: “Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina […]

Krýsuvíkureldar – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins; Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson

Í tímaritið Jökul 1988 skrifa Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson um “Krýsuvíkurelda“. Greinin nefnist “Krýsuvíkureldar I  – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins”. Ágrip Í grein þessari er fjallað um aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Aldur hraunsins er kannaður í ljósi öskulaga sem eru undir því og ofan á. Eitt þessara öskulaga er svonefnt miðaldalag og eru leidd […]

Allir mega leita að forngripum með málmleitartæki

Í “Þjóðminjalögum” frá árinu 2001 (nr. 107 31. maí) var ákvæði er gerði notkun málmleitartækja við leit að forngripum í jörðu óheimila nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákvæðið var í 16. gr. laganna og hljóðaði þannig: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.” Í […]

Hjátrú og kynlegir kvistir – Elva Brá Jensdóttir

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um “Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn; Hjátrú og kynlegir kvistir “Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp […]

Þingvallaleiðir frá og til Reykjavík fyrrum

Var fyrir stundu að grúska í hinum fjölmörgu gömlu uppdráttum mínum, sem ég hef aflað, ásamt félögum mínum,  á vettvangi í gegnum tíðina, með skýrskotun til gamalla skriflegra heimilda um fornar leiðir til og frá Reykjavík fyrrum. Skriflegar heimildir eru eitt; áþreifanlegar og sýnilegar minjar á vettvangi eru annað. Þess vegna fara “heimildirnar” ekki alltaf […]

Grafningurinn

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir um Grafninginn. “Grafningurinn skipar heiðurssess í blaðinu að þessu sinni. Þar segir frá þekktum forfeðrum og ríkum ættartengslum innan þessarar litlu sveitar, svo og sögufrægum bæjum þar sem óleystar gátur leynast í grasigrónum rústum. Í gömlum upptökum frá systkinunum frá Úlfljótsvatni lesum við einnig um hjátrú og […]

Óli Skans

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2013 fjallar Guðfinna Ragnarsdóttir m.a. um Óla Skans. “Óli Skans, Óli Skans ógnar vesalingur Vala hans, Vala hans Veit nú hvað hún syngur… Óli hlaut, Óli hlaut auman reynsluskóla. Vala braut, Vala braut viðbeinið í Óla. Óli, Óli, Óli skans. Voðalegur vargur er hún Vala konan hans.“ Allir kannast við þessar ljóðlínur. […]

Grindavík – hin dæmigerða verstöð

Í Sjómannadagsblaðinu 1976 er fjallað um “Grindavík – hina dæmigerðu verstöð”. “Ef maður ætti að stinga upp á dæmigerðri sunnlenskri verstöð að fornu og nýju, kæmi nafn Grindavíkur fljótlega upp í hugann. Haugabrim, grýtt lending og saltur stormurinn vælir í hraunum og gjótum. Manneskjurnar, stórhentir menn, svipmiklar konur og glaðvær börn, og búsmalinn nagar sölt […]

Skátaskólinn að Húsatóftum

Í Faxa árið 1958 fjallaði Jóhanna Kristinsdóttir um Skátaskólann að Húsatófum. “Eins og flestir Keflvíkingar vita, réðist Skátafélagið Heiðarbúar í Keflavík í það stórræði í sumar, að starfrækja skátaskóla að Húsatóftum í Staðahverfi í Grindavík. Jörðin Húsatóftir, sem löngu var komin í eyði, er ríkisjörð. Húsið er myndarlegt, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en eftir […]