Entries by Ómar

Sel í Blikdal – “Rannsókn á seljum í Reykjavík” I

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um “Rannsóknir á seljum í Reykjavík” fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin átta í Blikdal: Selstöður á Blikdal Yfirlit um sel í Blikdal. Blikdalur er stór og grösugur dalur í vesturhluta Esju. Hann liggur frá Gunnlaugsskarði í austri og hallar í vestur að klettabelti við […]

Fyrsti vitinn á Íslandi – Kristján Sveinsson

Í Morgunblaðið 2003 ritaði Kristján Sveinsson, sagnfræðingur, um “Fyrsta vitann á Íslandi”: “Um þessar mundir [2003] eru liðin 125 ár frá því að fyrst var tendrað vitaljós á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján Sveinsson segir frá tildrögum vitabyggingarinnar, fyrsta vitanum og fólki sem við þessa sögu kom. Næturmyrkrið lagðist yfir Reykjanesið og Valahnúkinn um nónbilið 1. […]

Skógrækt ofan Hafnarfjarðar

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 25. október 1946. Félagið er með þeim stærstu á landinu og starfið er mjög blómlegt. Upphafið Þegar Skógræktarfélags Íslands var stofnað 1930 voru nokkrir Hafnfirðingar á meðal stofnenda og á næstu árum bættust fleiri í hópinn. Skógræktarfélag Íslands var stofnað sem höfuðfélag skógræktarmála og ráðgefandi aðili fyrir héraðsfélög vítt og breitt […]

Skansinn – upplýsingaskilti

Við Skansinn á Bessastaðanesi má lesa eftirfarandi texta á upplýsingaskilti við tóftirnar: “Skansinn er hvort tveggja til marks um ófriðartíma fyrri alda og aðsetur æðsta valds landsins á Bessastöðum. Hér eru jafnframt minjar um kotbýli frá 19. öld þar sem Óli skans bjó. Varnir gegn útlenskum hervíkingum Vígvirkið Skansinn á uppruna sinn að rekja til […]

Hús Bjarna riddara og Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hús Bjarna riddara Sívertsens er að Vesturgötu 6 í Hafnarfirði. Byggingarár: 1803-1805, hönnuður: Ókunnur. Byggðasafnið tók við húsinu 1974. Það var friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. Sögufræg hús í Hafnarfirði Í Þjóðlífi 1987 er fjallað um “Sögufræg hús í Hafnarfirði”: “Í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið við Vesturgötu […]

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu. Íslendingabók „Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að […]

Flekkuvík – rúnasteinn

Árni Óla skrifaði um “Rúnastein í Flekkuvík” í Strönd og Voga: Rúnasteinn í Flekkuvík “Utan við Hvassahraun á Reykjanesskaga gengur inn Vatnsleysuvík og inn úr henni utarlega skerst önnur lítil vík, sem Flekkuvík nefnist. Stendur bær samnefndur fyrir botni víkurinnar. Þar í túninu er lítill hóll eða stór þúfa, sem kallast Flekku-leiði, og þar ofan […]

Elliðaárdalur III

Í skýrslu um “Sjálfbæran Elliðaárdal – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016“, er m.a. fjallað um sögu og minjar í dalnum. Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 26. mars 2015 var skipaður starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal. Starfshópurinn fékk það hlutverk að gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Við gerð skýrslunnar var rætt […]

Mjói vegurinn – mesta umferðaræð Íslands II

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur skrifaði um “Mjóa veginn – mestu umferðaræð Íslands” í Alþýublað Hafnarfjarðar, jólablað, árið 1962, en vegurinn sá var Hafnarfjarðarvegur þeirra daga. “Síðastliðið ár ferðuðust með strætisvögnum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur rúmlega 900 þúsundir manna. (Áætluð tala eftir farmiðum: 915.829.) Sama ár fóru um 10 þúsund bifreiðir til jafnaðar á dag yfir brúna […]

Skagagarðurinn – Skálareykir

Í Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags í Garði árið 2017 er m.a. fjallað um Skagagarðinn og Skálreyki: Skagagarðurinn “Lokaðist það af svonefndum Skagagarði, sem hlaðinn var frá túngarði Útskála og þvert fyrir tána yfir í túngarðinn á Kirkjubóli. Sér leifar hans hér og hvar enn,” segir í örnefnalýsingu. Í sýslu- og sóknalýsingu frá um 1860 segir ennfremur: […]