Entries by Ómar

Reykjavík – P.E. Kristian Kålund

Í Wikipedia segir eftirfarandi um P.E. Kristian Kålund, en hann skrifaði m.a. “Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877”. Þar fjallar hann um helstu sögustaði Íslands. Einn þeirra er Reykjavík. “Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af […]

Kjós – Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá

Í Degi, Íslendingaþáttum, árið 1998, er fjallað um “Morðóðan og ófróman bónda á Frossá í Kjós. Morðóður og ófrómur bóndi á Frossá Axlar-Björn er einn frægasti morðingi Íslandssögunnar. Oxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi var í alfaraleið og urðu ferðamenn fegnir að fá gistingu í bænum. Björn réði þeim þá bana og rændi þeim verðmætum sem […]

Grímshóll – huldufólkssögur

Í “Huldufólkssögum – úrvali úr þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar” segir m.a. af Grímshól. Grímshóll Það hefir lengi verið siður í Rangárvallasýslu, að menn hafa farið þaðan til sjóróðra eitthvað suður. En einu sinni bar svo við, að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni, ætlaði suður í Leiru til sjóróðra. Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, […]

Gönguför í Gálgakletta – Guðrún Sveinsdóttir

Í Melkorku árið 1954 birtist grein eftir Guðrúnu Sveinsdóttur undir fyrirsögninni “Gönguför um Gálgahraun”. “Á Álftanesi við Arnarnesvog er Gálgahraun. Fram við sjóinn, beint á móti BessastöÖum gnæfa Gálgaklettar. Við klettaræturnar þekur grasið gömul tóftarbrot. Í klettaskorum vex ljónslöpp, tófugras, burkni, þursaskegg o. fl. Efst uppi situr svartbakur, einn síns liðs, en annars er hér […]

Frásagnir um Ísland á undan landnámi – Þorvaldur Thoroddsen

Í “Landfræðisögu Íslands  er fjallað um “Hugmyndir manna um Ísland, náttúrskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar; Höfndurinn  er Þorvaldur Thoroddsen. Í ritinu eru m.a. skýrðar “Frásagnir  fyrrum um landnám Íslands”. Sagnir um Thule Ekki eru neinar líkur til þess, að mannabyggð hafi verið á Íslandi, fyrr en Írar komu hingað á 8. öld; ekki […]

Krýsar – Skuggi (Jockum M. Eggertsson)

Í Dagur-Tíminn 1996 er fjallað um “Frumbyggja Íslands – Krýsana”. Þar er og m.a. skrif um höfundinn; “Skugga”, Jockum M. Eggertsson. Uppruni Skugga og ferill Hugmyndir um búsetu á Íslandi fyrir daga Ingólfs Arnarsonar eru mörgum hugleiknar og eru víða til. Meðal þeirra sem sett hafa fram kenningar um efnið er Jochum M. Eggertsson, sem […]

Garðakirkja – endurbygging

Í Lesbók Morgunblaðsins 1955 fjallar Árni Óla um Garðakirkju á Álftanesi, sem “bráðum fer að rísa úr rústum”: “Garðar á Álftanesi eru ekki taldir með landnámsjörðum, en þó mun hafa verið sett byggð þar þegar á landnámsöld. Jörðin er í landnámi Ásbjarnar Özzurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og eftir því sem næst verður komizt, hét sá […]

Almenningur

Ofan við Garða-Hraunabæina vestan Hafnarfjarðar er svonefndur Almenningur. En hvað er “Almenningur”? Tilefnið að skrifum þessum er að Hafnarfjarðarbær hefur skipað starfshóp bæjarfulltrúa um gerð reiðleiða um Almenning. Þarna fer Hafnarfjarðarbær villu vega, líkt og svo oft áður, þegar kemur að minjum og minjasvæðum. Fæstir fulltrúar bæjarins hafa stigið þarna niður fæti. Hafnarfjarðarbær hefur nánast […]

Kjós – fróðleikur

Á Vísindavef Háskóla Íslands er m.a. fjallað um Kjós og nokkra staði þar innan marka í svörum við spurningum þess efnis. Taka ber þó svörunum með hæfilegum fyrirvara. Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Upprunlega hljóðaði spurningin svona: Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af […]

Bláfjallafólkvangur

Í Sveitarstjórnarmál 1980 fjallar Kristján Benediktsson um “Bláfjallafólkvang”. “Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólkvangsins, og með auglýsingu í Stjórnartíðindum tveimur mánuðum síðar má segja, að hann hafi verið orðinn að raunveruleika. Þau sveitarfélög, sem í upphafi stóðu að Bláfjallafólkvangi, voru Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogur. Síðar bættust í hópinn Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík. […]