Entries by Ómar

Eldra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun og Önglabrjótsnef – Magnús Á. Sigurgeirsson

Magnús Á. Sigurgeirsson skrifar „Þátt úr gossögu Reykjaness“ í Náttúrufræðinginn árið 2004. Þar fjallar hann m.a. um Eldra-Stampahraunið, Önglabrjótsnef og nágrenni á ysta hluta Reykjanesskagann. Jarðsagan er óvíða augljósari en einmitt þarna; samspil bergganga, gíga, gjalls, ösku og hrauns. Þá er sagt frá strandi þýsks togara við Önglabrjótsnef 1951. Eldra-Stampahraun og Tjaldstaðagjárhraun „Eldra Stampahraun kemur […]

Lúpínan frá Alaska – Hákon Bjarnason

Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 fjallar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, um „Lúpínuna frá Alaska„: „Stóra myndin á síðunni til hægri segir flest sem segja þarf um Alaskalúpínuna og hefur greinarhöfundur sýnt í verki, hvernig hin ófrjóu og hrjóstrugu holt og melar upp af Reykjavíkursvæðinu gætu litið út — og raunar gildir það hvar sem er á landinu, […]

Óttarsstaðasel og Straumssel – dæmigerðar selstöður

Hraunin Hraunajarðirnar, millum Hvaleyrar og Hvassahrauns, hafa, líkt og aðrar jarðir á Reykjanesskaganum, haft fé í seli að sumarlagi svo lengi sem sögur herma. Jarðirnar byggðust upp allnokkru eftir landnám og þar hefur að öllum líkindum verið kotbúskapur til að byrja með þar sem ábúendur lifðu aðallega á sjávarútvegi og fáeinum kindum og sauðum. Kýr […]

Skipasmíðar í Hafnarfirði – Iðngrein á gömlum merg drepin í dróma

Í Ægi 1986 er fjallað um „Skipasmíðar í Hafnarfirði – Iðngrein á gömlum merg drepin í dróma„. Hér verður tekinn út sá kafli er fjallar um fyrstu skipasmíðastöðina í Hafnarfirði, Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar og Skipasmíðastöðina Dröfn neðan Jófríðarstaða. „Fyrsta skipasmíðastöð sem sögur fara af hér á landi var reist árið 1805 af Bjarna Sívertssen riddara í […]

Kynnisferð á Keili – Gestur Guðfinnsson

Gestur Guðfinnsson fjallar um „Kynnisferð á Keili“ í Alþýðublaðinu árið 1958″ „Keilir er ekki hátt fjall. Skýjakljúfar New-Yorkborgar myndu bera höfuð og herðar yfir hann ef þeir væru settir niður við hliðina á honum, og meira en það. Flest fjöll í nágrenni Reykjavíkur eru hærri og stærri en hann, samt vita fleiri deili á Keili […]

Selsvellir – selsminjar

Á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi eru fjölmargar selsminjar Grindvíkinga í gegnum tíðina. Þarlendir og Vogamenn greindi á um eignarhaldið, en klerkar Grindvíkinga virðast haft betur á meðan var. Selstöður Grindvíkinga voru á seinni öldum undir Selsvallafjalli. Enn í dag má sjá þar leifar húsa og stekkja. Selsvallalækurinn, sem skapaði vellina í gegnum aldirnar, líður enn sprækur […]

Eldra- og Yngra Hellnahraun

Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir reyndu að ráða gátuna í skrifum þeirra um „Aldur Eldra- og Yngra Hellnahrauns“ í ritinu Jökli árið 1991: „Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í […]

Gljúfrasteinn – skilti

Við „Gljúfrastein“ í austanverðum Mosfellsdal er upplýsingaskilti. Á því er eftirfarandi texti: „Gljúfrasteinn var byggður í Laxneslandi og arkitekt hússins var Ágúst Pálsson. Húsið reis á hálfu ári. Auður Laxnes segir þannig frá í ævisögu sinni, „Á Gljúfratseini“: „Á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1945, kom ég mér vel fyrir í sólkskininu á svölum Landspítalans, og vélritaði […]

Hraun í og við Fagradalsfjall – Jón Jónsson

Í ritvélarituðu verki Jóns Jónssonar, jarðfræðings, útgefnu af Orkustofnun  árið 1978, er gagnmerkt „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga og skýringar við þau„. Kortin, sem þar birtust, eru handunnin og einkar nákvæm – á þess tíma mælikvarða. Arfveri Orkustofnunar mætti gjarnan gefa út hin fjölmörgu nákvæmari jarðfræðiuppdráttarkort Jóns af Reykjanesskaganum, umfram það sem sjá má í framangreindu ritverki. […]

Latur – Huldukona í peysufötum

Í Tímanum 1996 er grein um „Frumbyggja í Kópavogi og yngri kynslóðir sem eiga sér þjóðsögur líkt og aðrir“. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir segja frá: „Rótarýklúbburinn í Kópavogi hefur gefið út bókina „Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi„, sem Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir söfnuðu af elju meöal eldri Kópavogsbúa. Einnig […]