Entries by Ómar

Álfhóll – skilti

Við Álfhól í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má m.a. lesa eftirfarandi: Hóllinn er trúlega þekktasti álfhóll Kópavogs og hefur skapað sér slíkan sess í skipulagi bæjarins að varla verður honum hnikað héðan af. Hann er sýnilegt dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan tíma. Hólinn mætti merkja með […]

Víghóll – skilti

Á Víghóll/Víghólum í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar segir m.a.: Víghóll Víghóll var friðlýstur sem náttúrvætti 1983 skv. náttúruverndarlögum nr. 47/1971. Stærð friðlýsts svæðis er um 1 hektari en útivistarsvæðið er rúmir 3 hektarar. Um tíma stóð til að byggja Digraneskirkju á svæðinu og voru framkvæmdir við grunn kirkjunnar hafnar þegar horfið var frá því skipulagi. […]

Kópavogsþingstaður – skilti

Kópavogur virðist hafa verið vorþingstaður á þjóðveldistímanum, en með lögtöku Járnsíðu 1271 verður hann hreppaþingstaður, svonefnt þriggja hreppa þing. Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjödi dóma og mála gengu á Kópavogsþingi á þeim árum sem þess er getið í heimildum. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið […]

Tröllabörn – skilti

Við Tröllabörn neðan Lögbergs í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má lesa eftirfarandi texta: Tröllabörn/Tröllabollar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Tröllabörnin eru tíu talsins og fyrna gömul, eða um 4.500 ára. Á máli jarðfræðinnar nefnast þau hraundrýli (hornitos). Hraundrýli myndast þegar gas streymir út um rásir við eldgíga og í hraungöngum og rífur með sér […]

Hádegishóll – skilti

Á Hádegishól í Kópavogi er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi: Hádegishóll eða Hádegishólar draga nafn sitt af því að eystri hóllinn var eyktarmark frá bænum fífuhvammi sem var syðst Kópavogsjarðanna fjögurra. Hóllinn var í hásuður frá bænum og bar því sól yfir hann á hádegi. Eyktarmark er fastur punktur í landslagi sem sólina […]

Borgarholt – skilti

Á Borgarholti í Kópavogi er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: Jarðfræði Borgarholt, eins og önnur holt og hæðir í Kópavogi og á höfuðborgarsvæðinu, er að mestu gert úr grágrýtishraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar fyrir nokkur hundruð þúsund árum síðan. Þá grúfði jökull yfir Kópavogi sem náði allt frá Bláfjöllum og út á Faxaflóa. Jöklarnir […]

Kópavogsbærinn – skilti

Framan við Kópavogsbæinn/Kópavogsbúið er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi texta: “Engar ritheimildir eru til um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi, en fornleifarannsóknir við Þinggerði árið 1973-1976 leiddu í ljós bæjarrústir frá miðöldum og því líklegt að menn hafi verið hér frá síðari hluta 9. aldar. Kópavogur er fyrst nefndur árið 1523 í dómi […]

Endurgerð Krýsuvíkurkirkja komin á kirkjustæðið

Ný glæsileg Krýsuvíkurkirkja er nú komin á grunn sinn á Krýsuvíkurtorfunni þar sem eins kirkja var upphaflega byggð þar 1957. Var kirkjan hífð á sinn stað rétt yfir kl. 11 laugardaginn 10. okt. 2020 í blíðskaparveðri og gekk hífingin eins og í sögu. Stóran krana þurfti til að hífa kirkjuna sem er 6,8 tonn að þyngd. […]

Digranesbærinn – skilti

Við leifar gamla Digranesbæjarins í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er: Hafinn var búskapur á jörðini Digranesi sennilega á árunum milli 1300 og 1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Er hún sennilega elsta jörðin í Kópavogi. Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og […]

Fífuhvammsbærinn – skilti

Ofan við gamla bæjarstæði Fífuhvamms/Hvamms/Hvammkots í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er: “Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.” Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta […]