Entries by Ómar

Grímsvarðan endurreist

Þriðjudaginn 23. desember 2014 mátti lesa eftirfarandi í Víkurfréttum: “Grímsvarða við Sandgerðisveg hefur verið endurreist og er nú minnisvarði um þá sem látist hafa á Miðnesheiði. Það var fyrir tilstuðlan þeirra Guðmundar Sigurbergssonar og Sigurðar Eiríkssonar í Norðurkoti að varðan var endurreist. Þeir Guðmundur og Sigurður eru áhugamenn um sögu Miðnesheiðar og hafa m.a. endurhlaðið […]

Skarfur

Fræðiheiti skarfs er Phalacrocoracidae. Hann er af ætt pelíkanfugla sem telur um 40 tegundir um allan heim nema á eyjum í miðju Kyrrahafi. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig við ströndina eða á vötnum nálægt sjó. Flestir skarfar eru dökkleitir eða svartir, með langan mjóan gogg með krók á endanum. Skarfar lifa á fiski og […]

Rauðhólar – tilurð, Vorboðinn, útiskemmtanir og skáli

Rauðhólar eru þyrping gervigíga við Elliðavatn í útjaðri Reykjavíkur og tilheyra Heiðmerkursvæðinu. Upphaflega voru gígarnir um 80 talsins en hefur fækkað síðustu áratugi sökum efnistöku. Mestur hluti efnisins var nýttur í Reykjavíkurflugvöll á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Fyrir um 5200 árum varð eldgos í austanverðu Brennisteinsfjallakerfinu en þá rann mikið hraun frá gígnum Leitum austan undir […]

Fyrsta reiðhjólið

Á vefsíðu Fjallahjólaklúbbsins má lesa eftirfarandi grein Óskars Dýrmundar Ólafssonar um fyrsta reiðhjólið á Íslandi. Fyrsta reiðhjólið Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um “Atgervi kvenna” árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt […]

Hjólmannafélag Reykjavíkur

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 fjallar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um “Hjólmannafélag Reykjavíkur”. “Um 1890 voru að sögn Knuds Zimsens borgarstjóra aðeins tvö reiðhjól í Reykjavík. Annað átti Guðbrandur Finnbogason, faktor Fishcersverslunar (Aðalstræti 2), en hitt Guðmundur Sveinbjörnsson, síðar skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu. Hafa þau líklega verið einu reiðhjólin á landinu og voru merki um vaknandi borgarmenningu […]

Duus verslun – letursteinn “HPD”

Í umfjöllun um Duus-verslunina í Keflavík hafa vaknað ýmsar spurningar, ekki síst í tengslum við tilteknar “eftirlifandi” minjar á svæðinu. “Peter Duus kaupir verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar […]

Skólavarðan og hinn nýi aðalvegur upp úr Reykjavík

Í Þjóðólfi 1868 má lesa eftirfarandi um “Skólavörðuna og hinn nýja aðalvegur upp úr Reykjavík”: “Ferðamenn,er komu austan og norðan yfir heiðarnar síðan um mánaðamótin, furðaði á því, er þeir mist af hæðunum suðr af Grímmansfelli, (niðr af Seljadalnum) og af hæðunum ofaneptir Fóelluvötnunum, að allir sáu þeir hvítan dýl bera við vestrloptið hér fremst […]

Álfatrú

Í Eimreiðinni 1895 fjallar Finnur Jónsson um “Álfatrúna á Íslandi”. Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með […]

Hraun í nágrenni Straumsvíkur

Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson skrifuðu um “Hraun í nágrenni Straumsvíkur” í Náttúrfræðinginn árið 1998. Hraun í nágrenni Straumsvíkur Þegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær […]

Ásustrandið við Grindavík 1926

Í Þjóðmálum, 2. hefti 01.06.2015, er fjallað um “Ásustrandið 1926” utan við Járngerðarstaði í Grindavík, en það mun hafa verið upphafið að endalokum Duus-verslunar í Keflavík. Enn í dag má sjá ketilinn úr togaranum á fjöru í Stórubót, auk þess enn má bera augum skipsbjölluna sögulegu á veitingastaðnum Bryggjunni í Grindavík. “Peter Duus og kona […]