Entries by Ómar

Kaldrani

Orðið Kaldrani virðist hafa verið til í ýmsum myndum; sem nafnorð, þ.e. bæjarnafn, tröllsnafn og nafn á fjalli eða vík, eða sem lýsingarorð á veðurfyrirbæri eða karllægri hegðan. Hér á eftir er nokkurra þeirra getið. Eina orðmyndina má finna í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 þar sem Brynjúlfur Jónsson lýsir rannsókn sinni í Gullbringusýslu […]

Grindvíkingar anno 1703 – Jón Þ. Þór

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 fjallað Jón Þ. Þór um “Grindvíkinga anno 1703” í fróðlegri samantekt. “Í Landnámabók segir frá að Molda-Gnúpur og synir hans námu land í Grindavík og mun sá atburður hafa orðið árið 935 eða 936. Þeir feðgar námu fyrst land austur í Álftaveri, en flýðu þaðan undan eldgosi. Eru flestir fræðimenn sammála […]

Fornleifaskráning í Mosfellsbæ 2001

Í Mosfellsblaðiðnu árið 2001 er m.a. fjallað um “Fornleifaskráningu í Mosfellsbæ”, s.s. Hraðaleiði, Hafravatnsrétt o.fl. Auk þess má þar lesa um Æsuleiði. “Á síðasta ári gerðu Mosfellsbær og Þjóðminjasafn Íslands með sér samning um skráningu fornleifa í landi Mosfellsbæjar. Skráningin er unnin í tengslum við vinnu við aðalskipulag bæjarins. Samkvæmt Þjóðminjalögum er skylt að skrá […]

Selgjá – friðlýst

Á Vísindavef HÍ var spurt; “Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?” Svarið, að hluta, var: “Í Selgjá eru friðlýstar seljasamstæður sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar upp við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Þar er varla þverfótað fyrir margra alda gömlum tóftum.” Á vefsíðu Umhverfisstofnunar árið 2020 er m.a. fjallað um […]

Guðlaugs þáttur Gjáhúsa

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu árið 1957, fjallar Friðfinnur V. Stefánsson um “Guðlaugs þátt Gjáhúsa”. Símtal “Það var kvöld eitt, ekki alls fyrir löngu, að til mín hringir blaðamaður og spyr, hvort ég sé fáanlegur til þess að skrifa smáþátt um minn gamla vin og kunningja, Guðlaug heitinn Gjáhúsa. Ég tók þessu mjög illa. Taldi ég […]

Gestsstaðir – elstu bæjarminjar á Íslandi?

Í “Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði” árið 1998 segir m.a. um Gestsstaði í Krýsuvík: “Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, mosa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina […]

Krýsuvíkureldar – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins; Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson

Í tímaritið Jökul 1988 skrifa Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson um “Krýsuvíkurelda“. Greinin nefnist “Krýsuvíkureldar I  – Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins”. Ágrip Í grein þessari er fjallað um aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Aldur hraunsins er kannaður í ljósi öskulaga sem eru undir því og ofan á. Eitt þessara öskulaga er svonefnt miðaldalag og eru leidd […]

Allir mega leita að forngripum með málmleitartæki

Í “Þjóðminjalögum” frá árinu 2001 (nr. 107 31. maí) var ákvæði er gerði notkun málmleitartækja við leit að forngripum í jörðu óheimila nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákvæðið var í 16. gr. laganna og hljóðaði þannig: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.” Í […]

Hjátrú og kynlegir kvistir – Elva Brá Jensdóttir

Í Fréttarbréfi Ættfræðingsfélagsins fjallar Elva Brá Jensdóttir m.a, um “Hjátrú og kynlegi kvisti við Úlfljótsvatn; Hjátrú og kynlegir kvistir “Frásagnir Kolbeins Guðmundssonar bónda á Úlfljótsvatni og barnabarn hans, Katrínar og Guðmundar Símon Dalaskáld, Samúel Súðadallur, Guðmundur kiði og fleiri litríkir karakterar koma við sögu þegar Kolbeinn Guðmundsson og börnin hans Katrín og Guðmundur rifja upp […]

Þingvallaleiðir frá og til Reykjavík fyrrum

Var fyrir stundu að grúska í hinum fjölmörgu gömlu uppdráttum mínum, sem ég hef aflað, ásamt félögum mínum,  á vettvangi í gegnum tíðina, með skýrskotun til gamalla skriflegra heimilda um fornar leiðir til og frá Reykjavík fyrrum. Skriflegar heimildir eru eitt; áþreifanlegar og sýnilegar minjar á vettvangi eru annað. Þess vegna fara “heimildirnar” ekki alltaf […]